Tommi snýr aftur og fleiri sögur

Frétti í strætó í morgun að elskan hann Tommi kemur aftur sem einkabílstjóri á milli Skaga og höfuðborgarinnar. Ásta, virðulega gift kona, hélt varla vatni af hamingju yfir þessu ... sem segir ýmislegt um Tomma. Ja, ég hlakka líka til. Magga mágkona, systir hans, getur líka glaðst, enn er von, hugsar hún ... en hún veit líklega ekki hvað ég er óforbetranleg piparjúnka. Annars gæti verið gott að eiga sér athvarf niðri í bæ og geta hlaupið í kaffihúsið eða til Nínu á innan við mínútu ... Tommi býr sko í miðbænum, öllu heldur í Lesbókinni (Morgunblaðshöll okkar Skagamanna). Annars hef ég alltaf sagt um strætóbílstjóra að maður eigi helst ekki að leggja lag sitt við þá þótt þeir séu sætir. Alveg trúi ég þeim til að eiga kærustu á hverri stoppistöð!

Það var ansi kalt í morgun, eða öllu heldur kuldalegt. Hvítt yfir að líta á Kjalarnesinu og líka í Reykjavík. Það var ekki hvít jörð á Skaganum, enda frýs aldrei nálægt himnaríki, frekar en í helvíti, en það er önnur saga.

Hef verið starfandi ritstjóri frá sl. föstudegi og verð það til hádegis á morgun. Mikið stress að klára allt og mjög gaman. Ákvað að breyta Vikunni algjörlega á meðan ritstjórinn skemmtir sér í Kanada. Nú verða bara greinar um ketti og kaffi ... múahahahahahah!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Auðvitað notar þú þinn ritstjórnarlega rétt til að breyta blaðinu.....

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 21.5.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Múahahahha ... auðvitað. Fólk hlýtur að hafa gaman af kaffi- og kattasögum, eins og ég. Dæmi úr næsta tölublaði: Lífsreynsla kattar af Kjalarnesinu. Kaffi er allra meina bót. Kaffi ER gott fyrir svefninn. Þrílitir kettir taldir grimmari. Kaffi við minnisleysi. Köttur kemst í hann krappan í Þingholtunum. Bröndóttir kettir skapbestir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Orðið bloggari byrjar ekki á bókstafnum K. Ekki nema ég tali um þá sem Kraftbloggara, þá væri hægt að setja þá inn í blaðið. Auðvitað. Fyrsta greinin verður um þig, Anna karftbloggari!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 12:15

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svalalyftan er horfin. Þeir urðu skíthræddir þegar þeir sáu skrifin þín um auðvelt aðgengi í himnaríki og lokuðu snarlega á alla aðdáendur. Veit ekki hvort ég á að vera pirruð eða bara þakklát.

Þú ert sko velkominn og færð guðdómlegt kaffi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það verður gaman að komast yfir eitt eintak af K-vikunni :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.5.2007 kl. 14:15

6 identicon

En hvað um "Doddahorn að norðan" sem reglulegur þáttur í Vikunni? Æsispennandi fréttir úr heimi bókasafnslífsins á Akureyri .... wooooo!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:36

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég man eftir honum bjössa rútubílstjóra, hann hafði víst margar konur, í hinum og þessum bæjum, gæti verið kjaftasaga, þar voru líka margar svoleiðis.

Ljós til þín frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 16:15

8 identicon

HA ? er hann hættur í olíuni .....nú er ég hissa ... Já ég held enn í vonina ....

Hrikalega er erfitt að kommernta í þetta moggablogg...en ég les sko enn tvisvar á  dag ..auðvitað í tveimur tölfum til að þú faír IP tölurnar

Kveðja

Magga mákona

Magga (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 18:51

9 Smámynd: www.zordis.com

Greinilegt að ekki mun skorta umfjöllun þegar Gurrí er við völd!  "mjáu"  Stjóri er reffilegt nafn, gangi þér vel með blaðið!

www.zordis.com, 21.5.2007 kl. 19:00

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurrí mín eigðu gott frí og það er gott að Tommi er kominn aftur.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.5.2007 kl. 19:25

11 Smámynd: Svava S. Steinars

Þú tekur auðvitað forsíðuviðtal við kynæsandi heilbrigðisfulltrúa sem er að passa ketti.  Myndir af mér á gæruskinni inni í blaðinu.  Haldandi á kaffipakka

Svava S. Steinars, 21.5.2007 kl. 19:52

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er með nóg efni í mörg, mörg blöð ... forsíðuviðtöl við bloggvinina, þvílík snilld! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 21:01

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég t.d. hef marga fjöruna "sopið" og því gott viðfangsefni.  Síminn er...segi sonna!

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 1525918

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband