Gísl á Makkaheimili!

Eftir stúdentspartíið í gær var mér rænt og ég hef verið í kósí gíslingu í Kópavogi. Hjálp samt! Sérstaklega af því að á þessu heimili er bara Makkadjöfull, undarleg tölva sem reynir að líkja eftir PC nema henni tekst það ekki. Það var ekki skynsemin í henni systur minni sem keypti þessa tölvu, heldur þrjóskan! Þetta eru fínar tölvur fyrir fólk sem vinnur við útlitshönnun en ekki aðra. Bíddu ... ó ... tölvan kann ekki við þessi orð mín ... Argggggg, hjálp ... Nei ... ekki éta mig.
Ef ég blogga ekki seinnipartinn í dag, kannski undir kvöld þá hefur Makkatölva étið mig. Segið löggunni það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Best að hringja strax í 122 eða 911 eða hvað var það ..... ekki gott að vera etin af makka! 

www.zordis.com, 26.5.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Saumakonan

Makkar eru skaðræði!!!!      Knús frá langtíburtistan

Saumakonan, 26.5.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, mæ godd. Zordís, þú myndir aldrei bjarga lífi mínu með því að hringja í þessi númer ... Hehehheheeh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kem og næ í þig þegar ég er búin með fimmtán Parkódin, þrjátíu skeiðar af Pektólíni, þrjá tissjúpakka og þrjátíu kaffibolla. Ég gæti ekki lifað með Makka, jafnvel ekki með fulla heilsu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.5.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er þetta margslungna íslenska mál - meinti sko, jafnvel með fulla heilsu....tjíhíhí, hvar eru tíurnar mínar í íslenskunni...hehehehe

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.5.2007 kl. 11:28

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha. Er einmitt að pikka á makka Bretans því Péséinn minn er aftur komin í yfirhalningu hjá tölvulækninum. Fæ ekki einu sinni broskallana upp hérna. Sammála, makkar eru tölvur útlitshönnuða.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ekki ekki notað svona tölvu, það fer alltaf eitthvað í eintóma vitleysu hjá mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2007 kl. 13:30

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var makkakona dauðans frá 198ttatíuog eitthvað og þar til fyrir 6 árum en þá voru Péséarnir búnir að stela umhverfinu frá Makkamönnum og síðan er ég PC-kona dauðans.  Makkar eru hreinn viðbjóður

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 14:12

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Slapp frá makkanum ... hata þessar tölvur innilega, skil ekki hvernig Hilda getur unnið í þessu tölvuumhverfi. Það er eitthvað svo druslulegt. Ætlaði að kíkja á nokkur blogg hjá vinunum mínum en makkinn neitaði alltaf að fara til baka. Urrrrr

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 16:21

10 identicon

uss, þú kannt bara ekki á þetta. Makkinn rúlar og pétur lafir.

Reyndar koma ekki broskallarnir upp á Safari (allt í lagi í Firefox) en það er helvítis moggablogganu að kenna, ekki stýrikerfinu...

hildigunnur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:29

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Makkinn góður fyrir tónsmíðar? Er það málið? 

Kjaftrífelsi dagsins var í boði frú Guðríðar. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:05

12 Smámynd: Ragnheiður

Ég er kannski gríðarlega heppin, ég held að ég hafi aldrei séð makka. Ja nema þennan á hausnum á mér en hann er meinlaus

Ragnheiður , 26.5.2007 kl. 17:51

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehheheeh, góð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:52

14 identicon

heh, já og bara allt hitt líka :D Safari er æði (ekki þeim að kenna að moblo sökkar), næsta skipti þegar þið sjáið flotta auglýsingu fyrir næsta pésa, bara muna: hún er unnin á makka...

Hef sagt hér áður, allt í fína að nota pétur, ef þið eruð ekki með Windows viðbjóðinn inni. Linux, Unix, ljómandi. Micro$oft, ekki!

hildigunnur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 127
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 1525287

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 724
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband