Dagsetjum draumana

GEggjunGuðrún Eggerts kom í stutta heimsókn á Skagann í dag. Ég var svo upptekin í gærkvöldi, náði ekki strætó heim og varð að gista í bænum. Sjónvarpað var frá þeim atburði sem gerði mig upptekna, beint á SkjáEinum, ég var þessi í dökkbleika/fjólubláa kjólnum með kórónuna.

jim careyVið Guðrún áttum stefnumót í Smáralind of oll pleisis og ókum þaðan sem leið lá á Skagann og beint í Skrúðgarðinn. Á leiðinni töluðum við ekki um karlmenn, kynlíf, mataruppskriftir og Opruh, eins og svo margir karlar halda að konur tali um. Við ræddum um hvað það væri sniðugt að setja sér markmið. Guðrún er búin að fara á NLP-námskeið og er ansi klár í fræðunum. Hún sagði mér sögu af Jim Carrey leikara. Hann var mjög fátækur einu sinni en með risastóra drauma um frægð, auðlegð og frama. Einn daginn skrifaði hann ávísun upp á milljón dollara og dagsetti hana fimm ár fram í tímann. Hann ákvað að eftir þessi fimm ár myndi hann geta innleyst ávísunina. Þegar hann opnaði veskið sitt sá hann ávísunin sem minnti hann á takmarkið. Eftir þessi fimm ár átti hann ekki bara eina milljón, heldur tvær.

ArnoldSvipað má segja um aðra stórstjörnu, Arnold Svartsenegger. Vinir hans í Austurríki skildu ekki þessa fáránlegu drauma hans um að vera heimsfrægur leikari í Hollywood. Með því að missa ekki sjónar á takmarkinu náði hann því. Kvæntist draumaprinsessu úr þekktustu ætt þeirra Kana og fékk hlutverk í algjörum töffaramyndum sem eru margar sígildar og gaman að horfa á reglulega.

Sagt er að best sé að dagsetja drauminn sinn, annars verður hann fastur inni í framtíðinni. Mig dreymdi alltaf um að búa við sjóinn. Sá draumur rættist í fyrra. Sá reyndar sjálft til þess, enda kemur ekkert svífandi til manns úr lausu lofti.

Hvað ætti ég að láta mig dreyma um næst? Frægð, auðlegð, sætan karl eða kannski deildarbikarinn fyrir ÍA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Alltaf gott að setja sé markmið, annars staðnar maður bara.......er með nokkur í pokahorninu, og stefni á fullri ferð í átt að þeim ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gangi þér vel, nýi bloggvinur! Ég ætla líka að segja mér nokkur mögnuð markmið ... er að hugsa málið. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Takk fyrir það :)

Eva Þorsteinsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þetta ekki bara beint upp úr secret??

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Man það ekki, var svo syfjuð þegar ég horfði á myndina að ég sofnaði trekk í trekk. Þarf að kíkja á hana aftur nú í sumarfríinu. Held samt að hún vinkona mín hafi ekki séð Secret, bara heyrt þessar sögur sem hún sagði mér, kannski á NLP- námskeiðunum sínum eða annars staðar, hún les líka mikið. Dónt nó ... Held að það sé fínt að láta sig dreyma og ekki verra ef maður ákveður að láta draumana rætast. Verst að það er bara svo fínt að lifa að mér dettur ekkert í hug. Nenni ekki að verða filmstjarna, nota heldur ekki föt númer núll.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:40

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

lol...Æ elsku Gurrí ef þú verður heimsfræg fyrir eitthvað verður það örugglega húmorinn þinn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvað um heimsfrið eins og sannri fegurðardrottningu sæmir? Klisjurnar klikka ekki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:01

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, heimsfriður. Það er eitthvað svo klént og útjaskað ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 558
  • Frá upphafi: 1525314

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband