28.1.2021 | 15:01
Geggjuð ákvörðun
Ég hætti loksins að reykja í apríl sl. eftir að hafa reykt í áratugi. Vissulega hafði ég sleppt því að ferðast til útlanda og kaupa brennivín, ég drekk voða lítið, sem var oft afsökun mín þegar mér var bent á háan reykingakostnað.
Þegar ég svo emjaði, ekki bara fyrir mína hönd, yfir fokdýrum hættuaðreykja-lyfjum, fyrri skammtur (4 vikuna) um 15 þúsund, seinni (8 vikna) 30 þúsund, var mér bent á að það kostaði mikið að reykja. Það hjálpaði ekki neitt því ég hafði aldrei keypt sígarettur fyrir 15 þúsund eða 30 þúsund í einu.
Ég hafði sem betur fer efni á þessu, enda í tveimur, þremur störfum og hætt að fara á milli með leið 57 sem kostaði sitt (fargjöld vel yfir 100 þús. á ári) og kaupa morgun- og hádegismat daglega sem kostaði eflaust einhverja tugi þúsunda á mánuði. Ætlaði nú samt alltaf að taka nesti og gerði það stundum - en banani etinn í flýti rétt rúmlega sex að morgni dugir eiginlega bara þar til strætó kemur í Mjódd þar sem lokkandi rúnnstykki og kakó í bakaríinu björguðu. Svo var náttúrlega mötuneyti andskotans á neðri hæðinni (um hríð) þar sem maturinn kostaði 1000 kall með niðurgreiðslu, og nánast allt djúpsteikt eða brimsalt og salatið brúnt á endunum. Þegar ég kvartaði eitt sinn yfir því að auglýsti soðni fiskurinn væri nætursaltaður, sagði gáttaður kokkurinn að það væri aldrei nætursaltaður fiskur á boðstólum ...
Ég veð úr einu í annað ... Ókei, ég fór að taka þessi lyf (Champix, minnir mig) og eiginlega gegn eigin vilja, mig langaði ekkert ofboðslega mikið að hætta en samt ... Það sem hafði mest áhrif á mig var að læknir sagði sem sá fjórði á covid-þríeykisfundi að það væri aldrei of seint að hætta, fólk fyndi mun á sér nánast eftir sólarhring. Fram að því hafði ég ekki hlustað á þá sem sögðu að reykingafólk væri viðbjóður, illa lyktandi og ... baggi á heilbrigðiskerfinu. Það, nefnilega, var svo langt frá því að vera rétt í mínu tilfelli. Ég fer nánast aldrei til læknis, aldrei veik - en það gat vissulega breyst í einu vetfangi.
Ein af aðalástæðum þess að ég hætti að reykja var að ég vildi ekki ögra þessu lengur, það er ekki sjálfgefið að búa við svona góða heilsu og meta það ekki. Að bæði vera of þung og reykja gat ekki verið gott endalaust. Ég tek íbúfen stöku sinnum ef ég fæ í bakið, að ráði Betu sjúkraþjálfara. Ég tek inn D-vítamín, stundum járn og stundum B ...búið.
Aukaverkanir af champix voru nokkrar, held að bólusetningarlyf gegn covid komist ekki með tærnar þar sem það hefur hælana ... það var ógleði hjá mér (var samt glöð) og miklar draumfarir, því miður ekki jafnspennandi og hjá sumum öðrum sem ég veit um.
Á tólfta degi átti ég að drepa í minni síðustu en ég var allllls ekki tilbúin. Svo ég hélt áfram að reykja sem var sífellt viðbjóðslegra. Á nítjánda degi náði ég að reykja eina allan daginn og hún varð sú síðasta. Þetta var á afmælisdegi sonar míns sem hefði orðið fertugur þann dag, ef hann væri á lífi, það var algjör tilviljun.
Alltaf þegar ég fyllist löngun til að reykja, man ég eftir mótmælunum í lungunum á mér þennan síðasta dag og hversu ógeðslegt var að reykja ... mér finnst ég orðin frjáls. Þrátt fyrir að hafa bara tekið lyfið í sjö vikur í stað tólf. Ógleðin var að drepa mig svo ég hætti inntöku þess, margir segja að tveir mánuðir nægi alveg - samt var ég neydd til að kaupa þriggja mánaða skammt! Hitt ekki í boði lengur sem er bjánalegt og mikil sóun.
Þetta champix tók frá mér fleira en löngun í tóbak, ég byrja t.d. ekki lengur daginn á því að fá mér kaffi, fæ mér það kannski korteri eftir vakn, suðusúkkulaði fær að vera í friði í bökunarskápnum og þótt ég hafi ekki verið háð sjónvarpi, nokkrir þættir þó sem ég missti ekki af, er ég nánast hætt að nenna að horfa á það. Er t.d. bara búin með fyrsta þáttinn í nýju seríunni af The Crown - sem er furðulegt því þessir þættir eru æði. Ég horfi á fréttir Stöðvar 2 og RÚV, einnig veðurfréttir - stöku bíómynd, alltaf Gísla Martein því mér finnst hann skemmtilegur og velja oftast fína gesti ... Aftur á móti horfði ég bara á einn tónlistarþátt í covid-inu, það var Páll Óskar og Sinfó. Ég vil frekar fara á tónleika, orðið langt síðan síðast, þá voru það Dúndurfréttir hér á Akranesi, gjörsamlega stórkostlegt.
Eins og sést á myndinni er ég enn sérlega fögur þrátt fyrir að öll þessi ár hafi liðið. Grímutískan hefur á einhvern óskiljanlegan hátt aukið vinsældir mínar hjá strákunum (körlunum) sem er ekkert annað en stórkostlegt, kannski er ég loksins farin að taka eftir því þegar daðrað er við mig, eins gott ef ég á að ganga út fyrir sjötugt.
Ég veitti mér (fyrir allan sparnaðinn af því að hætta að reykja) þann munað að fá mér einkaþjálfara og tókst að fara í ræktina með ýmsum afleiðingum ... meira um það síðar.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 31
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 1506094
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Glæsilegt! Það ætti að sjálfsögðu að koma fram á fylgiseðlinum að Champix minnki ekki áhorf á Gísla Martein.
Þorsteinn Briem, 28.1.2021 kl. 16:20
Allir búnir að vera með öllum hér á Íslandi segir Gísli Marteinn
Þorsteinn Briem, 28.1.2021 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.