Fjallageitur á leiðinni og gospel-fordómar

Ásta og arkitektinn á AkrafjalliFékk símhringingu ofan af Akrafjalli áðan. Tvær fjallgöngugeitur ætla að koma í kaffi á eftir og heimta pönnukökur eða eitthvað gott með kaffinu ... Það er svona að búa í alfaraleið.

Anna og Sigríður eru komnar u.þ.b. 400 metra upp á fjallið og búast við að þær verði komnar um sexleytið til mín. Pantar maður ekki bara eitthvað gott úr Einarsbúð?

Þessa mynd tók ég í ágúst í fyrra. Uppi á toppinum standa Ásta og arkitektinn, maður sem hún dró með sér í heimsókn til mín. Man að þau fengu afganga af afmælistertunni minni sem ég hafði samviskusamlega fryst handa húsfélagsformanninum og Guðmundi hennar Steingerðar þar sem þeir voru úti á sjó þegar veislan mín var. Ég sá þau vel í gegnum stjörnukíkinn og það nægir mér alveg að vita að þau hafi verið á toppnum þarna, sé það bara fyrir mér. Hélt arkitektinum eftir í nokkra daga, eða þar til ég fékk leið á honum. Hann slapp með því að lofa að kynna mig fyrir vini sínum, Gunnlaugi í Formúlunni. Ég bíð enn. Langt síðan ég hef komist í alvöruspjall um Formúluna. Kannski þeir kíki bara í afmælið mitt. Ef ég myndi nú hvað þessi indæli arkitekt heitir. 

Páll RósinkranzEr að horfa á splunkunýjan Hemma Gunn-þátt og Eiríkur Hauksson er í viðtali hjá honum. Ég hef ekki dulræna hæfileika en finn stundum hluti á mér. Á einhvern furðulegan hátt sé ég framtíð Eiríks þar sem hann situr þarna í sófanum hjá Hemma. Eiríkur verður beðinn um að syngja lag í undankeppni Evróvisjón fyrir okkur Íslendinga 2007, hann sigrar með flottu rokklagi ... en mér sýnist samt að hann nái ekki upp úr undankeppninni ytra. Margir munu tala um mafíu en þar sem svo mörg Austantjaldsríki komast í aðalkeppnina eigum við meiri von næst.  
Það klæðir Eirík mjög illa að syngja trúarlega tónlist ... svona eins og Pál Rósinkrans. Þetta geldir þá alveg þessa flottu rokkara!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

You've got mail

Saumakonan, 30.5.2007 kl. 14:00

2 identicon

Þú auðvitað galdrar fram pönnukökur og steikir kleinur oní svanga ferðalanga og ferð ekki að panta eitthvað úr Einarsbúð.....*HMMPRRRRF*

 En annars er líka ágætt að panta bara pizzu

Sigga (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Fyndið, er einmitt að hlusta á Eirík Hauksson syngja Go down Moses á íslensku um leið og ég les þetta og bara verð að kommenta. Sammála, þetta klæðir hann ekki og þá hvorugan, báðir missa sig alveg í tilgerðinni.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.5.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss hvað eru flottir rokkarar að syngja gospel?  Páll Rósinkranz var ekki lítið töff áður en hann klippti sig til heilagleika.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Segggðu ... hann seldi síðan einhverja væmni í bílförmum á meðan við sannir rokkaðdáendur sátum eftir með Jet Black Joe og sárt ennið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 486
  • Frá upphafi: 1526823

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband