Flott ský, María strætóvinkona og nýi kagginn minn

María strætóvinkonaÞað var ansi kalt í gærmorgun, eins og alheimur veit, og ég steingleymdi því að ég var með myndavélina á mér og smellti einni mynd af Maríu, strætóvinkonu frá Króatíu, þar sem við biðum eftir leið 18 í Stórhöfðanum, nýbúnar að þjóta niður brekkuna að stoppistöðinni. Hún hleypur hraðar, enda kemst hún niður vegkantinn á fjallaskónum sínum. Spurning um að hún verði sektuð fyrir að vera á vetrarskóm eftir 15. apríl.

 

 

 

 

 

Nýi kagginn minnBiðin eftir strætó var svo löng að ég festi mér kaup á bíl ... nenni ekki að vera strætólúser lengur í svona vetrarkulda.

María reyndi að vara mig við kaupunum þar sem sprungið er að aftan en ég hlusta ekki lengur á úrtölur, þær eru hættulegar og koma í veg fyrir framfarir og hugrekkisgjörninga á borð við þennan.

Til hægri á myndinni af kagganum sést brekkan okkar.

 

 

Útsýnið 22/5 kl. 22.45Verð að lokum að deila með ykkur útsýninu núna í kvöld þegar klukkan var langt gengin í 11.

Sannkölluð himnaríkissæla. Þakklát sjálfri mér fyrir að hafa þorað að rífa mig upp frá Hringbrautinni eftir 18 ára örugga búsetu þar með góðum grönnum og nálægð við hinn eftirsóknarverða Miðbæ. Mér er venjulega ekkert allt of vel við miklar breytingar.

Myndirnar stækka ef klikkað er á þær ... og aftur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Flott útsýni maður.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Þetta er fallegt  útsýni elsku Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrambi sæl með þetta útsýni ... Óska ykkur góðrar nætur, held að ráð sé að skreppa í bólið ... og horfa á Heroes í endursýningu. Ég get sofið út ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo glöð yfir að þú skulir vera í fríi - sko fyrir þína hönd og annara bloggmanna..  Bíllinn svaka flottur en slæmt með dekkið. Aöl er hann fullkominn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: www.zordis.com

Verst að það vanti hurð á kaggann nýja!  Svona er lífið, ekki allt eins og maður helst vildi hafa það   Samt viss að þú verður langflottust, ekki fara í undirgöngin þú gætir kafnað í svona "bæjubíl" .....

www.zordis.com, 23.5.2007 kl. 05:33

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

Frábært útsýni

Gerða Kristjáns, 23.5.2007 kl. 07:46

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hafðu engar áhyggjur, Zordís mín, nýi Benzinn minn fer ekki í gang, bílgreyið ... verð hamingjusamur strætófarþegi eitthvað áfram. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 10:25

8 Smámynd: bara Maja...

Var stödd í Himnaríki á mánudaginn, brjálaða brimið heillaði mig algjörlega, keyrði um allt og benti eins og túristi sko þarna er Einarsbúð sem Gurrí verslar, þarna er brimið sem Gurrí tekur myndir af, þarna er Nínubúð sem Gurrí kaupir fötin sín og svo framvegis, fann ekki Skrúðgarðinn hennar Maríu nöfnu, dauðlangaði í kaffi... en takk fyrir mig

bara Maja..., 23.5.2007 kl. 10:29

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Næstum við hliðina á Nínu í bláu húsi (með bjórmerki fyrir ofan dyrnar) er Skrúðgarðurinn. Æ, æ, María þarf að merkja betur, læt þessa elsku vita að sjálf Búkolla hafi ekki fundið staðinn. Fyndið að þú skyldir vera á þessum slóðum, verst að ég var ekki komin í sumarfrí, þá hefðir þú sko fengið kaffi hjá mér ... eða leiðsögn í Skrúðgarðinn. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 10:42

10 Smámynd: Ólafur fannberg

flottur kaggi

Ólafur fannberg, 23.5.2007 kl. 10:46

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, þetta er sko flottur kaggi, hef aldrei áður átt Benz.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 11:06

12 Smámynd: bara Maja...

HaHaHa prinsinn sá bjórmerkið og við vorum að spá í að stoppa þar, en fannst soldið gróft að fá okkur bjór á mánudegi sérstaklega þegar mig langaði bara í kaffi  já hún verður að merkja betur  Anna, fyrir hönd kusu: Takk fyrir gott boð

bara Maja..., 23.5.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 1524994

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband