30.5.2007 | 20:10
Bjartsýnar af fjallinu ...
Þær mættu skvísunar af fjallinu, illa lyktandi (að eigin sögn) og örmagna eftir fjallgönguna. Önnur alveg í spreng og fleygði köttunum til hliðar til að komast inn á gullsalerni himnaríkis. Svo lögðu þær til að ég kæmi með í næstu göngu. Bjartsýnar.
Þar sem ég hafði varið öllum deginum í að baka flatkökur, kleinur og randalínu var ég voða sátt við hvað þær röðuðu í sig af veisluborðinu. Megrun hvað!
Smámisskilningur úr Einarsbúð. Ég pantaði hálft brauð en sá á miðanum að stúlkan hafði skrifað hollt brauð. Fékk hollan brauðhlunk sem ég gaf annarri fjallageitinni. Hún gleymdi honum á borðinu. Ellý kemur í kvöld og þá reyni ég að þröngva brauðinu upp á hana.
Reyndi af alefli að fylgjast með boldinu þrátt fyrir gestakomu og sá að Bridget er enn ólétt, hún var bara að plata Nick sem rústaði einhverju herbergi. Fjallageiturnar voru skemmtilegri. Þeim fannst Brooke vera algjört beib. (tengdasonatálkvendið)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 7
- Sl. sólarhring: 284
- Sl. viku: 804
- Frá upphafi: 1516321
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 669
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég mundi eftir brauðinu þegar við vorum komnar langleiðina niður undir göng. Það var ekki nokkur leið til að fá Önnu til að snúa við. Veit ekki hvort hún hélt að Ómar myndi ekki taka við mér aftur ef hún skilaði mér svona seint heim (). Bæklingurinn er mættur í póstkassann. Bestu kveðjur,
Sigríður Jósefsdóttir, 30.5.2007 kl. 20:16
Takk elskan og takk fyrir komuna. Það var mjög notalegt að fá ykkur í kaffi. Ellý vinkona græðir bara brauðið, enda á hún fullt hús af börnum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 20:18
Jú, örugglega ... er ekki búið að spá frosti í helvíti? (fliss)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:01
Asskoti glæsilegar veitingar hjá þér, er þetta jóladúkur á borðinu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 23:26
Neibbs, borðið sjálft er rautt, svona gamaldags, ammrískt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:28
Ég er búin að setja upp jólaseríurnar í himnaríki eftir þetta jólatal ... umm, hvað ég hlakka til jólanna. Reyni að afplána sumarkvikindið, hausthelvítið og þá fer þetta að styttast!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:53
Ég verð soldið svangur af því að sjá þessa mynd ... stundum er leiðin að hjartanu mínu í gegnum magann ... þannig að ég sendi þér !!
Hlýjar kveðjur frá Akureyrinni!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:53
Þú kemur bara við í kaffi, Doddi minn, í næstu ferð í bæinn. Láttu mig vita áður, ég yrði eyðilögð ef ég væri bara úti í búð og rétt ókomin heim. Sjóðheitar kveðjur af Skaganum (varð að toppa þessar hlýju ...)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:57
jammí flatkökur!!!
Arg Gurrí... fékk póst aftur í hausinn þegar ég reyndi að senda... segir að pósthólfið þitt sé fullt!?
Saumakonan, 30.5.2007 kl. 23:58
Ohhhh, ég er að verða brjáluð á þessu pósthólfi. Verð að fara að hringja í Vodafon. Góði, yndislegi maðurinn sem svaraði kvarttölvupóstinum mínum sagði mér að hringja hvenær sem er og fá leiðbeiningar um hvernig ég gæti sett upp nýtt pósthólf. Kannski er bréfið of þungt ... er séns að þú setjir myndirnar af beru strákunum í tvö bréf? (djók)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:02
ussssss ekki kjafta svona frá!!!!!!!!!
Saumakonan, 31.5.2007 kl. 00:05
OOOh. Nokkrar svona fjallageitur (aðallega ein) í minni familíu sem er alltaf að reyna að fá mann upp á fjall. Ég er sennilega búin með allar afsakanir sem til eru og kannski notað einhverjar í tví- eða þrígang. Ég get svariða. Glætan að ég fari að príla á fjöll án þess að vera að flýja lögin eða mannlegt samfélag
Ég HATA Brooke. Finnst hún óþolandi og vona að þeir fari að gefa henni varanlegt frí. Ekki það að ég horfi á Bold and the beautiful eða neitt þannig
Laufey Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:18
Hehhehehe, vonda tálkvendið Brooke. Ég þoli ekki hitt kvikindið, væmna geðlækninn með bólgnu varirnar. Þær mættu báðar detta út mín vegna en hvað verður þá um Ken ... úps, ég meina Ridge.
Ekki láta fjallageiturnar þínar plata þig ... meira að segja færir björgunarsveitarmenn hafa fótbrotið sig í svona göngum, fussum svei. Hver nennir að pissa bak við klett, svita tryllingslega og engin sturta, fullt af flugum, úlfum, ljónum og ljótum fjallgöngumönnum að flækjast fyrir manni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:26
Ég fæ bara vatn í munninn að sjá þennan bakka hjá þér. Hvernig getur þú gert mér þetta svona rétt fyrir svefninn, nú verð ég að kíkja í ísskápinn og fá mér snarl.
Halla Rut , 31.5.2007 kl. 00:43
Brooke er bara svo LEIÐINLEG hún er alltaf nöldrandi í öllum og er svo ekkert skárri sjálf! Svo er hún með svona rödd sem nístir merg og bein. Eins og ég sagði... ekki það að ég horfi á þetta eða neitt Sammála um að varirnar eru of mikið. Konan var ágæt eins og hún var. Bölvað pjatt í þessu liði alltaf.
Einmitt! Glöð að hitta annan anti-fjallista. Þarna komstu með fleiri afsakanir fyrir mig! Takk! Nota þetta með ljótu fjallgöngumennina næst... ég ætla að spara pissa bakvið stein aðeins... úlfar og ljón fara sennilega í algeran spariflokk... svona ef ALLT annað bregst . Er búin að reyna að segja að mér finnist þetta bara ekki skemmtilegt en það þótti nú með eindæmum lélegt.
Laufey Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:44
Hver nennir að svitna tryllingslega? Þú ættir að spurja hana systur þína þegar hún píndi mig með sér í manndrápsgöngutúr í kvöld, svo fór hún í sund á eftir með Ólöfu vinkonu sinni og þar hömuðust þær lengi. Það er víst sprautan að þessum manndrápslabbitúrum. Hilda spurði mig hvort ég væri ekki með sundbolinn og ég var sem betur fer ekki með hann. Er á móti allri hreyfingu. Ég dreif mig heim og kveikti á sjónvarpinu með haug af sælgæti fyrir framan mig sem ég gúffaði í mig á methraða. Ekkert flatköku eða grænmetiskjaftæði neitt
Nei nei....svo við höldum okkur nú við sannleikann þá var þetta voðalega hressandi og ekki nema 20 mínútna labb. Ég hafði gaman af því
Sigga (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:49
Brooke er aðalsprautan í þáttunum en mér finnst sílikonöndin og leiðindagerpið maðurinn hennar alveg mega hverfa úr þáttunum í ónefndan tíma. Ég myndi ekki nenna að horfa á þetta ef að Brooke hyrfi.
Sigga (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:51
Sorrí, Halla Rut þetta var reyndar ógeðslega, hræðilega vont.
Held að Brooke, þótt leiðinleg sé, sé of stór persóna til að hverfa (kræst, hvers konar umræður eru þetta á virðulegu bloggi?). Gott hjá þér, Sigga, að dissa þessar sundóðu gellur ... iss, þær fá bara sveppi í tærnar og svona óbjóð. Sund er viðbjóður nema maður sé með einkalaug.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 01:05
Bóddið er ekkert án Amber
Gunna-Polly, 31.5.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.