Fínasti föstudagur ...

Dobba og Magga ValaMikið var stúdentsveislan skemmtileg í gær. Flottar veitingar og skemmtilegir gestir. Dobba, mamma stúdentsins Möggu Völu, hélt veisluna heima hjá Jónu, stórusystur á Álftanesi. Ansi skemmtileg gestaþraut að finna stóra, rauða húsið. Hvað ætli séu mörg stór, rauð hús þarna?
Gummi bróðir, pabbi stúdentsins, kom með sushi í miklu magni og það þurfti að hrinda mér frá borðinu til að aðrir kæmust að, ég er brjáluð í sushi. Gummi bjó það til sjálfur, hélt að hann væri að grínast en frétti síðar að þau Mia systir hefðu verið að allt föstudagskvöldið.

SellebrittíiðVar með myndavélina og náði m.a. mynd af sellebrittinu á staðnum, Elvu Ósk leikkonu. Við þekkjumst reyndar, kynntumst 1987 þegar við vorum útvarpsstjörnur á Stjörnunni. Hún þurfti að hætta fljótlega þar sem Leiklistarskólinn var of tímafrekur. Kynnin hafa þó aldrei rofnað. Þegar ég var 11 ára og var í mánuð hjá Emmu frænku og fjölskyldu úti í Eyjum kynntist ég eldri systkinum hennar, Ástu Kötu og Hlyni. Svo endum við Elva sem vinkonur.

Gummi, Hilda og mammaÞetta er eins og þegar átti að finna handa mér vinkonu á Króknum þegar ég bjó þar eitt árið ... þá endaði ég sem vinkona systur hennar, Nönnu minnar, sem samt var í MA þennan vetur. Ég hef nokkrum sinnum hrósað henni fyrir að hafa gert dönskukennarann minn gráhærðan, fékk háar einkunnir þegar hún hjálpaði mér og lægri þess á milli. Múahahhahaha!

 

Húsráðendur á Álftanesi

Komst að því í stúdentaveislunni að Dobba á átta systur og einn bróður. Þekki flestar systurnar, sem eru frábærar, og spjallaði aðeins við bróðurinn eina og hann er mjög skemmtilegur, vann með Eddu uppáhaldsfrænku í Útvegsbankanum í gamla daga, sagði hann mér.

Á heimleiðinni sagði ég Gumma að ég hefði bloggað aðeins um pabba og húmorinn hans. Fékk þá sögu sem ég hafði ekki heyrt áður. Gummi var einu sinni með mikið hár og afar skeggprúður, hafði eflaust verið að leika í einhverri víkingamynd eftir Hrafn ...

Pabbi (hlýlega og með aðdáun): „Mikið held ég að þú værir góður í að leika Jesú í bíómynd!“
Gummi: (klökkur) „Ohhh, takk, pabbi minn.“
Pabbi: „Ég hefði svo einstaklega gaman af því að sjá þig krossfestan!“
Við Hilda skellihlógum en ekki mamma, enda bara 40 ár liðin síðan þau pabbi skildu.  

Áttaði mig svo á því áðan að ég hafði gleymt að gefa Möggu Völu stúdentsgjöfina .... argggg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir að taka mig með i veisluna!  Æði, svo gaman og fyndin sagan um Gumma á krossinum

www.zordis.com, 26.5.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona má spara og spara, með því að gleyma að gefa gjafirnar (ég er svo sniðug).  Skemmtilegar myndir og mikið rosalega hefur pabbi þinn verðið skemmtilegur maður.  40 ár frá skilnaði er ekki langur tími

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, hann var svo skemmtilegur. Hann kunni meira að segja að spá í bolla og ráða drauma. Sama hvað mig dreymdi táknaði það alltaf peninga eða tengdason (fyrir hann).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:44

4 Smámynd: SigrúnSveitó

ojpoj, sushi...hef reyndar aldrei smakkað sushi og ætla aldrei að gera það...hef aldrei haft sérstakan áhuga á því og alls ekki eftir að ég las um fólkið sem hafði fengið hringorm við að eta sushi...ormarnir hreiðruðu heimilislega um sig í hálsi "fórnarlambsins"!!!

SigrúnSveitó, 26.5.2007 kl. 18:47

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hnusssss!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvunning týmdi hún mamma þín að skilja við svona skemmtilegan og fjölhæfan kall? Gott að þú slappst úr prísundinni á Makkaheimilinu. Voðalega er hún Hildigunnur með miklar Pétursstuðningsyfirlýsingar. Ætli Makki hnífur henti ekki einmitt tónskáldum og hönnuðum.....?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 00:57

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skil ekki hvernig hún mamma tímdi þessu ... Pabbi hefur kannski hrekkt hana einum of oft og hún ekki með ættarhúmorinn! Hildigunnur er örugglega allt of gáfuð, skilst að bara svoleiðis fólk geti lært á asnalegt stjórnborðið í makkanum. Mér finnst svo þægilegt að vera svona stjúpid. (þetta segi ég bara af því að hún gaf mér messu eftir sjálfa sig á geisladiski í afmælisgjöf í fyrra, maður verður að halda henni góðri, hún er snilldartónskáld sko)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:06

8 identicon

Makki er pís of keik og mjög einfaldur og góður í notkun.

Búin með tvíburana og er byrjuð á tryggðarpantur.

Tvíburnarnir er frábær bók og krakatá kaffið klikkaði ekki heldur. 

Sigga (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:39

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært, elskan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 145
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 850
  • Frá upphafi: 1525305

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 742
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband