Ólétta í boldinu ... skúbb!

Ellen-Pompeo-as-Meredith-GreyKom svo grútsyfjuð heim að ég gat ekkert gert nema horfa á boldið. Svo var það bara sófinn og “augnabliks” hvíld. Grey´s Anatomy er að hefjast á Stöð 2 plús og ég missi af Heroes ... eins og ég var búin að reikna þetta flott út. Fúlt að klessa fínu efni á sama kvöldið. HK-ÍA eru líka á Sýn ... sorrí, en veit að Skaginn sigrar.

Nick og Brooke kysstust næstum því og hafa nú viðurkennt hvort fyrir öðru að ef Brooke hefði ekki einblínt svona á Ridge the hönk væri staðan önnur. Bridget grætur hjá Stefaníu sem hvetur hana til að dömpa Nick.

Bridget er ólétt (skúbb) og vegna hormónanna (segir Steffí) ætlar hún samt að gefa Nick séns. „Hann langaði bara svo í fjölskyldu,“ segir hún og rýkur út til að segja honum af barnsvoninni. Þar sitja Nick og Brooke yfir rómantískum kvöldverði. „Ég á eftir að sakna þín,“ segir Brooke daðurslega.
„Þú veist ekki hvað það er erfitt að elska þig ekki,“ segir Nick á móti. Útidyr í Ameríku eru svo þunnar að Bridget heyrir allt saman og rýkur inn. Hjúin fá sjokk. Tjaldið fellur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff ég titra af spennu.  Don´t hold me in suspension!! Hvað næst?

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég lét tjaldið ekkert falla ... þátturinn var bara búinn. Nú verður hamast við að halda öllu á svipuðu róli og kannski gerist bitastætt eitthvað á föstudaginn. Þetta er sápa, heillin mín. Ég held þér samt við efnið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Já  ég horfði líka á Boldið. þetta er orðið soldið too much, samt heldur maður áfram að horfa á þetta.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 21.5.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bestu þakkir fyrir að smella hér inn öðru hvoru boldfréttum ;)  þá  þarf ég ekki að kaupa áskrift að stöð2 hehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.5.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 383
  • Frá upphafi: 1525914

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband