29.5.2007 | 23:11
Heitar hannyrðir og rjúkandi rómantík
Við Hilda skruppum í Evróprís á Selfossi. Fann þar kynstrin öll af garni sem ég heillaðist af, gamall hannyrðaáhugi vaknaði, líklega söknuður eftir gömlu myndarskapsheklugardínunum mínum sem áttu að prýða Hringbrautina en gera það ekki. Nú verður bara búið til nýtt gardínudæmi. Þrjár risastórar dokkur af drapplituðu heklugarni skullu ofan í körfuna ... í eina skiptið sem mér finnst drapplitt í lagi nálægt sjálfri mér og ég verð ekki eins og undanrenna í framan er þegar kemur að hekluðum gardínum.
Féll líka fyrir grófara garni í ýmsum flottum litum. Veit ekkert hvað ég geri við það. Set það kannski í sæta körfu og hef upp á punt ... nja, ætli ég prófi ekki frekar að hekla teppi úr ferningum (æ, get ekki sagt dúllur, það minnir svo á bloggvinina ... djók ... skrifaði fyrst dúlluteppi en það var hræðilega væmið á prenti).
Þetta er eitthvað öfugsnúið ... hannyrðaáhugi á að koma yfir vetrartímann, hefði ég haldið. Saumakonan og annað áhugafólk um hannyrðir hefur ýmislegt á samviskunni, held ég. Eða Evróprís með svona flott garn.
Svo er ég mjög fúl út í Hrannar hér á blogginu (don). Hann hefur lengi skemmt mér með kvikmynda- og kvikmyndatónlistarspjalli á síðu sinni. Hann setti nýtlega eitt dúllulegasta lag ever á bloggið sitt, lagið úr Ghost, og ég fann fyrir oggulítilli rómantík í hjarta mínu.
Svona gerir maður ekki atvinnupiparjúnkum með kalið hjarta, eða náttúrulausum kerlingum, eins og Lóa, vinkona okkar Hildu, myndi orða það.
Jæja, nú er bara að vita hvort heklunálar fyrirfinnist í himnaríki.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 5
- Sl. sólarhring: 145
- Sl. viku: 486
- Frá upphafi: 1526823
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 414
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 23:13
Ohhh, takk! Ég er nú ekki byrjuð. Næst er að leita að heklunál, svo að finna flotta gardínuuppskrift og þarnæst hefjast handa. Getur tekið tímann sinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:18
Góða skemmtun Gurrí mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.5.2007 kl. 23:22
Mér líst vel á litina í garninu sem þú keyptir...alveg æðislegir...Drappað er alveg ok svo framarlega sem áran þín er ekki dröppuð darling. Hlakka til að sjá heklulistina þína þegar hún verður tilbúin....og hef ekki storar áhyggjur af að veðrið tefji þig mikið frá heklinu. Þú ert nú einu sinni á íslandi
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 23:22
Ég veit um gardínuuppskrift. Af og til eru einhver stað í Skeifuni seldar borð dúkkar á mjög lágu verði. Þannig færðu garðinur í svefnherbergi til dæmis (mynd í fyrra bloggi) á 500 kr. :)
Andrés.si, 29.5.2007 kl. 23:27
Ég vildi að ég kynni þetta fyrirbæri..... þ.e.a.s. að hekla :)
Eva Þorsteinsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:45
Oh, namm hannyrðir. Takk fyrir að minna mig á þennan vanrækta þátt í tilveru okkar beggja. Við ættum að stofna saumaklúbb í mars á næsta ári, líst þér ekki vel á það?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.5.2007 kl. 00:05
Þú getur lesið þér til um glæstar vonir á hannyrðasviðinu á síðunni minni
Vilborg Valgarðsdóttir, 30.5.2007 kl. 00:07
Gurrý, maður heklunálast ekki á sumrin darling......farðu og fáðu þér ís!
Heiða Þórðar, 30.5.2007 kl. 00:10
Líst vel á saumaklúbb, Anna. Ætla að æfa mig helling þangað til.
Andrés, það er miklu skemmtilegra að hekla en að kaupa dúk ... takk fyrir hugmyndina samt.
Eva, reyndu að fá einhvern til að kenna þér, þetta er rosalega gaman. Á sínum tíma las ég og fór eftir hekluuppskriftum á SÆNSKU og kann ekki stakt orð í málinu! Áhuginn ber mann hálfa leið. Dobbelmaska eitthvað .... já, og ís er góður með hekli, rétt er það. Kíki núna, Vilborg!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 00:11
Gurrí hvað meinarðu eiginlega með því að hannyrðir eigi að tengjast skammdeginu. Það er yndislegt að sitja úti (hugsaðu þér svalirnar í himnaríki, ég tala nú ekki um ef svalamennirnir eru þar ennþá) og hannyrðast í sólinni. Hef eytt löngum stundum í garðinum við útsaum því mér þykir svo ofsalega leiðinlegt að liggja í sólbaði. Betra að nýta tímann og gera eitthvað.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 01:48
Hannyrðir ... ? Útleggst það ekki á ensku sem: "He talks" ??
(hmm, næturgalsi og best að koma sér í rúmið - góða nótt elsku dúlla
)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 02:44
Ég legg til að við bloggvinir Gurríar mætum öll sem ein heim til hennarog framkvæmum einhverskonar inngrip í þetta hannyrðamál frúarinnar. Hannyrðirnar geta farið að hafa áhrif á blogg-framgang hennar og þá er þetta orðið vandamál í blogg-fjölskyldunni....... Hjálpum henni öll - svo hún geti svo tekið ábyrgð á eigin lífi! Ekki viljum við að hún verði hannyrðum að bráð - eða hvað. Hæ - ég heiti Gurrí og ég er hannyrðakona.......................
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 30.5.2007 kl. 08:26
mmm Það er ekki laust við að það hafi farið um mig svona nettur hannyrðafílingur..ég hafði nefnilega gaman að því að hekla og prjóna og solleiðis þótt ég kláraði nú aldrei það sem ég byrjaði á. Í mesta lagi einn ullarsokk. Og ég á hálfkláraðann gráan trefil ofaní skúffu.
En ég myndi aldrei nenna þessu að sumri til.. er ekki í lagi Guðríður?
Hvað með göngutúr í fjörunni..hjólreiðatúr í Hvalfirði..hestbak í Borgarfirði ..karlaveiðar um sveitirnar?
Ja ekki nema þú ætlir að taka nálina með þér?
Ester Júlía, 30.5.2007 kl. 08:27
Hahhahaha, heklunál yrði án efa hið fínasta vopn á karlaveiðum. Best að detta ekkert ofan í handavinnuna í sumar, hafa hana bara til vara ef bloggandinn bregst ... Er nú ekkert byrjuð á neinu hekli heldur ... Mér finnst reyndar mjög leiðinlegt í sólbaði, ekki get ég bloggað á meðan, þá er handavinna skárri.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 12:37
Haaaa... ég eitthvað á samviskunni???? *flaut*
Veistu það Gurrí mín að ég skammast mín EKKERT!!! Hannyrðir eru algert must fyrir geðheilsuna (allavega hjá mér) og ég er sko til í SAUMAKLÚBB!!! Ferðast jafnvel alla leið til Himnaríkis ef um góðan saumaklúbb er að ræða ( og þá meina ég SAUMAklúbb... ekki kjaftaklúbb hehee) 
Eins get ég miðlað af mínum ógrynni uppskrifta.... Heklu.. prjóna... útsaums... just name it!!! Á einhversstaðar alveg dobíu af dúka og gardínu heklumynstrum þar sem ég var svo hrikalega dugleg einu sinni að ég heklaði fyrir mína glugga og á borðin.... og meira að segja prjónaði flestar peysur og húfur á börnin
Hef nú ekki tekið í prjóna eða heklunál í langan tíma þar sem útsaumurinn hefur haft yfirhöndina síðustu ár en er mikið að spá í að fara að prjóna húfur aftur 
Saumakonan, 30.5.2007 kl. 12:50
Nei...sund milli himnaríkis og borgarinnar er það eina rétta í stöðunni. Léttfætt og lítið klædd, næstum því nakin lkeggst hún til sunds himnaríkisdrottningin og herjar á miðin. Hugsaðu þér..þú gætir lent á sénsum með sækonungum og sjávarprinsum í stað þess að hökta með hærðum jarðarkörlum í rútu á milli staða. Ævintýri Guðríður..ævintýri. Um það er lífið kona!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 12:56
Það væri sko ekki leiðinlegt að fá þig í heimsókn í himnaríki í handavinnuheimsókn, vá ... á nokkur Marks-blöð sjálf en þyrfti örugglega aðstoð til að koma mér af stað. Býrðu ekki langt, langt í burtu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 12:56
Katrín! Sækonungur hljómar ekki illa! Best að kaupa bikiní!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 12:58
alveg útí langtíburtistan.... en maður skreppur nú kanski nær menningunni bráðlega
Kippi kanski með mér nokkrum blöðum í næstu ferð 
Saumakonan, 30.5.2007 kl. 13:03
dem... gleymdi... mig vantar e'mail Gurrí!!!
Saumakonan, 30.5.2007 kl. 13:06
Æðislegt ... það eru til svo flottar gardínur og það tekur alltaf tíma að finna það besta. Þá bíð ég róleg með grófa garnið, fæ þig til að kenna mér að búa til ferning (dúllu) sem ég sauma síðan saman ... eða eitthvað. Eða prjóna trefil úr þessu. Held að það sé engin hannyrðabúð á Skaganum, dríf mig í að kaupa heklunálar og svona. Það verður gaman að gefa þér gott kaffi í himnaríki, þér og þínum. Hlakka til.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 13:11
Er með gurri@mi.is
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.