Dýrlingar sjúkra og flottur Stormsker

 
Bernadetta af LourdesMuna ekki allir eftir kraftaverkunum í Lourdes sem gerðust fyrir einni og hálfri öld? Ég man eftir mynd um þau í sjónvarpinu þegar ég var mjög lítil og sjónvarpið sýndi annað og meira en glæpónamyndir og annan óbjóð.
Bernadetta litla, elst sex systkina í bláfátækri fjölskyldu, fékk nokkrar heimsóknir frá heilagri guðsmóður og nunnur í grenndinni tóku hana að sér í kjölfarið. Þær kenndu henni að lesa og skrifa. Lindin við Lourdes, þar sem guðsmóðir birtist Bernadettu, hefur laðað yfir 200 milljón manns til sín, enda er hún talin búa yfir lækningamætti. Bernadetta er einn af fjölmörgum verndardýrlingum sjúkra. Dagarnir hennar eru 16. apríl og 18. febrúar.

Rafael erkiengillRafael erkiengill er einnig dýrlingur sjúkra og þeirra sem eru blindir eða sjónskertir. Hann er verndarengill geðveikra, hamingjuríkra samvista, ástar, hjúkrunarfólks, ferðalanga, ungs fólks, apótekara, fjárhirða (ekki bankafólks), gegn martröðum.  Dagarnir hans eru 29. september og  24. október.

Vona að Guðmundur sé ánægður með þetta ... 

Er að hlusta á plötu Stormskers, There is only one, hún er bara ansi flott.

 
Var þetta að jaðra við mannfyrirlitningu?“ spurði Sigmundur Ernir í hádegisviðtalinu.  Þýðing: „Jaðraði þetta við mannfyrirlitningu?“
Þarf ekki að fara að texta íslenskt sjónvarpsefni ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já "var þetta að jaðra við mannfyrirlitningu"    Ég á bara ekki orð     sammmála TEXTUM íslenska efnið og þá ekki bara fyrir heyrnarskerta !   kannski mætti tala um að "þýða" efnið

verst hvernig fór með bílinn góða ;) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.5.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, synd með Benzinn. Mig langaði svo í bíl ... hehehhe!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bara ein spurning Gurrí...er Stormsker á lausu??' Hann hefði nú gott af dvöl í himnríki skrattinn sá arna..hehe.

Djók....Ég spilaði nú oft lög með honum..Horfðu á björtu hliðarnar..en hann hefur aldrei kysst mig. Svo það er eitthvað meira þarna á bak við..þarna á milli ykkar meina ég!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er ekki ljóshærður. Anna frænka sagði að ég myndi giftast ljóshærðum manni með ættarnafn! Held að Stormsker sé heimilisfastur í Kína. Hann sagði mér alla vega að hann vætlaði að selja sjávarhöllina sína á Suðurnesjum. Við gætum annars horfst í augu yfir hafið, bæði með stjörnukíki! Hann sungið AH BÚ þegar hann segði mér upp ... vá, þvílík rómantík sem þú þyrlaðir upp í huga mínum, Katrín krútt.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí þú ert svo "dýrðleg"eitthvað!.  Er Sigmundur Ernir að missa það??

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 15:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sigmundur missir það aldrei ... þetta er bara smá hiksti, vona ég!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 16:11

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Rafael er minn maður. Sigmundur Ernir af öllum mönnum, jahérnahér. Svona eru málvillur og ambögur sjúklega smitandi. Jasvei.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:55

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Minn uppáhaldsdýrlingur er St. John the Dwarf.  Ferlega gaman að lesa um ævintýri dýrlinga. 

Svava S. Steinars, 25.5.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 727
  • Frá upphafi: 1525182

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 631
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband