Nýtt himnaríki

Hus og hibyliFyrir rúmu ári setti ég inn örlagaríka færslu á Facebokk um að mig væri farið að langa til að taka lúnu íbúðina mína í gegn. Fjölmargir komu með ráð og pepp og eitt það besta kom frá Heiðdísi frænku sem benti mér á hönnuð, Guðnýju hjá Fabia studio (á Facebook). Viku síðar var Guðný komin á Skagann með geggjaðar hugmyndir í farteskinu, ekki dýrar og ósk mín að nýjasta tíska yrði ekki allsráðandi (svart eldhús og slíkt), heldur eitthvað sígilt, var virt. Enda finnst mér ekki eðlilegt að endurnýja allt á 10 ára fresti, eins og sumir gera. Nokkrum mánuðum seinna hafði himnaríki gjörbreyst og stendur nú loks almennilega undir nafni. Ekki bara útsýni með sæmilegri íbúð - heldur allur pakkinn.

Guðný skutlaði mér um allt einn daginn - við leit að flísum, gólfefni og fleira, eitthvað sem hefði tekið mig óratíma í strætó um helgar ... Svo reddaði hún mér víða afslætti sem var svipaður eða hærri í krónum talið en launin sem hún tók fyrir hönnun, teikningar, umsjón, smekklegheit og mikla hjálp. 

Svo benti Óli, bílstjóri á leið 57, mér á Didda smið hjá Trésmiðju Akraness, og hann tók að sér verkið með sínum mönnum, og reyndist mér ofboðslega vel, sótti nánast allt efni fyrir mig, bæði á Akranesi og í Reykjavík. Þvílík heppni að fá hann og alla aðra sem að komu. Hjálparhellurnar voru margar. 

Elskurnar á Húsum og híbýlum höfðu veður af þessu og finnst alltaf spennandi að vera með svona fyrir og eftir ... og nú í janúartölublaðinu má sjá himnaríkið mitt, fyrir og eftir. Ég var mjög sátt við breytingarnar en áttaði mig ekki almennilega á því hvað þetta var allt saman fallegt fyrr en ég sá myndirnar í blaðinu. 

Þetta var ævintýri - erfitt á köflum - því við bjuggum allan tímann á staðnum, ég og fóstursonurinn (16), um tíma fengum við að pissa hjá nágrönnum og fara bað heima hjá Ingu vinkonu í næstu götu ... Ég hélt uppi 1944 og Galito og Gamla kaupfélaginu á meðan eldhúsið var sansað og hef síðan verið sérlega dugleg við að elda, loks með almennilega eldavél og ofn sem virka! 

Á meðan á öllu þessu stóð hamaðist ég við að flokka dót í gefa, eiga (henti bara ónýtu drasli) - og held að um það bil helmingur alls hafi farið í hina ýmsu góðu hirða í Reykjavík. Nytjamarkaðurinn hér á Akranesi tekur helst við nýlegu dóti svo fólkið mitt í bænum kom reglulega og sótti alls konar dýrgripi fyrir mig sem fóru á markaði Kristniboðssambandsins, ABC, Hertex o.fl. sem kunnu að meta þá og ég verð ævinlega þakklát þeim fyrir. Ég get ekki hent því sem er í fínu lagi, sjálf hef ég gefið mörgum hlutum nýtt líf í gegnum tíðina en heimili mitt var orðið ofhlaðið og veitti ekkert af því að grisja. Borðstofuborðið mitt, til dæmis, keypti ég 2006 í Góða hirðinum á 3.000 kall og býst við að eiga það um ókomna tíð.

Nú er Guðrún vinkona á leiðinni til mín frá Reykjavík með kótilettuveislu í farteskinu! Engin smit á Skaganum og hún er sjúkloega varkár eins og ég, hún er í covid-vinakúlunni minni sem er ekki margmenn. Hún greip með sér sjúkrafæði kattanna sem Davíð frændi var búinn að sækja til dýra, Keli (10) fær þvagsteina af venjulegum kattamat svo ég kaupi urinary-fæði fyrir alla þrjá (Krumma (9) og Mosa (6) hjá Dýraspítalanum í Garðabæ með alls kyns veseni og aðstoð annarra.

Skagamenn eru að verða 8000 talsins, er ekki kominn tími á að fá dýralækni hingað?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verða ekki kótilettukarlar með í partíinu.?

Tomas Runar Andresson (IP-tala skráð) 30.1.2021 kl. 13:39

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrambans, hefði átt að finna almennilega kótilettukarla til að borða með okkur, Tommi! :)  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2021 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1505996

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband