Stúlknamet í lymsku og lævísi

SkemmtiferdaskipSumarið 2018 setti Hilda systir stúlknamet í lymsku og lævísi þegar hún smellti um það bil 200 nánustu vinum mínum inn í leynihóp á Facebook. Stórafmæli í nánd en ég var algjörlega grunlaus.

Hilda hafði spurt sakleysislega hvort við ættum ekki að skella okkur eitthvað um næstu jól, breyta ærlega til, fara kannski til útlanda? Jú, jú, mér leist ekkert illa á það - en ekkert dýrt samt! sagði ég.

Við systur vorum í sumarbústað, í júli, minnir mig, og hún rak annað slagið upp undrunar- og gleðirokur þegar hún kíkti í símann sinn, og sagði til skýringar að það yrði sól daginn eftir. Ég hugsaði ekkert út í þessa furðulegu ofsagleði yfir sól.

Svo var hún bara að fylgjast með afmælissöfnuninni sem gekk það vel að við enduðum í Karíbahafinu, of oll pleisis, og það á risastóru skemmtiferðaskipi. Svo mikið hafði safnast að ég og fóstursonurinn gátum farið í siglingu um jólin. Samferðafólk okkar var ekki af verri endanum; Hilda og fjögur uppkomin börn í hennar eigu. 

En samt, ég fór að efast þegar leið að brottför ... stórdansleikir á kvöldin, síðkjólar og smókingar ... myndi yngra fólkinu ekki leiðast? En svo fór ég að skoða dagskrána og áttaði mig á því að ég hafði haft alla visku mína úr gömlum bíómyndum og bókum, oft var meira að segja einhver myrtur um borð eða siglt á ísjaka.

Það var mjög vel hugsað um ungt fólk um borð en engum datt í hug að það hefði getað verið spennandi fyrir okkur systur ef áhöfnin hefði til dæmis verið ögn eldri, svona nær sextugu, og ekkert margir. Reffilegir karlar í flottum búningum, en nei, þarna unnu bara börn!

Á aðfangadagskvöld sátum við sjö saman á japönskum veitingastað úti á rúmsjó og horfðum á kokkana leika listir sínar með eldhúsóhöldum og búa til geggjaðan mat handa okkur. Magnað.

Við fórum síðan saman niður í klefann okkar Hildu og fóstursonar míns og þar biðu jólagjafir til að opna og gjörsamlega lamandi hiti. Ellen eða Davíð hækkaði á kælingunni sem hafði verið of lágt stillt fram að þessu, og ég lærði að til að láta kælinguna ganga allan tímann, eða líka þegar við værum utan klefans, gætum við sett t.d. bókasafnskort í kortaraufina (í stað skipskortsins sem fékk allt til að virka, rafmagnið, kælinguna ...) Við vorum alltaf með skipskortið á okkur, notuðum það við kaup á öllu sem var í boði um borð. Maturinn var innifalinn í verði á flestum stöðum ... en ekki drykkir.

FallOkkur fannst ansi dýrt að borga 70 þúsund krónur Á MANN fyrir drykki í eina viku, hvernig gat t.d. fóstursonurinn, unglingurinn, náð að drekka vatn OG gos fyrir tíu þúsund krónur á dag? Og ég, sem drakk bara kaffi og vatn.

Margir farþegar höfðu orðið að kaupa vínpakkann með miðanum og þjóruðu sína kokteila daginn út og inn til að nýta allan peninginn. Jæks!

Mætti ég þá frekar biðja um kaffi. Niðri á fimmta dekki var fínasta kaffihús og ég varð fastagestur eftir tvö skipti, fékk mitt double latte, with reglular milk, not too hot, án þess að þurfa að panta, kannski var ég svona góð í að senda hugskeyti.

Neðri myndin:

Svona fer þegar maður stelst til að borða restina af fiskinum sínum yfir Gísla Marteini ...

Keli fékk óvænta flugferð þegar hann ætlaði að fá sér smakk. Ræna fiski, hann sem er á sérfæði.

Þetta gerðist í kvöld og ekkert skemmdist nema diskurinn og stolt Kela laskaðist svolítið. Keli sést efst á myndinni fara í fússi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skemmtilega vitlaus della hjá þér

Halldór Jónsson, 15.2.2021 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband