13.2.2021 | 00:51
Stúlknamet í lymsku og lævísi
Sumarið 2018 setti Hilda systir stúlknamet í lymsku og lævísi þegar hún smellti um það bil 200 nánustu vinum mínum inn í leynihóp á Facebook. Stórafmæli í nánd en ég var algjörlega grunlaus.
Hilda hafði spurt sakleysislega hvort við ættum ekki að skella okkur eitthvað um næstu jól, breyta ærlega til, fara kannski til útlanda? Jú, jú, mér leist ekkert illa á það - en ekkert dýrt samt! sagði ég.
Við systur vorum í sumarbústað, í júli, minnir mig, og hún rak annað slagið upp undrunar- og gleðirokur þegar hún kíkti í símann sinn, og sagði til skýringar að það yrði sól daginn eftir. Ég hugsaði ekkert út í þessa furðulegu ofsagleði yfir sól.
Svo var hún bara að fylgjast með afmælissöfnuninni sem gekk það vel að við enduðum í Karíbahafinu, of oll pleisis, og það á risastóru skemmtiferðaskipi. Svo mikið hafði safnast að ég og fóstursonurinn gátum farið í siglingu um jólin. Samferðafólk okkar var ekki af verri endanum; Hilda og fjögur uppkomin börn í hennar eigu.
En samt, ég fór að efast þegar leið að brottför ... stórdansleikir á kvöldin, síðkjólar og smókingar ... myndi yngra fólkinu ekki leiðast? En svo fór ég að skoða dagskrána og áttaði mig á því að ég hafði haft alla visku mína úr gömlum bíómyndum og bókum, oft var meira að segja einhver myrtur um borð eða siglt á ísjaka.
Það var mjög vel hugsað um ungt fólk um borð en engum datt í hug að það hefði getað verið spennandi fyrir okkur systur ef áhöfnin hefði til dæmis verið ögn eldri, svona nær sextugu, og ekkert margir. Reffilegir karlar í flottum búningum, en nei, þarna unnu bara börn!
Á aðfangadagskvöld sátum við sjö saman á japönskum veitingastað úti á rúmsjó og horfðum á kokkana leika listir sínar með eldhúsóhöldum og búa til geggjaðan mat handa okkur. Magnað.
Við fórum síðan saman niður í klefann okkar Hildu og fóstursonar míns og þar biðu jólagjafir til að opna og gjörsamlega lamandi hiti. Ellen eða Davíð hækkaði á kælingunni sem hafði verið of lágt stillt fram að þessu, og ég lærði að til að láta kælinguna ganga allan tímann, eða líka þegar við værum utan klefans, gætum við sett t.d. bókasafnskort í kortaraufina (í stað skipskortsins sem fékk allt til að virka, rafmagnið, kælinguna ...) Við vorum alltaf með skipskortið á okkur, notuðum það við kaup á öllu sem var í boði um borð. Maturinn var innifalinn í verði á flestum stöðum ... en ekki drykkir.
Okkur fannst ansi dýrt að borga 70 þúsund krónur Á MANN fyrir drykki í eina viku, hvernig gat t.d. fóstursonurinn, unglingurinn, náð að drekka vatn OG gos fyrir tíu þúsund krónur á dag? Og ég, sem drakk bara kaffi og vatn.
Margir farþegar höfðu orðið að kaupa vínpakkann með miðanum og þjóruðu sína kokteila daginn út og inn til að nýta allan peninginn. Jæks!
Mætti ég þá frekar biðja um kaffi. Niðri á fimmta dekki var fínasta kaffihús og ég varð fastagestur eftir tvö skipti, fékk mitt double latte, with reglular milk, not too hot, án þess að þurfa að panta, kannski var ég svona góð í að senda hugskeyti.
Neðri myndin:
Svona fer þegar maður stelst til að borða restina af fiskinum sínum yfir Gísla Marteini ...
Keli fékk óvænta flugferð þegar hann ætlaði að fá sér smakk. Ræna fiski, hann sem er á sérfæði.
Þetta gerðist í kvöld og ekkert skemmdist nema diskurinn og stolt Kela laskaðist svolítið. Keli sést efst á myndinni fara í fússi.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Skemmtilega vitlaus della hjá þér
Halldór Jónsson, 15.2.2021 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.