Verndardýrlingur ættleiddra

DýrlingarVilhjálmur af Rochester, einnig þekktur sem Vilhjálmur af Perth, er einn af 18 dýrlingum dagsins. Hann fæddist í Skotlandi, var villtur í æsku en á fullorðinsárum hinn vænsti maður, þekktur fyrir góðsemd, sérstaklega gagnvart börnum sem áttu um sárt að binda. Hann ættleiddi ungbarn sem hann fann á kirkjutröppum á leið til messu og nefndi það Davíð. Davíð varð bakari, eins og pabbi.
Árið 1201 þegar þeir feðgar voru á leið í pílagrímsferð til landsins helga (Canterbury) og áðu í Rochester gerði Davíð sér lítið fyrir og skar föður sinn á háls, rændi hann og flúði á braut.

Geðveik kona fann lík Vilhjálms, þakti það blómum og læknaðist í kjölfarið af geðsýkinni. Munkar á staðnum litu á þetta sem tákn. Vegna eðlis ferðarinnar og þessa kraftaverks varð Vilhjálmur píslarvottur. Kapella var byggð yfir hann á morðstaðnum og fljótlega fór fólk að venja komur sínar þangað í von um kraftaverk. Leifar af þessari kapellu sjást enn í grennd við Sjúkrahús Heilags Vilhjálms í Rochester. Árið 1256 var Vilhjálmur gerður að dýrlingi. Hann er verndardýrlingur ættleiddra.

Mér finnst svo gaman að lesa um dýrlingana. Sögurnar eru þó margar verulega viðbjóðslegar, hvernig lífið var murkað úr góðum nunnum og öðru guðræknu fólki á öldum áður ... Svo eru til verndardýrlingar við öllu ... býflugnastungum og hvaðeina og það finnst mér svo skemmtilegt. Þegar ég var með útvarpsþætti á Útvarpi Sögu (gömlu Sögu sem spilaði bara íslensk lög) var ég með "dýrling dagsins" og hóf þáttinn hvern dag á því að segja frá honum. Þetta þróaðist þannig að fólk fór að hringja: "Hvenær kemur að verndardýrlingi lögreglumanna?" spurði löggumaður einu sinni, smiðir, hjúkkur og píparar voru líka spennt. Tek það fram að ég er ekki kaþólsk og ekki þessir sem hringdu, þeim fannst þetta bara heillandi að eiga sér verndardýrling. Þarna gróf ég greinilega undan Marteini Lúter án þess að ætla mér það sérstaklega.

Skrifaði fyrir löngu opnugrein um dýrlinga í Vikuna og fékk mjög góða hjálp við það frá séra Hjalta í Landakoti sem gaf mér nokkrar bækur, m.a. bók um heilagan Þorlák (Þorláksmessu-Þorlák), íslenska dýrlinginn okkar. Minnstu munaði að Þorlákur gengi að eiga fagra snót en draumfarir hans nóttina áður en hann ætlaði að biðja hennar urðu til þess að hann hætti við. Nokkur kraftaverk eru þökkuð honum ... minnir mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, skildi ekkert í elskulegheitunum í þeim í Landakoti ... en dýrlingarnir eru, að þeirra sögn, dýrlingar ALLRA, ekki bara þeirra kaþólsku. Ég er nú ekki trúrækin manneskja en finnst dýrlingarnir flottir! Vilhjálmur passar þig og fleiri bloggvini sem eru ættleiddir ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...þetta er áhugavert. Hafa sjómenn átt verndardýrling, sem þeir  leituði til í laumi (enda voru dýrlingar aflagðir með siðaskiptum)?

Benedikt Halldórsson, 23.5.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal sko finna verndardýrling sjómanna fyrir þig og hvaða daga sjómenn eiga. Keli á daginn í dag og líka 22. apríl, minnir mig.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Verndardýrlingar sæfarenda eru aldeilis margir: Anthony af Padua, Barbara, Brendan the Navigator, Brigid af Írlandi, Christina af Bolsena, Christopher, Clement 1. og sjálfur Mikael erkiengill svo nokkrir séu nefndir. Líka Nikulás af Mýru, sjálfur jólasveinninn!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki ættleidd en fíla Vilhjálm í tætlur

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 14:11

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvað djöflaglott var þetta? Hehehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 14:14

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já frú Guðríður ég hef  lesið um þetta eitthvern tíman

Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2007 kl. 14:46

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djöflaglottið kemur til af því að við vorum að tala um dýrðlinga.  Ég fæddist í uppreisn við katólsku kirkjuna.  I don´t know why!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 15:44

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Strákurinn minn ákvað að verða kaþólskur þegar hann var 9 eða 10 ára. Hann hafði verið að horfa á Santa Barbara, skelfilega sápu ... Kaþólikkarnir voru rosalega góðir við drenginn í tvö ár og svo hætti hann við að vera kaþólskur. Síðan hef ég hugsað hlýlega til þeirra. Ákaflega guðlaus og ókristin kona (að eigin sögn) benti mér á síðuna um dýrlingana sem skemmtilegt útvarpsefni og ég kolféll fyrir dýrlingum.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 15:53

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh ég á verndardýrling liggaliggalái! Takk Gurrí! Ég ætla sko að finna allt sem ég get um þennan gæja! 

Heiða B. Heiðars, 23.5.2007 kl. 20:10

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójú, Guðmundur. Ég skal finna nokkra fyrir þig sem einbeita sér að sjúklingum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 635
  • Frá upphafi: 1524996

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband