Húmor er dauðans alvara

KaffivagninnÉg á eftir að sakna sápuóperunnar hans Hrólfs. Svartur húmor alla leið. Svona í anda föður míns heitins. Í eina skiptið sem ég hef séð hann hlæja tryllingslega, svo mikið að ég varð hálfhrædd, var þegar við fórum tvær dætur hans með honum á Kaffivagninn skömmu fyrir jól fyrir meira en 20 árum. Erfðaprinsinn og tvíburamamman (Úlfs og Ísaks) voru með í för. Börnin léku sér svo nálægt sjónum að ábyrgari móðurinni þótti nóg um. Hún kallaði á þau og lét þau koma inn til okkar.
„Úff, þau hefðu getað dottið í sjóinn og drukknað,“ sagði hún. Til að slá á aðeins léttari strengi sagði ég hughreystandi: „Ja, það hefði þá verið mun ódýrara að kaupa í jólamatinn.“

Auður HaraldsSkammast mín enn svolítið fyrir þetta ... en ég hef hitt margt fólk á lífsleiðinni sem er miklu verra. Ég á t.d. vinkonu sem hefur glímt við veikindi í mörg ár. Eitt sinn fékk hún dauðadóm á sjúkrahúsi og var sagt að hún ætti ekki mörg ár eftir (það gekk ekki eftir). Ég rauk til og færði henni bók eftir einn uppáhaldshöfundinn minn, Ung, há, feig og ljóshærð, og er eftir Auði Haralds. Hugsaði ekki út í titilinn ... Vinkona mín skellihló og sagðist uppfylla allt nema að vera hávaxin. Löngu síðar lá hún á sjúkrahúsi í London og glaðbeitt hjúkka kom til hennar og sagðist hafa fundið samtök fólks sem glímdi við sama sjúkdóm og hún. Hvort vinkona mín vildi kannski að hún reyndi að hafa upp á einhverjum þaðan fyrir hana. Vinkona mín samþykkti það. Nokkrum dögum síðar kom hjúkkan til hennar, alveg eyðilögð. Hún hafði engan fundið, allir í samtökunum voru dánir. Þetta bjargaði deginum fyrir vinkonu minni, henni fannst þetta svo hryllilega fyndið og hlær enn þegar hún segir frá þessu.

Paul og félagarÉg hef kommentað hjá bloggurum og oft ætlað að vera voða fyndin. Eins og þegar einn uppáhaldsbloggvinurinn minn, hann Jens Guð, skrifaði um óvinsældir eiginkonu Pauls MacCartney, hennar þarna sem Paul var að skilja við. Ég skellti inn kommenti um að við Íslendingar yrðum án efa alveg brjálaðir ef einhver myndi fara svona með Björgvin Halldórsson (eitthvað svona) ... en klikkaði á því að setja broskarl með. Varkár maður, Jens. Það væri auðvitað hræðilegt ef einhver kommentaði slíkt af einlægni og því yrði tekið sem húmor ...

Eins tók ég undir góðan húmor hjá skemmtilegum veðuráhugamanni og fékk kurteislegt svar frá honum um að ég yrði að lesa betur á milli línanna. Hann hélt að mér hefði verið alvara. Hann er nú bloggÓvinur minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auður Haralds er flott.  Á allar hennar bækur. Þú ert launfyndinn andsk.. kjéddling (vona að þú móðgist ekki) og þennan húmor þekki ég vel (sérstaklega með jólamatinn) og svona er mín fjölskylda.  Við suma í lífinu getur maður bara ekki "húmorast" við og það er út af því að það eru ekki til broskallar í samtölum.  Vesen, hvernig væri að fara að vinna að því máli.

Þú ert voða lagleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég lagleg? Nú, sástu mig í gær á Súfistanum, eins og svo margir? Hehehhe. Ég kenni mér reyndar alfarið um misskilninginn, það er samt svo fyndið þegar manni misheppnast að vera fyndinn ... eins og í þessum bloggaratilfellum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Vá, hvað ég er að skilja þig vel........mér er sagt að ég sé með svartan húmor......kolsvartan......og fáir sem skilja hann......en annars er ég bara hissa þegar fólk áttar sig ekki á kaldhæðni

Eva Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 16:25

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert yndi og fögnuður. Svona húmors/húmorsleysis/misskilnings/bókstafsskilnings-misskilningur er í rauninni ferlega fyndinn.  Samt vekur það stundum verulega umhugsun, sérstaklega þegar í hlut á vel gefið, vel skrifandi fólk, sem virðist nokkuð djúpviturt....!

Þetta er geggjuð mynd af Auði, má ég bæta henni í skáldkonusafnið mitt? Ég er skáldkvennasökker.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:52

5 identicon

Ég elska svartan húmor og ég elska húmor yfirhöfuð rosalega mikið. Þessi bloggheimur getur boðið upp á misskilning, en það getur lífið líka. Ég segi: "give him/her the benefit of doubt" ef ég er hissa á einhverjum kommentum. Hins vegar finnst mér líka gaman að svara vafasömum kommentum og upp úr því gæti orðið mikil rökræðusúpa ... 

Ég veit alla vega að þú ert yndisleg Gurrí, og ég elska það sem þú skrifar. Þú færð því til sönnunar. Og í viðbót færðu vegna þess að þú ert þú!

p.s.
Ég elska tilfinninguna þegar ég er  eldrauður í framan af skömm yfir því að hafa farið yfir strikið í húmor eða misst marks. Af hverju elska ég það? Vegna þess að það er lifandi sönnun þess að maður gerir vitleysur, maður er mennskur og þessar tilfinningar eru jafn nauðsynlegar og aðrar. Ég hef líka alltaf sagt: ég elska það virkilega að sýna fram á að einhver hafi vitlaust fyrir sér ... en ég elska það líka þegar mér er bent á að ég hafi haft vitlaust fyrir mér! Skrýtinn ég?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 18:07

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ásgeir Rúnar Helgason, 25.5.2007 kl. 18:43

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Auður er fín það er ekki hagt að segja annað.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 18:55

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held þetta sé mjög íslenskur húmor. Það þýðir ekki endilega að allir Íslendingar skilji hann, en ég myndi segja mun hærra hlutfall en í flestum öðrum löndum (fyrir utan nú að aðrar þjóðir skilja bara ekki íslensku svo vel).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.5.2007 kl. 19:00

9 Smámynd: Svava S. Steinars

Plís ekki gefa mér Ung, há, feig og ljóshærð....

Svava S. Steinars, 25.5.2007 kl. 21:58

10 Smámynd: Gerða Kristjáns

hahaha þú ert alveg ágætis

Gerða Kristjáns, 25.5.2007 kl. 22:30

11 Smámynd: halkatla

ég var að byrja að falla fyrir Hrólfi og er ákaflega döpur yfir brotthvarfi hans. Hann var hársbreidd frá því að breyta mér í antifemínista.

kaldhæðni miðlast einhvernvegin ekki eins vel á prenti einsog í tali, það er svoldið vandamál stundum þegar maður er að segja eitthvað á blogginu - meiraðsegja launfyndni og sérstaklega sú tilhneyging að segja eitthvað sem er andstætt raunveruleikanum miðlast heldur alls ekki vel. Ég á líka mjög bágt með að venja mig af þessu - en þú mátt vita að alltaf þegar þú vilt fá útrás fyrir eitthvað svona þá skaltu bara koma í heimsókn til mín

halkatla, 26.5.2007 kl. 00:54

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ó gvöð - ég gæti sagt ykkur svo margar sögur af minni fyndni........

.....sem er endalaust misskilin! Fólk skilur mig bara ekki

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 00:57

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við erum öll misskilin

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 02:59

14 Smámynd: www.zordis.com

Undursamleg vinkona þín!  Greinilega með húmorinn í lagi ........  Spurningin að taka lífinu ekki of alvarlega

www.zordis.com, 26.5.2007 kl. 06:42

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já einmitt..útlendingar eiga stundum afskaplega erfitt með að skilja þennan kaldhæðnishúmor okkar og ég hef nokkrum sinnum fengið alveg furðulegt augnaráð frá vinum mínum þegar að ég er að vera fyndin á íslensku...og ekki batnar það þegar maður fer svo að reyna að útskýra ljótu brandarana sína...æææææ. Þá kemur svona...og finnst þér það FYNDIÐ svipur á þau og þau gjörbreyta áliti sínu á mér....

Gurrí þú ert náttla fræg fyrir þinn einstaka húmör og ég vil ekki sjá annað en þú haldir að þroska hann eins og góðan ost.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 08:33

16 identicon

haha, ég er svona líka, kolsvartur húmor. Einn kunningi minn skemmtir sér svo aldrei betur en við að setja inn tröllafærslur hjá hneykslunargjörnum moggabloggurum (best að koma ekki upp um hver hann er).

Við skellihlógum til dæmis að hneyksluninni í liðinu þegar bandaríski prófessorinn sagði að það ætti frekar að sprengja Ísland en Íran. Og það urðu líka ýmsir fúlir þegar ég setti inn Pravda-heitasti staðurinn í dag plakatið eftir brunann.

En það er satt að það er stundum erfitt að koma frá sér svona húmor þannig að fólk skilji að manni er ekki alvara...

hildigunnur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 08:37

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veit að þessir allra, allra nánustu bloggvinir skilja þetta rugl í mér en auðvitað á ég ekkert að skreppa í heimsókn á ókunnugar bloggsíður og sjokkera fólk með "fyndni" minni. Það er ávísun á misskilning. Jenný flissaði bara þegar ég kallaði hana femínistabelju á kommentakerfinu hennar, enda held ég að hún hafi fattað væntumþykjuna og samhuginn ... þetta er eitt fyndnasta orð sem ég hef heyrt en ég sá það á kommentakerfinu hennar Katrínar Önnu, einhver sár, ungur maður sem skrifaði það. Ég argaði úr hlátri þegar ég sá þetta en ungi maðurinn meinti þetta innilega. Hehehhehe!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 91
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 796
  • Frá upphafi: 1525251

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband