Formúla, demantar og flott læri

HamiltonÉg lem hann Gunnlaug í Formúlunni. Hann var með nýju fegurðardrottninguna í viðtali áður en bílaeltingaleikurinn þarna hófst, æ, ég er of heimsk til að kunna að segja orðið kappakstur, enda bara kona. Hann spurði Jóhönnu að sjálfsögðu um demanta, eru ekki allar konur hrifnar af demöntum? Svo bað hann Jóhönnu um að velja SÆTASTA  Formúlu-ökumanninn. Hvernig fattaði Gunnlaugur að konur horfa bara á kappakstur vegna læranna á ökumönnunum? Já, ég drep hann Gunnlaug.

Ég segi nú samt eins og aðrar fegurðardrottningar: Áfram Hamilton.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Oj! Ég heyrði brot af þessu.....hann fær feitasta mínusinn !!

Ragnheiður , 27.5.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Gunna-Polly

go hamilton og alonso

Gunna-Polly, 27.5.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Gurrí mín fyrir að upplýsa mig. Ég nebblega sá einhverja voðalega sæta snót á skjánum áðan, bara svona útundan mér, og kappakstur á sjónvarpsskjá fyrir aftan hana og var að spá í hvaða hrikalega myndarlegu dömu þeir væru komnir með í kappaksturslýsingarnar. Heyrði þetta ekki en ó mæ gúddness hvað maðurinn hefur verið hallærislegur. Og hun greyið ekki þorað annað en að svara kurteislega.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhe, ég ætla ekkert að drepa hann Gunnlaug, hann er ágætur, ekki svo vanur að taka viðtöl, heldur lýsa leikjum. Stelpan sýndi honum kurteisi og hló ekkert kvikindislega að demanta- eða læraspurningum. Sammála Jóni Arnari, þetta er kynfixerað allt saman. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 14:13

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Áfram Gurrý segi ég nú bara

Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 1525341

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Vettvangsmynd
  • Seinni hluti
  • Fyrri hluti

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband