Samkvæmistímabilið, Feng Shui og ... stefnumót

Stefnumót á stoppistöðStoppistöðin mín var full af körlum í morgun. Þegar ég mætti á svæðið stóðu þeir kyrrir og horfði á steinahrúgu fyrir framan einhvern bílskúr. Ekki þarf nú mikið til að skemmta þessum elskum. Að sjálfsögðu sneru þeir sér að mér þegar ég birtist þótt ekki væri ég í hælaháum skóm eða með rauðan varalit, Skagamenn þurfa ekki slík blekkingartæki til að meta sanna fegurð. "Hvað sagði bílstjórinn í gær þegar þú bentir honum á að öryggisbeltin virkuðu ekki sums staðar?" spurði einn þeirra með rómantískum hreim. "Nú, hann sagðist ætla að koma þessu til skila," svaraði ég daðursfull og svo kom strætó. Allt í lagi var með öryggisbeltið mitt í morgun, kannski eitthvað búið að laga ... Labbaði með gerviliðasmiðnum frá Vesturlandsveginum og við skiptumst á sögum um byltur og dettirí úr brekkunni. Hann virðist líka vera sæll með bílstjórana sem flestir aka ögn lengra en stoppistöðin segir til um okkur til þægindaauka og minni slysahættu.  

Bagua-kort úr Feng ShuiHeldur var þetta stutt sumar ... en ég er þakklát fyrir fallegar öldur í gær og fyrradag. Stórar og háværar Miðjarðarhafsöldur sem einstaklega gott var að sofna við í gær. Ég verð að snúa rúminu aftur þannig að ég geti horft á sjóinn þegar ég er að fara að sofa ... og snúa því svo til baka þegar næturnar verða dimmar aftur. Betra Feng Shui eins og það er núna með höfðalagið í suður en ekki vestur ...  vestur er víst versta áttin mín, sagði mér ógurlega vitur kona. Hún bætti þó við að það skipti ekki öllu máli ... verra væri að snúa hausnum í rétta átt og vera ósátt við það! Ekki það að ég trúi á svona ... þetta er bara skemmtilegt og margt mjög lógískt. Þetta er eins og skynsamlegum ráðum hafi verið breytt yfir í eitthvað galdradæmi.

Rauði liturinn á Bagua-kortinu stendur fyrir suður, sá dökkblái norður.

Ég á einn strætómiða eftir ... tókst ekki að kaupa Gula kortið (sem virkar í hálfan mánuð), það var aldrei til, eins gott, sumarfríið hefst á morgun. Man ekkert hvað ég ætla að gera á morgun, líklega sofa til hádegis, en ég á stefnumót við karlmann á fimmtudaginn (jesssss) í Reykjavík og fer síðan í stúdentsútskriftarveislu á föstudag hjá elskunni henni Möggu Völu minni, dóttur Gumma bróður. Ég hélt að samkvæmistímabilinu væri lokið í vetur en það er greinilega misskilningur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Helduru í alvöru að sumarið er búið?  *dæs* .. ja kannski bara.  Og nú fáum við bara snjóstorm, haglél og hríðarveður útí eitt.  Spurning um að fresta sumarfríinu fram að jólum..lengja jólafríið?   Ég var lengi að átta mig á snjónum í gærmorgun, hélt þetta væri þokuslæðingur, svona hvítur og fallegur

Ester Júlía, 22.5.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bara í morgun kom slydda á framrúðuna á strætó ... en bara á Kjalarnesinu. Ekki vetrarguðs útvalda þjóð þar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 09:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí mín samkvæmistíma vetrarins er lokið og nú hefst samkvæmistímabíl sumarsins hvíta.  Rosalega verður gaman að hafa þig í sumó!  Þá verður nú bloggað í himnaríki maður minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 10:10

4 identicon

Daðursfull ... og með rómantískum hreim .... hversu yndisleg þú ert að búa til svo rómantískar og skemmtilegar lýsingar af hversdagslífinu !

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:45

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegar lýsingar alltaf hjá þér Gurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Þú mátt nú alveg kíkja í heimsókn við tækifæri. Jafnvel í kvöldmat. Þarft ekki einu sinni að hjálpa mér að saga í sundur eldhúsinnréttinguna í staðinn.

Nanna Rögnvaldardóttir, 22.5.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Nanna ... tek þig örugglega á orðinu, er orðin sársvöng eftir Nönnumat.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 12:04

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tek heilshugar undir með Dodda.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.5.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 1524995

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband