26.5.2007 | 20:50
Blessað barnaland.is
Frétti að nafnið mitt hefði verið valið eitt ljótasta nafn allra tíma á barnalandi.is. Með grátstafinn í kverkunum kíkti ég á vefinn og jú, mörgum finnst nafnið mitt viðbjóður ... en öðrum ekki. Mér fannst t.d. nafnið Gróa hræðilega ljótt þangað til ég kynntist frábærri konu með því nafni.
Ferðaðist aðeins um barnalendurnar og hafði nú bara lúmskt gaman af. Fann m.a. hlekk þar sem sannleikurinn um Emil kemur fram en sá maður er vinsæll stórbloggari hér á Moggabloggi og skrifar mikið um ristað brauð.
Eitt og annað djúsí fannst þarna, eins og um kvænta manninn á einkamál.is sem montar sig af því við ókunnugar konur hvað hann er frábær í rúminu.
Hef heyrt margt ljótt um barnaland í gegnum tíðina en ég get ekki tekið undir það, alla vega ekki eftir þetta stutta kíkk. Þarna kasta ýmsar mömmur fram spurningum um eitthvað sem þær eru óöruggar með og fá svör frá reyndari mæðrum. Samstaðan virðist vera mikil, sérstaklega þegar kemur að erfiðum málum. Mikið var t.d. fallegt að lesa allar stuðningsyfirlýsingarnar til Ástu Lovísu sem liggur nú og safnar kröftum á líknardeildinni.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 4
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 561
- Frá upphafi: 1525317
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 486
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég vissi ekki um þennan spjallþráð á barnalandi.is fyrr en núna um daginn. Er samt mikið þar inni vegna heimasíðna barnabarnanna. Er nafnið þitt til umræðu? Þá eru vandamálin ekki stór. Það munar ekki um það bara viðbjóður. Ég ligg í kasti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 20:55
Sæl Gurrý. Engar áhyggjur. Guðríður er ágætis nafn. Já, blessað barnalandið. Ég var einn af þeim sem byrjaði þarna, þá sem faðir. Gafst svo upp því það var aftaka á læknum, verlsunum, og hvað eina hvern dag og svo var allskyns rugl farið að koma í gestabókina hjá barninu. Fór að endanum. Auðvitað er hægt að loka og læsa síðunum, en fjandinn! ÞEtta er barna...land.... Ekki bara land!
Gangi þér vel. Ertu eitthvað í útvarpinu núna?
Sveinn Hjörtur , 26.5.2007 kl. 20:56
Nei, Jenný, bara nöfn almennt voru til umræðu, bæði falleg og ljót. Mjög fróðlegt reyndar, smekkur greinilega misjafn, sem betur fer. Ég var nú ekkert rosalega ánægð með nafnið mitt alltaf ...
Hæ, Sveinn. Leitt að heyra þetta. Sá reyndar ekkert sem gæti talist mannorðsmorð í heimsókn minni, nema kannski pælingarnar um Emil en sitt sýndist hverjum þar. Ég er alveg hætt í útvarpinu og hef unnið hjá Vikunni í mörg ár, alsæl.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:01
Af hverju eru allir svona á móti Barnalandi.is?
Mæður sem eiga börn hljóta nú að mega tjá sig um menn og málefni líka!
Er þetta svona "ljótt" af því að þær eru ekki bara að spjalla um börnin sín?
Vil taka það fram að ég stunda nú ekki þennan vef, en mér finnst öll þessi neikvæða umræða um hann frekar fáránleg ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:28
Já, þær eiga bara að vera heilagar og tala un englana sína ... heheheh. Eitt form af kvennakúgun kannski?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:40
jebbs.........algerlega :)
Eva Þorsteinsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:44
Amma mín sem ól mig upp hét Guðríður. Hún var kölluð Gidda. Amma skammaðist sín fyrir nafnið sitt þegar hún var lítil. Henni fannst það svo dónalegt. hehe. Þetta reyndar lýsti ömmu mjög vel. Hún var svolítið á undan sinni samtíð. T.d. klippti hún af sér síða hárið sem unglingur þegar allar ungar stúlkur voru með sítt hár því henni fannst það svo óþægilegt. En nú er ég hætt að blogga á blogginu þínu.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 21:51
Mér finnst Guðríður flott nafn og Gurrí yndislegt gælunafn. Svipað og Þorsteinn og Doddi ...
Annars hef ég lengi grínast með öll nöfn sem ég hef getað fundið grínvinkil á, og þessi tvö fallegu nöfn (Guðríður og Þorsteinn) eru ekki undanskilin því. Enda er jafnfallegt fólk og við, sem ber jafnfallegt nafn og við, með svo góða kímnigáfu.
Góða helgi, sæta dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:12
Ohhh, Jóna mín, bloggaðu þegar þú vilt á blogginu mínu.
Mér var strítt á nafninu mínu aðeins í 7 ára bekk en svo uxu strákarnir upp úr því.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 22:17
Sá þig ekki sæti Doddi! Góða helgi, sömuleiðis!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 22:18
sko, klárt að maður má spjalla um eitthvað annað en börnin sín, en barnaland hefur að vissu leyti tekið við af málefnunum.com sem vettvangur sora íslensks samfélags, það er ekkert hægt að neita því. Auðvitað er fullt af fólki þar inni sem er með fulla greind og fínir spjallþræðir og allt, en hitt er bara þarna líka. Eva, það hefur enginn neitt á móti eðlilegum kurteislegum umræðum, það er bara hitt og þetta þarna inni annað.
don't start me on Emil, pleeeze... :D
og klárt, Guðríður er æðislegt nafn...
hildigunnur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:47
Guð ég bið fyrir Ástu Lovísu og fyrir Þórdísi sem er mjög veik með >krabbamein sem er góð vinkona dóttir minnar ég er mjög sorgmætt .
Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2007 kl. 22:49
innlitskvitt..
Hulda (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:53
jahá - mér þykir nú týra með blessuð nöfnin okkar - ég heyrði það nú um daginn að nafnið mitt væri nú bara fyrir "kellingar" jæja ég fór nú eitthvað að mótmæla en þá var nú bara sagt á móti og hvað ert þú gömul ég hváði og viðmælandi minn sagði þarna sérðu!! og ég líklega löglega orðin kelling. Af einhverri ástæðu ákváðu foreldrar okkar að skíra okkur þeim nöfnum sem við berum oftast alla ævi - oft er verið að skíra í höfuðið á einhverjum sem mér þykir nú góður og gagnlegur siður - fyrir þá sem hann í heiðri vilja hafa - og mjög líklega er einhver góð Guðríður í þinni fjölskyldu Gurrí mín sem þú heitir í höfuðið á og hún hlýtur að hafa verið miklum kostum gædd og hugsaðu þér bara að fá að bera nafnið hennar - þetta eru auðvitað forréttindi - við sem heitum nöfnum með tilgang - bara jibbbííí !! ja ekki vildi ég heita Natalía eða Kleópatra eða Lenoard eða eitthvað annað enn verra ég þekki sko börnin sem heita þessum nöfnum. börnin eru æði en nöfnin ég held ég venjist þeim aldrey - góð kveðja á skagann frá Ingibjörgu Sem heitir fullu nafni Ingibjörg Ragna Þengilsdóttir og býður einhver betur
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 26.5.2007 kl. 23:10
bara gleymdi aðeins - barnalandið gagnast mér vel þar sem ég á barnabarn í útlandinu og fæ reglulega fréttir og fallegar myndir af henni hún heitir þeim fallegu nöfnum Harpa María Magnúsdóttir og örugglega hægt að finna síðuna hennar á barnalandinu ef einhver vill sjá hvað hún er sæt og lík mér - ég hef ekki farið inn á spjallrásirnar á barnalandi síðan mér var sagt þar kurteislega að ég væri "gamaldags" af því ég benti ungri konu á sem spurði um ráð af því að hún ætlaði að taka 100% lán á íbúð sem hún var að kaupa og ég sagði henni að það borgaði sig alls ekki og hvað kom á daginn - það borgar sig ekki
kv aftur IRÞ
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 26.5.2007 kl. 23:16
álit á nöfnum er mjög mismunandi, einu sinni þoldi ég ekki nafnið Dagmar t.d en núna finnst mér það ótrúlega flott. Nafnið þitt er líka flott, ekta íslenskt og það er auðvitað best. Mitt nafn minnir alla á Noreg, það er bæði gott og slæmt
annars er ég mjög ánægð með nafnið mitt þessa dagana. Það er meiraðsegja orðið svakalega vinsælt svo að við verðum orðnar margar eftir nokkur ár.
halkatla, 26.5.2007 kl. 23:20
Amma hét Guðríður, mikil sómakona og alveg yndisleg amma. Ég er ánægð með að bera nafnið hennar. Gaman að sjá þig frú Ingibjörg og æðislegt að fá þig sem bloggvin.
Sammála þér Halkatla, Dagmar er flott nafn, finnst Anna Karen líka ljúft og fallegt. Man eiginlega ekki eftir neinu nafni sem mér finnst ljótt, þau venjast svo vel sum furðulegu nöfnin og hætta að vera ónefni.
Katla, ég held að hálf þjóðin fylgist með þeim vinkonum Þórdísi og Ástu Lovísu og sendi þeim fallegar hugsanir í veikindum þeirra. Þær eru algjörar ofurhetjur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 23:39
Ég pípi á svona ósmekklegheit; auðvitað er Guðríður alveg sérdeilis fallegt, íslenskt nafn. Og ekki reyna að mótmæla mér, ég hef absolútt rétt mat á mannanöfnum...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:05
Hehehhehe, hef algjöra trú á mati þínu, snillan mín. Hvernig gengur með Evrópumetið í nefrennsli?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:08
Ég hef oft lent í því að finnast nöfn ekki falleg en svo kynnist maður einhverjum sem heitir viðkomandi nafni og þá breytist álit manns um leið. Ekki það, mér finnst Guðríður fallegt nafn. Gat samt endalaust pirrað mig á nafni systur minnar þegar við vorum krakkar en það var illgirni ekki skoðun.
Það er margt sem fjallað er um á Barnalandi. Stuðningþræðirnir sem oft koma vegna einhvers sem á bágt sýna manni samt hið rétta innræti þeirra þarna. Ég er búin að vera skráður notandi þarna í mörg ár, fór upphaflega til að leita ráða með soninn sem er í ruglinu. Fékk nú fá ráð þarna enda eru þær mest smábarnamæður.
Ragnheiður , 27.5.2007 kl. 11:57
Ég hef aldrei komist inn í þennan Barnalandskúltúr enda fundist umræður þar mjög vafasamar og fólk með skítkast út í ókunnuga (já, jafnvel verra en hér á moggabloggi!). Ég kíki einstaka sinnum á barnasíðurnar en er ekki með síður fyrir mín börn.
Varðandi nöfn þá finnst mér varhugavert að vera að gagnrýna nafnaval. Það er mikið rétt að persóna getur gefið nafni svo sterkan persónuleika að maður lærir að meta nafn sem aldrei hljómaði vel áður. Ég heiti fullu nafni Sveinborg Laufey Ólafsdóttir og dregur fólk þá skrýtnu ályktun að ég hafi tekið fyrsta nafnið út þar sem mér þótti það ljótt. Málið er að ég var skírð í höfuðið á ömmu minni (Sveinborg) og eftir ömmusystur minni (Laufey) en var alla tíð kölluð Laufey, sennilega til að ekki yrði ruglingur með mig og ömmu. Nú sá ég ekki þetta nafnadæmi á kjaftalandi (úpps) en ætli fyrra nafn mitt hefði ekki lent í sama úrtakshópi og þitt nafn Gurrí mín!
Laufey Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 12:12
Sjálf heiti ég Guðríður Brynja og finnst það bara fínt
Aldrei verið strítt á því svo mark sé takandi á. Hver er munurinn á Guðríður og Sigríður...ja maður spyr sig...
Brynja Hjaltadóttir, 29.5.2007 kl. 00:54
... eða Ingiríður og Ástríður ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.