Njósnaskipið Sóley

Allt vitlaust við himnaríkiÞegar ég flutti á Skagann í fyrra hélt ég að ég fengi algjöran frið fyrir umferðinni. Mikill munur er á því að búa í kyrrlátu himnaríki eða við Hringbrautina í Reykjavík.

Í kvöld hefur einhvern veginn allt verið kolvitlaust. Gat ekki einu sinni horft á snilldarræmuna Blade fyrir spenningi og óttablandinni hræðslu úr hversdagsleikanum. Stórt, gult og undarlegt skip dólaði heillengi fyrir utan gluggann minn.

Eftir langa kyrrstöðu fór gula skipið af stað og ég sá þá mér til mikils hryllings að langt, dökkt og afar grunsamlegt skip sigldi lymskulega út úr Akraneshöfn. Magnþrota af viðbjóði mátti ég horfa upp á gula skipið sæta lagi og taka pláss hins skipsins sem hvarf undarlega hratt út í náttbirtuna með stefnuna á Keflavík eða Ameríku. Svo stóð heill bíll hérna á bílastæðinu fyrir neðan og tunglið, eða 3/4 þess, var beint fyrir ofan dökka skipið. Ég er enn með hjartslátt.

Annars verður bongóblíða á morgun, fimm stiga hiti og sól!Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er aftur á móti að skima eftir skipum á Skorradalsvatni - allt gert til að finna afsökun til að halda ekki áfram að skrifa söguna....... er þó komin lengra en síðast og gengur ágætlega. Nú er tunglið t.d. alvega að fara að hvíla sig á Skessuhorninu.... ég get örugglega horft á það í einhverjar mínútur :)

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 27.5.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég ráðlegg þér að skrá allar ferðir grunsamlegra skipa og bifreiða hjá þér. Gott að hafa þegar Taggart og Matlock leita til þín seinna meir eftir upplýsingum.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhahahaah! Mun fara að fyrirmælum yðar, frú Jóna. Ætla að vaka í alla nótt svo að ekkert fari framhjá mér.

Vona, Ingibjörg, að ég megi lesa meira, var einmitt að hugsa um þetta fyrr í kvöld!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:02

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Tókstu eftir ástþrungnu augnaráði stýrimannsins á gula skipinu? Ég held hann hafi verið að hugsa um brottnám. Fimm stiga hiti og sól gefur tilefni til letilegu í pálmalundi himnaríkis, með tropicana m/lime útí....n´est pas?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:09

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sumir (ég) eiga ekki skilið að eiga stjörnukíki! Fattaði ekki að kíkja í stýrishúsið. Sá bara að gula njósnaskipið heitir Sóley. Jú, það verða svalar svalir á morgun, ekki spurning! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sóley þýðir á rússnesku brottnemum Gurrí af Skaganum. Mæli með því að þú punktir þetta niður og felir blaðið

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 03:55

7 Smámynd: www.zordis.com

Grunsamleg umferð .... Ég sat í gærkvöldi og taldi moskitoflugur!  Ekkert grunsaml við það

www.zordis.com, 27.5.2007 kl. 08:35

8 Smámynd: Saumakonan

ha... HEILL bíll???? Grunsamlegt í hæsta máta..., hér eru þeir bara hálfir sko

Saumakonan, 27.5.2007 kl. 09:32

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guð hjálpi þér og þjóni frú Guðríður...þetta er feministasafnaraskipið..málað gult sem dulbúningur fyrir bleika litinn. Og Skipstýran engin önnur en Sóley sjálf...tókstu eftir hvort það voru ekki hrúgur af körlum bundnum í lestinni sem var búið að troða í bleika stuttermaboli sem á stendur "Við viljum jafnrétti" 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 09:44

10 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Það er alltaf dásamlegt á Akranesi að ég tali nú ekki um við höfnina hún er lífæðin.  Skorradalur og uppsveitirnar eru líka dásamlegir staðir. En best af öllu er að búa hér á Akranesi stutt í allt líka Snæfellsnesið og að sjá jökulin héðan er eins og börnin segja meiriháttar.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 570
  • Frá upphafi: 1525326

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband