24.5.2007 | 23:23
Magnaðir kossar Sverris Stormsker, Súfistadeit og fleira
Hvorki rúta né langferðabíll birtist á Garðabrautinni rétt fyrir eitt í dag, heldur venjulegur Rvíkurstrætisvagn! Gummi bílstjóri sat undir stýri og ég gaf honum DV-ið mitt þegar ég var búin að lesa það. Það borgaði sig heldur betur því að Gummi var á leið í bæinn (síðasta ferð fyrir þriggja tíma pásuna) og ég fékk að sitja í að venjulegu stoppistöðinni minni við Vesturlandsveginn. Þegar ég kom niður í Stórhöfða til að sækja Bensinn sá ég að það var líka sprungið að framan hægra megin og afturdekkið hálfvindlaust. Ég steinhætti við að kaupa bílkvikindið og stakk 500 þúsund kallinum aftur í veskið.
Opnaði póstinn minn í vinnunni og fann svarbréf frá Þórhalli hjá Strætó bs. Ég hafði sent inn fyrirspurn um stoppistöðina við Garðabraut ... það þýðir ekkert að sitja heima og væla yfir óréttlæti heimsins, heldur gerir maður eitthvað í því! Í ljós kom að ég hafði rétt fyrir mér, stoppistöðin þegar maður kemur frá Reykjavík á að vera beint á móti hinni þannig að skiltið sem er fyrir framan KFUM rétt við hringtorgið er á röngum stað! Svo upplýsti hann mig um að ég mætti nota þennan strætó sem innanbæjarvagn um helgar og á kvöldin ef ég kæri mig um. Nota innanbæjarvagninn þegar hann gengur, enda er þar frábær þjónusta á ferð.
Sverrir Stormsker kom gangandi þegar ég var búin að svara Þórhalli almáttugum. Ég minnti hann á koss okkar fyrir utan Morgunblaðshöllina fyrir nokkrum árum. Stormsker hafði frétt frá móður sinni að ég spilaði lögin hans, m.a. Þórð og Ah bú í tíma og ótíma í útvarpinu og vildi þakka mér að hætti hússins.
Annars eru kossar Sverris magnaðir. Hann kyssti Evu, ástkæra frænku mína, um daginn og það leið yfir hana á eftir, hringt var í sjúkrabíl og allt! Þetta var útskýrt með einhverju öðru en við Eva vitum báðar að útgeislun Sverris er engu lík. Sverrir gaf mér eintak af nýju plötunni sinni sem hann sagði vera hugljúfa og ég trúi honum, hlakka til að hlusta.
Deitið á Súfistanum var mjög skemmtilegt þannig að ég er bara fegin að bloggvinir mínir fjölmenntu ekki. Tek það fram að þetta var ekki Jónsi, enda held ég að honum sé illa við mig innst inni.
Næstum þremur tímum og mörgum kaffibollum síðar kom Inga vinkona og sótti mig. Við borðuðum á Galito á Akranesi. Fengum guðdómlegan mat (1.500 kall á mann) og héldum saddar og sælar heim í himnaríki. Hún áttaði sig á því að hún hafði misst af þætti kvöldsins af þeim aðþrengdu en hún er langt á undan mér í áhorfi, enda með gervihnattardisk. Hún sagði mér nokkur leyndarmál úr þættinum sem ég ætla ekki að upplýsa hér. Maður er nú ekki algjör skepna. Mun missa af Boldinu á morgun líka ... en það gerir ekkert til, atburðarásin er svo ofboðslega hæg ... nema bloggvinur viti eitthvað ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 14
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1525174
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Kíkti á þessar aðþrengdu í kvöld, aldrei þessu vant, og komst að því að þulurinn er karlkyns núna? Hvenær gerðist það? Annars finnst mér þetta magnaðast sem þú ert að segja um Sverri.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2007 kl. 23:37
Gleymdi að geta þess að Sverrir kyssti mig aftur í dag, bara á kinnina, og það leið næstum yfir mig. Já, látni maðurinn hennar Bree var allt í einu sögumaðurinn í kvöld ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 23:40
Ó, Gurrí það er hræðilegur harmleikur í boldinu núna.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.5.2007 kl. 23:50
ó ... fær mar ekkert að vita meir?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 23:52
Maður á náttúrulega ekki sjéns í samanburði við Stormskerið. Bligh me. Sjáumst SAMT síðar á uppáhaldsskemmtistaðnum mínum í borginni....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2007 kl. 00:01
Var manni haldið útundan frá einhverjum bloggvinahittingi á Súfistanum HA???
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 00:41
Nojts, Jenný. Ég hitti bara EINN bloggvin á kaffihúsi. Það kallast nú varla bloggvinahittingur ... ja, eða hvað?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 00:50
Sæl Gurrí
Mikið svakaleg var gamn að sjá þig í dag !!
Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 01:04
Sömuleiðis frú Díana. Það var eiginlega alveg æðislegt! Hlakka til að kíkja á síðuna þína á morgun og sjá nýja barnið! Svo styttist í Vesturgötuheimsókn, hringi áður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 01:16
Rétt segir Diana. Mikið svakalega var gaman að sjá þíg í dag. Í tilefni þess er komin ný færsla hjá mér.
Andrés.si, 25.5.2007 kl. 01:24
Fleiri? Heheheheheh
. Þú ert nú meiri karlinn, Andrés. Hér reyni ég að trylla bloggvini mína úr forvitni ... Hver er dularfulli maðurinn sem Gurrí hitti á Súfistanum og þú bara opinberar allt! Það var reyndar líka mjög gaman að hitta þig í dag! 
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 01:36
Ég sagði bara að það var gaman a sjá þig.
Enda átti ég erindi á Lækjargötu. 
Andrés.si, 25.5.2007 kl. 01:45
Úps ... Gurrí bjáni. Ég finn eitthvað annað til að plata liðið með. Múahahahah!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 01:46
Þú segist vera að spila lög með Sverri Stormsker. Á hvaða útvarpsstöð?
Jens Guð, 25.5.2007 kl. 01:58
Fortíð ... var lengi á gömlu Aðalstöðinni (fyrst með bókmenntaþátt) en svo þátt lengst af eftir hádegi á laugardögum. Endaði svo á Útvarpi Sögu á meðan Fínn miðill rak stöðina og lék þar íslensk lög í nokkra mánuði frá kl. 15-18, minnir mig. Þá var stöðin í gömlu Moggahöllinni. Ætli ég hafi ekki verið útvarpsstjarna í um 10 ár allt í allt ... greinilega mjög eftirminnileg.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 02:05
Anna, karlsögumaðurinn í hinum aðþrengdu var bara í einum þætti.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.5.2007 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.