Skrækjandi köttur og hjólreiðamaður úr umferð

Illa upp aldir kettirAlltaf sama góða stemmningin í Skrúðgarðinum. Lét vita af ævintýrum Búkollu um daginn þegar hún kom í pílagrímsferð á Skagann að skoða himnaríki, Nínu, Einarsbúð og Skrúðgarðinn og fann ekki síðastnefnda staðinn. Latte og beygla voru alveg málið, enda er matarlaust í himnaríki. Kettirinir farnir að skrækja, enda kláraðist maturinn þeirra fyrir fimm mínútum. Held að þeir finni öryggi í því að hafa dallana alltaf fulla. Sendlar frá Einarsbúð eru á leiðinni í þessum skrifuðum orðum. Alltaf tveir saman til öryggis.

 

HjólreiðarFrétti frá Ástu að bilanir á Skagastrætó séu nokkuð algengar núna. Gummi bílstjóri lenti í bilun í Hvalfjarðargöngunum í fyrradag og í gær fórum við 20 mínútum of seint af stað frá Mosó og fengum pínkulítinn bíl sem þó nægði, við vorum ekki nema um 15 talsins í ferðinni kl. 17.50. Hressileg stelpa keyrði bílinn. Það gladdi femínistabeljuna í mér. Í Mosó beið m.a. hjólreiðamaður sem var í keppninni Hjólum í vinnuna. Þar sem hann er í samkeppni við Svövu Svanborgu, vinkonu mína og heilbrigðisfulltrúa, ákvað ég að sprauta manninn með sérstöku nennekkaðhjóla-efni sem virkar í nokkra daga. Held að Umhverfisstofnun eigi nú sigurinn vísan. Samt skrýtið að halda að það teljist með að hjóla frá Ártúni í Kópavog ... hann býr á Akranesi og klaga ég hann hér með þótt hann sé Húsvíkingur!

Hverjir ætla ekki að horfa á leikinn í kvöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þótt ég elski nú bílstjórana mína fá þeir ekki gistingu í himnaríki ... ég er of vel upp alin til þess. Bilanir pirra mig ekkert, finnst þetta bara aukaævintýri. Er heldur ekki bundin við klukkuna. Ef mér seinkar mikið þá vinn ég bara lengur, ekkert mál. 

Held að ferðum Skagavagnsins fækki ekki, ekki viss samt. Það verður spennandi að vita hvenær leið 18 verður niðri í Stórhöfða á morgnana eftir breytinguna, fúlt að þurfa að bíða of lengi þegar maður er kominn svona nálægt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla að horfa á leikinn í kvöld nú á kallin sjoppan  hvenær byrjar leikurinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ég er ekki að horfa á leikinn en ég heyri í honum hérna fyrir aftan mig..strákarnir sitja límdir yfir honum. Ég bara blogga á meðan um skemmtun dagsins. MARK!!!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég horfi á öngvan leik og allra síst kl. 9.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hvaða leik?

SigrúnSveitó, 23.5.2007 kl. 21:14

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sem lauk fyrir stuttu ... 2-1 fyrir AC-Milan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 21:20

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eins gott að ég missti af leiknum, ekki sátt við úrslitin en allir veðbankar spáðu nákvæmlega þessum úrslitum :-(

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.5.2007 kl. 22:18

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Annar leikur? Hmmm, bara amríska ædolið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 656
  • Frá upphafi: 1525017

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband