Bæjarleyfi og pílagrímsferð

Gemsinn hringdi kl. 9.30 í morgun, dag númer tvö í sumarleyfi. Ég gat ekki svarað vegna syfju, enda síminn heilli herbergislengd í burtu. Ef Katla er farin að gjósa þá skiptir hálftími eða klukkutími engu máli. Jú, kannski Katla en flest annað ekki. Svo gleymdi ég í tvo tíma að kíkja hver hefði hringt, algjör bjáni. Þetta var ekkert mikilvægt, sjúkkitt!

SúfistinnÆtla að skreppa í bæjarferð á eftir, koma aðeins við í vinnunni til að hlæja að þessum elskum sem eru ekki í sumarfríi og fara svo á Súfistann á eftir. Þetta verður hálfgerð pílagrímsferð á slóðir Guðnýjar Önnu, elskulegrar bloggvinkonu, kannski rekst ég á hana þar. 

Vil til öryggis (ef fleiri bloggvinir verða á staðnum) vekja athygli á því að gleraugun mín eru of dauf, ég sé ekki nógu vel frá mér og heilsa því ekki fólki t.d. hinum megin við götuna af því að ég sé það ekki. Þetta eru ekki merkilegheit. Spurning hvort ég sjái vel á milli borða í Súfistanum. Sjóntækjafræðingnum mínum finnst svo spennandi að ég skuli ekki vera komin með neina fjarsýni (kona á mínum aldri) að hann vill engu breyta til að gera augun ekki löt! Sparar mér vissulega stórar fjárhæðir.

Hér er hlekkur (aftur) á uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Þeir sem vilja hlusta á það ættu að hækka ... lagið byrjar rólega en svo eykst krafturinn, úje! Þetta er sko Goran Bregovic, sá eini og sanni.    
http://radioblogclub.com/open/90224/ederlezi/Goran%20Bregovic%20-%20Ederlezi%20-%20Le%20Temps%20des%20Gitans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 12:15

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku Gurrí mín, heldurðu ekki að þinn forfallni Súfista-bloggvinur sé fastur í klóm bronchitis, tonsillitis, sinusitis og fleiri veirutengdra unaðssemda? Úff, maður lifandi og dauður. Væri ég itis-laus, hebbði ég sko bara drifið mig á mitt gamla borð til að hitta þig yfir kakóbolla með rjómafroðu og herragarðssnittu! Later, later....!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.5.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þetta er nokkuð gott "plott" hjá þér - þú sérð mjög vel en það "lúkkar" betur ef allir koma til þín til að heilsa upp á þig.  En ef ég verð einhverstaðar í nágrenni við þig í dag - sem aðra daga - mun ég flaðra upp um þig af einskærri gleði yfir að fá að njóta nærveru þinnar.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góða skemmtun Gurrí mín. Kemst ekki frá í dag en láttu mig vita næst þegar þú átt leið í bæinn.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:29

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já gurrí skemmtu þér vel en ég er ekki farin að gjósa enn það líður að því.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.5.2007 kl. 21:21

7 Smámynd: www.zordis.com

Glæpur að hringja svona snemma í konu sem er í fríi og það á öðrum degi!  Vona að þú hafir notið dagsins

www.zordis.com, 24.5.2007 kl. 22:14

8 Smámynd: Andrés.si

Ég drakk of mikið kaffí í dag. Fyrir útan blöndu á Sufístan bjó ég tyrkneskt kaffí. Hmm. Það er en sterkara, þannig að þetta siðasta heldur míg á blogginu en lengra. :) 

Andrés.si, 24.5.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 169
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 1525160

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 684
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband