27.5.2007 | 00:29
Njósnaskipið Sóley
Þegar ég flutti á Skagann í fyrra hélt ég að ég fengi algjöran frið fyrir umferðinni. Mikill munur er á því að búa í kyrrlátu himnaríki eða við Hringbrautina í Reykjavík.
Í kvöld hefur einhvern veginn allt verið kolvitlaust. Gat ekki einu sinni horft á snilldarræmuna Blade fyrir spenningi og óttablandinni hræðslu úr hversdagsleikanum. Stórt, gult og undarlegt skip dólaði heillengi fyrir utan gluggann minn.
Eftir langa kyrrstöðu fór gula skipið af stað og ég sá þá mér til mikils hryllings að langt, dökkt og afar grunsamlegt skip sigldi lymskulega út úr Akraneshöfn. Magnþrota af viðbjóði mátti ég horfa upp á gula skipið sæta lagi og taka pláss hins skipsins sem hvarf undarlega hratt út í náttbirtuna með stefnuna á Keflavík eða Ameríku. Svo stóð heill bíll hérna á bílastæðinu fyrir neðan og tunglið, eða 3/4 þess, var beint fyrir ofan dökka skipið. Ég er enn með hjartslátt.
Annars verður bongóblíða á morgun, fimm stiga hiti og sól!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 13
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 570
- Frá upphafi: 1525326
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 495
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er aftur á móti að skima eftir skipum á Skorradalsvatni - allt gert til að finna afsökun til að halda ekki áfram að skrifa söguna....... er þó komin lengra en síðast og gengur ágætlega. Nú er tunglið t.d. alvega að fara að hvíla sig á Skessuhorninu.... ég get örugglega horft á það í einhverjar mínútur :)
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 27.5.2007 kl. 00:52
Ég ráðlegg þér að skrá allar ferðir grunsamlegra skipa og bifreiða hjá þér. Gott að hafa þegar Taggart og Matlock leita til þín seinna meir eftir upplýsingum.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 00:55
Hahahhahahaah! Mun fara að fyrirmælum yðar, frú Jóna. Ætla að vaka í alla nótt svo að ekkert fari framhjá mér.
Vona, Ingibjörg, að ég megi lesa meira, var einmitt að hugsa um þetta fyrr í kvöld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:02
Tókstu eftir ástþrungnu augnaráði stýrimannsins á gula skipinu? Ég held hann hafi verið að hugsa um brottnám. Fimm stiga hiti og sól gefur tilefni til letilegu í pálmalundi himnaríkis, með tropicana m/lime útí....n´est pas?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:09
Sumir (ég) eiga ekki skilið að eiga stjörnukíki! Fattaði ekki að kíkja í stýrishúsið. Sá bara að gula njósnaskipið heitir Sóley. Jú, það verða svalar svalir á morgun, ekki spurning!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:10
Sóley þýðir á rússnesku brottnemum Gurrí af Skaganum. Mæli með því að þú punktir þetta niður og felir blaðið
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 03:55
Grunsamleg umferð .... Ég sat í gærkvöldi og taldi moskitoflugur! Ekkert grunsaml við það
www.zordis.com, 27.5.2007 kl. 08:35
ha... HEILL bíll???? Grunsamlegt í hæsta máta..., hér eru þeir bara hálfir sko
Saumakonan, 27.5.2007 kl. 09:32
Guð hjálpi þér og þjóni frú Guðríður...þetta er feministasafnaraskipið..málað gult sem dulbúningur fyrir bleika litinn. Og Skipstýran engin önnur en Sóley sjálf...tókstu eftir hvort það voru ekki hrúgur af körlum bundnum í lestinni sem var búið að troða í bleika stuttermaboli sem á stendur "Við viljum jafnrétti"
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 09:44
Það er alltaf dásamlegt á Akranesi að ég tali nú ekki um við höfnina hún er lífæðin. Skorradalur og uppsveitirnar eru líka dásamlegir staðir. En best af öllu er að búa hér á Akranesi stutt í allt líka Snæfellsnesið og að sjá jökulin héðan er eins og börnin segja meiriháttar.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.