2.2.2021 | 22:13
Kemur mér ekki við en ...
Ég þurfti að losa mig við margt meðan á endurbótum stóð, meðal annars þennan fallega skenk sem ég keypti á 5.000 kall í Búkollu, nytjamarkaði, á sínum tíma.
Ég átti líka gullfallegt tekksnyrtiborð inni á baði, hvítmálað (hver gerir slíkt?) sem þurfti einnig að fara því ég var komin með upp í kok af því að vera með ofhlaðið heimilið. Markmiðið var að hver hlutur eignaðist sinn stað og það þyrfti ekki meiriháttar tiltekt fyrir jól og afmæli.
Þetta hefur tekist, það tekur korter, hálftíma að gera fínt ef hefur draslast - þ.e.a.s. ef lítur út eins og einhver búi hérna. En það er bara svo gaman að gera allt fínt núna.
Það var ekki auðvelt að losna við skenkinn. Enda þungur og fyrirferðarmikill, en fallegur er hann og með gott geymslupláss. Ég auglýsti hann á flestum gefins-síðum landsins og aðeins einn maður sýndi áhuga og kom svo og sótti hann. Mér leist vel á röddina í honum, hrifningin í rómnum gaf til kynna að hann myndi EKKI mála skenkinn svartan og breyta honum þannig í venjulegan svartan skáp ... þótt það hefði auðvitað verið hans mál.
Sjálf á ég bæði háan skáp og antíksófa sem voru málaðir svartir síðast þegar það var í tísku (á níunda áratug síðustu aldar) að mála allt svart, gerði það ekki sjálf en finnst bæði skápur og sófi voða fínar mublur, sá aldrei upprunalega viðinn.
En ég græt innra með mér þegar ég sé á Facebook myndir af mjög sérstökum antíkhúsgögnum, einstökum í raun, sem fólk er að hugsa um að mála svört eða hvít ... hrollur. Mér kemur það auðvitað ekki við en er sársvekkt út í okkur Íslendinga fyrir að bera svona litla virðingu fyrir því gamla - sögunni - að leyfa því ekki að njóta sín eins og það er, heldur þurfum við svo mörg að gera hlutina að okkar með því að setja okkar svip á.
Eitt sinn bjó vinkona mín á miðhæð í þríbýli. Í nokkur ár mátti hún hlusta á hamarshögg og borhávaða öll kvöld og helgar frá risíbúðinni. Hún kvartaði ekki, fannst bara gaman að fylgjast með fólkinu gera gamla og sjúskaða íbúð mjög flotta. Einhverum mánuðum eftir að íbúðin var tilbúin seldu hjónin hana á góðu verði og nýir nágrannar fluttu inn. Ekki löngu seinna fóru gamalkunn hamarshljóð að heyrast, allt var rifið út og nýja fólkið gerði íbuðina að sinni ... sem mér kemur auðvitað ekkert við. Vissulega 2007-dæmi en við höfum fordæmin svo sem allt í kringum okkur.
Ég veit um grunnskóla sem átti að fara að gera upp að sumri til en einhverjum vikum áður, snemma vors, var von á góðum gestum, kennurum frá Norðurlöndunum, vinaskólar, eitthvað slíkt. Íslensku kennararnir voru sársvekktir yfir því að erlendu kollegarnir kæmu áður en fínheitin yrðu gerð en við því var lítið að gera. Íslendingarnir göptu síðan þegar þeir erlendu áttu ekki orð yfir því hve allt væri fínt og flott, aðstaðan sérlega góð og bara allt æðislegt - og þeir meintu það. Vinkona mín var að vinna í þessum skóla þá og sagði að þetta hefði verið mjög lærdómsríkt. Vissulega voru innréttingarnar svolítið gamaldags en það var nú samt allt í lagi með allt þarna og hefði verið næstu 20-30 árin, öllu hafði verið haldið vel við en það átti bara að gera svolítið flottara, svona eins og við gerum, Íslendingar, og tengist alls ekki alltaf eðlilegu viðhaldi.
Ef ég tími einhvern tíma að selja himnaríkið mitt á næstu árum myndi ég taka það nærri mér ef allt yrði rifið ut og nýtt kæmi í staðinn.
Kannski er ég algjör risaeðla ...
Ég fæ martraðartilfinningu þegar ég horfi á neðri myndina ... allt í rúst og svo ótrúlega mikið annríki fram undan ... en þarna sést fallega snyrtiborðið hvíta - en ég sá mynd af alveg eins snyrtiborði nema það var ómálað og svona milljón sinnum fallegra. Fjær sést í gamla kommóðu sem Búkolla tók ekki við (of gömul) en einn af smiðunum mínum kunni að meta hana og hún prýðir nú heimili hans. Hnúðarnir eru úr efni sem var notað áður en plast var fundið upp ... og kommóðan bara dásamleg, leitt að hafa ekki haft pláss fyrir hana lengur en ég fann öllu gamla dótinu mínu góðan stað og vonandi fær það að lifa sem lengst.
Á morgun þarf ég svo að tala um kaffirjóma og brjóstaskimun ... mér liggur margt á hjarta þessa dagana.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála þér,finnst það svo ömurlegt þegar fólk er að mála þessi gömlu húsgögn og breyta aðalvið í hvítt og svart.
Margrét Fafin Thorsteinson (IP-tala skráð) 3.2.2021 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.