Nýr læknaþáttur í bígerð?

Judge AmyAha, nú veit ég hvað er í gangi í Grey´s Anatomy. Verið er að kynna nýjan þátt til sögunnar ... svona svipað og þegar Boston Legal fór inn í Ally McBeal og gleypti þann frábæra þátt ...

Í nýja þættinum verður m.a. leikkonan sem lék Judge Amy. Og fullt af öðrum þekktum. Þeir setja ekki svona þungavigtarfólk í aukahlutverk.

Ég setti óvart inn "Judge Gray" í myndaleit á Google og þessi birtist. Sýnir svo ekki verður um villst að ég hef rétt fyrir mér ... þetta er tenging.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmm hét hún ekki Amy Gray í þáttunum?

Synd að skemma svona góða samsæriskenningu....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, örugglega rétt hjá þér. Hitt allt er samt mjög líklegt, held ég. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Judge Amy Gray. Eruð´kki fegnar að ég skuli vera hérna til að komessu á hreint?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Hugarfluga

Jááá, það er áreiðanlega málið!! Þú ert miðlingur!! Nei, ég meina miðill og snillingur ... eða allavega ansi skörp!

Hugarfluga, 21.5.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Var fyir vonbrigðum með þættina í kvöld, fór meira að segja yfir á ríkis að horfa á heimildarþátt um DNA Adams nokkurs sem giftur var Evu nokkurri fyrir um 40 þúsundum ára.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:42

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dó ekki bara Ally McBeal þátturinn eða rann sitt skeið. Það var The Practise sem James Spader birtist í og gliðnaði svo yfir í Boston Legal. Am I right or am I right

Jóna Á. Gísladóttir, 21.5.2007 kl. 22:50

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jóna, hvað er svona hrikalega klár kona að gera á bloggsíðu eins og þessari? Hehehehhe, flott hjá þér, var búin að gleyma Praktísþáttunum. Sakna samt Allíar!

Margrét. Hvernig var þátturinn um Adam og Evu? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jóna hefur rétt fyrir sér. Boston Legal varð til úr The Practise, hins vegar er ekkert skrítið að þú skulir hafa tengt þættina við Ally McBeal því Boston Legal er miklu meira í þeim stíl. Vek líka athygli á því að Jesse L. Martin var í nokkrum þáttum af Ally McBeal áður en hann fór yfir á Law & Order. Mig langaði að kyrkja Ally þegar hún sparkaði honum. Hann var það dásamlegast sem birtist í þeim þáttum (þótt Taye Diggs hafi komist nálægt)

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2007 kl. 01:55

9 Smámynd: www.zordis.com

Kanski ég kaupi mér sjónvarp ?????

www.zordis.com, 22.5.2007 kl. 06:04

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kristín!! Alveg rétt!! jesse baby L. Martin var í Ally. Já hún var nú létt geðveik sú vinkona.. hún Ally sko.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.5.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 380
  • Frá upphafi: 1525911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 344
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband