Vakin 1. í sumarfríi og ný mynd af sætukoppum ...

Úlfur og Ísak 3 vikum eftir aðgerðinaSvakalega vaknar maður nú vel fyrsta sumarfrísdaginn sinn klukkan tíu þegar vinur hringir til að tala illa um sameiginlega yfirlýsta „óvinkonu“ sem hafði gert honum einhverja bommertu. Ég hresstist öll við og hreinlega tími ekki að sofa af mér fríið. Sól og fuglasöngur, örugglega 20 stiga hiti, best að finna stuttbuxurnar. Kettirnir nenna ekkert að tala við mig, halda örugglega að ég haldi að þeir sofi frá 6.47 til 17.05 á daginn. Hef ekki enn sett upp njósnamyndavélar til að geta fylgst með mögulega glæpsamlegu athæfi þeirra.   

Fann nýja mynd af fallegu frændunum og ákvað að skella henni með. Úlfur er vinstra megin .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hættið þið Jónsi að tala illa um mig!  Þeir eru svo sætir þessir strákar og alveg eins og tveir vatnsdropar.  Mér finnst eins og varnir hafi lagast heilmikið og þeir eru svo unaðslega fallegir.  Ég er viss um að það er æðisleg baby-lykt af þeim og mig LANGAR SVO AÐ KNÚSA OG KYSSA!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það væri vissulega gaman að koma sér upp bloggóvinum ... Hrólfur væri flott fórnarlamb en hann er bara svo fyndinn þegar hann lýsir lífi sínu. Eru þau ekki orðin sátt, hann og Zordís ... eða er Zordís búin að drepa hann með vúdúi? Múahahhaha

Elsku Jenný, þú ert sko ekki óvinurinn, engin hér í bloggheimum, og Jónsi kommentar bara þegar ég hef óvart gefið færi á mér og níðir mig svo niður. Grát! Greinilega afar grimmur maður.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er Jónsi Hrólfur er Hrólfur Jónsi er Malika Hrólfur er Hrólfur Malika.  Kemur í ljós í kvöld.  Muhahahahaha

Veit ekki hvort Zordís er búin að taka fyllebytten í sátt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að Hrólfur afhjúpi sig ekki, elska húmorinn hans þótt hann hafi vissulega farið yfir mörkin með Zordísi, það var hreinlega ekkert fyndið. En lýsingar hans á lífi sínu eru óborganlegar. Hef haft þá tilfinningu næstum frá byrjun að hann sé ekki alvörunni. Ja, hann Hrólfur hvetur sannarlega ekki til drykkju ... kannski er þetta Jón Gnarr? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 1524995

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband