Gestagangur og kubbahrúga

Picture 1130Tók svefnherbergið mitt í gegn í gær og breytti, enda komið sumar. Nú get ég horft út á sjó from the bed. Áður var rúmið undir málverkinu vinstra megin. Í morgun var ég búin að búa um og gera voða fínt, kom inn í herbergi og skildi ég ekkert í hrúgunni undir sæng. Það reyndist vera Kubbur.  

Hér verður lítið bloggað í dag vegna gestagangs en í kvöld og á morgun verð ég í gíslingu á Makkaheimili. Tekið verður á móti samúðarkveðjum í kommentakerfinu. Eigið dásamlegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

votta þér mínar innilegustu samúðar kveðjur

en mér tókst nú einu sinni að breyta makka úr arabísku yfir á íslensku þegar ég pc konan var bðein að koma að laga tölvu sem var á einhverju furðulegu tungumáli

Gunna-Polly, 28.5.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gurrí mín, komdu nú í kaffi einhvern tímann og ég skal kenna þér á Makkann, svo þú þurfir ekki að pínast svona í heimsóknum hjá systur þinni :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.5.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Makkar eru góðir. Þetta er bara spurning um viðhorfsbreytingu .

Líst vel á svefnherbergið. Má ég gista hjá þér á meðan þú ert að heiman?

Laufey Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla að vona að það sé rúllugardína fyrir glugganum svo þú sólbrennir ekki í miðnætursólinni.  Votta þér mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 16:38

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið áttu gott að getað séð út á sjó það er svo notaelegt  svo vill ég votta þér

mínar samúðar kveðjur,

Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2007 kl. 17:38

6 Smámynd: Saumakonan

ohhh ég myndi vilja breyta í mínu svefnherbergi þar sem kassar eru staflaðir ofaná hver öðrum *dæs*

En.... ég fæ líka NÝTT svefnherbergi bráðum svo ég hugga mig við að ÞAÐ verður æðislegt!   Kósí með panel á súðinni og útvegg... apríkósulitur veggur á móti... vínrauðar gardínur og vínrautt bútasaumsteppi á rúmi með RISA útsaumuðu teppi í miðju eftir sjálfa mig....    aahhhhhhhh... get ekki beeeeeðið!!!!

Saumakonan, 28.5.2007 kl. 18:34

7 Smámynd: Fararstjórinn

Ég er með tillögu: Alveg eins og þú sérð ljósið í breytta herberginu, þá ættirðu að grípa tækifærið og koma úr myrkrinu, inn í heim Makkanna

Fararstjórinn, 28.5.2007 kl. 21:54

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Konunglegt útsýni af beddanum; eða ætti ég kannski að segja drottningarlegt? Elskan mín, fáðu systur þína til að skipta Makkanum út....Þá getur þú sæl og glöð farið í heimsóknir til hennar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:29

9 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Gurrí mín, ég hélt ég gæti treyst á þig en það er EKKERT um BOLDIÐ alla síðustu viku! Og ég sem hélt ég gæti yfirgefið landið í smátíma ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:36

10 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Makkar eru góðir. Þú þarft bara að kynnast þeim betur.

Svala Jónsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:58

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gurrí mín, við erum umkringdar einhverjum makkarónum alls staðar, Borghildur, Halldór, hluti heimilis Elísabetar, Óli meira að segja með Linux á Makka og PC (blandað kerfi) og gott ef Sigrún er ekki með makka líka. Og ég veit ég er að gleyma einhverju, já Heiðu. Skil bara ekkert í þessu. En útsýnið úr rúminu rokkar. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.5.2007 kl. 23:05

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svefnherbergið yndislegt. Ég er búin að vera að pikka á makka Bretans og það bara venst. En þið makka-eigendur VINSAMLEGA SEGIÐ MÉR AFHVERJU BROSKARLARNIR BIRTAST MÉR EKKI HÉR Í MAKKA-HEIMI OG EKKI HELDUR TENGILL, MYNDIR (þegar maður ætlar að setja mynd eða link inn í blogg) O.SFRV. Í STJÓRNBORÐINU. Sakna broskallanna minna.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.5.2007 kl. 00:06

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hilda elskar Svölu, Jónu, Fararstjórann, Laufeyju og Hildigunni. Þetta lið makkar sig saman.

Stalst í tölvu eitt augnablik bara til að kíkja ... Boldið verður stórkostlegt Vilborg mín í vikunni! Sá bara ógreinilegar glefsur í boldinu en mun taka þetta alvarlegar á næstunni. Maður bregst ekki bloggvinunum ....

Makkarónur / makkarónar ... hahahaha, Anna, þú ert snillingur. Myndi setja broskarl núna ef það væri hægt í Makkanum. Fnussss

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 00:45

14 identicon

Hæ elsku frænka!

Svo gaman að lesa bloggið þitt, þú ert frábær! :-) Veit ekki hvort þetta kemst til skila, en þannig er að ég er búin að skrifa þér tvö bréf á fína MAKKANN minn, en ekki hafa þau komist til skila!!?? (Er nú hætt að skilja þetta??) Eru þetta samantekin ráð hjá ykkur PC-notendum??)

Bloggið þitt er svo skemmtilegt og er ég búin að lesa það allt og bíð á hverjum degi eftir nýju! Er stödd í Sydney Astralíu.

Mikið eru tvíburarnir yndislegir, eru þeir ekki pínu Höddu og Binnu legir??

Ég kveð í bili og sendi kærar kveðjur til ykkar allra og spes kveðja til Binnu frænku.

Þín frænka

Berglind

Berglind Svansdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 05:15

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Knús í kópavoginn.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 10:04

16 Smámynd: Ólafur fannberg

knús á þriðjudegi...er ekki annars þriðjudagur?

Ólafur fannberg, 29.5.2007 kl. 10:54

17 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég bara frábið mér allt illt umtal um makkann - my precius

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 11:16

18 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Allir makkabyrjendur... NOTA FIREFOX þegar farið er á netið. Þá á ekki að vera neitt tenglarugl. Ég er pikkandi á makkann minn í þessum töluðu orðum og nota broskalla að vild!!! sko, ekkert mál! Bestu kaup sem ég hef á ævinni gert... my presssioussss

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 11:54

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vissi að mér tækist að æsa upp Makkarónurnar, múahahahhaha! Tölvan hennar Hildu er voða flott. Einn galli, ef ég t.d. kíki á kommentin mín frá tölvunni þá kemst ég ekki til baka, verð að fara á "forsíða". Vantar BACK dæmið ... til að komast til baka um eina síðu. 

HÆ, BERGLIND, elsku frænka!!! Tvíbbarnir eru Höddu og Binnu-legir, rétt hjá þér. Kærar kveðjur yfir hnöttinn, skila kveðju til múttu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 16:59

20 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Þú ert búin að ýta á mig með mína drauma, elsku Gurrí mín, því ég ætla mér að eiga hús eða íbúð við sjóinn innan við tíu ár, því að mikið er útsýnið frá rúminu þínu yndislegt. Það kom bara friður yfir mig, og smá öfundsýki, að sjá breytinguna á svefnherberginu þínu, mikið hefurðu það nú gott, til hamingju með þetta, elskan!!

Ég verð að votta þér samúðarkveðjur yfir Makkann, get ekki skilið af hverju fólk kaupir svoleiðis tölvur, en hvað veit ég svosem? Ég er loksins lifnuð við aftur eftir Chicago ferðina mína, þannig að ég er komin aftur í bloggheiminn minn, og sit hér brosandi eftir lesturinn, takk fyrir frábært blogg, þú ert yndisleg

Njóttu dagsins, elskan, og sumarfrísins, sem að þú átt svo innilega skilið. Heyrumst og sjáumst vonandi í Júlí...

Bertha Sigmundsdóttir, 29.5.2007 kl. 17:53

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er með back-dæmið er þetta ekki stillingaratriðið?

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 17:57

22 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég er með back dæmið líka, bæði í firefox og safari... Kanntiggjáidda, liggaliggalái!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 21:23

23 identicon

Er að læra á Makkann minn og voða ánægð með hann. En kann ekki að setja inn broskarlana :-) Getur einhver hjálpað??

Berglind (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:16

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snillingarnir hér að ofan tala um Firefox! Hvað sem það þýðir. Hmmm!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 00:21

25 identicon

Takk fyrir frænka. Firefox er málid

Berglind (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:38

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gurrí þó! Þekkirðu ekki Firefox??? Það er svo þúsund sinnum betri vafri en IE (já, ég er að tala um á Péturstölvur)

micro$oft sökkar...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.5.2007 kl. 14:32

27 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er með Firefox ... Óli sonur Önnu vinkonu setti hann inn hjá mér, meira veit ég ekki. Er bara ánægð og þá er allt í fína.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 552
  • Frá upphafi: 1525394

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Eldum rétt
  • Gamla bakaríið
  • Mosakrútt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband