13 árum seinna

LangisandurTíminn flýgur, það eru bráðum komin 13 ár síðan síðast.

Ég fór héðan yfir á DV-bloggið um hríð og einn daginn hurfu endanlega allar færslur allra sem höfðu bloggað þar sem er vægast sagt mjög grunsamlegt, Miðflokkurinn var ekki einu sinni til þá! En Moggabloggið er fínt - það stendur allt af sér.

Í ársbyrjun fann ég aukna þörf fyrir að láta ljós mitt skína víðar en á Facebook, Tinder, Snapchat, Instagram, Twitter og á vel völdum heimasíðum virtra fyrirtækja.

Það þarf nefnilega að skrifa um boldið, svartmáluð antíkhúsgögn, það þarf að segja frægðarsögur úr ræktinni, hetjusögur úr sóttkvínni í september og hvernig ég fór að því að hætta að reykja í apríl 2020 (grilláhöld og straubretti koma við sögu), það þarf líka að tala um skemmtilegar bækur og endurbæturnar í himnaríki.

Sjórinn minn er alltaf jafnfallegur eins og sést á myndinni, ef mér tekst að koma henni inn.Ég kann ekkert á bloggið lengur - en það kemur, það kemur. Ekki fara langt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

endilega skrifa,elska svona örsögur sem bloggið er,þó ég hafi ekki enn horft a boldið,enda ekki með stöð 2

Margrét Bára (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 19:49

2 identicon

Hér kynntumst við. Ég fékk meira segja hlutverk í bloggblondþættinum :)

Kleó (IP-tala skráð) 27.1.2021 kl. 20:27

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Elsku Gurrí mín, hvar værum við ef ekki fyrir bloggvinafélagið :-)

Sigríður Jósefsdóttir, 27.1.2021 kl. 22:07

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

HarrÝ.
Ozz finnzt að þin eigi að zmakkazt izz !

Steingrímur Helgason, 27.1.2021 kl. 23:26

5 Smámynd: Jens Guð

Gaman að fá þig aftur í bloggheima.

Jens Guð, 30.1.2021 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband