Ofsahræðsla í mollinu

JolakulaÁður en við fórum á skipið vorum við á ágætu hóteli, Florida Mall Hotel, held ég að það heiti. Fínt kaffi á neðstu hæð og svo fjöldi verslana nokkrum skrefum fjær. Útiloft óþarft. Þar var fínasta jólabúð þar sem ég rakst á skemmtilega jólakúla með mynd af þáverandi forseta landsins. Ég setti mynd af kúlunni inn á Facebook og allir sögðu oj bjakk, aldrei myndi ég skreyta með svona kúlu, ekki ætlar þú að kaupa þennan viðbjóð ... nema einn sem þekkir mig vel: „Kauptu aðra handa mér.“

Í mollinu hittum við Ómar frænda, son Höddu, tvíburasystur mömmu og í morgunverðinum einn daginn heilsaði mér virðulegur læknir ... sem hafði unnið með mér í fiski í Vestmannaeyjum 1974. Hvorugt okkar hafði breyst nokkuð síðan þá og enn elskuðum við bæði Jethro Tull. Í flugvélinni á leiðinni frá New York til Orlando var Ásdís sem var í mínum bekk í barnaskóla, og í sætinu við hlið mér ... og svo var gömul æskuvinkona af Skaganum, Gerður Ósk, í siglingunni sjálfri en við höfðum ekki hist síðan við vorum börn. Þetta var svona ferð ... bara dásemd.

MYND: JÓLAKÚLAN MEÐ FORSETAnum ER Í NEÐRA HORNINU TIL HÆGRI Á MYNDINNI ... rauð í stíl við Repúblikanaflokkinn.

Eftir siglingu fórum við á annað hótel, fórum þó á FM-hótelið fyrst þar sem við vorum samferða íslenska hópnum úr skipinu sem dvaldi þar. Við vorum að hugsa um að verja deginum þarna í mollinu áður en við héldum á íbúðahótelið nýja, borða kvöldverð á veitingastað á ganginum milli molls og hótels, hjá Junior okkar, hressum þjóni frá Gvatemala. En okkur Davíð frænda langaði svo til að sjá Liverpool-leik á útihótlebarnum á nýja hótelinu að við drifum okkur bara ... og misstum af miklu ævintýri - sem virkaði verra en það svar.

Í eins konar Stjörnutorgi mollsins þar sem voru margir veitingastaðir, varð uppákoma sem rataði meira að segja í fréttir á Íslandi. Það heyrðust háværir skothvellir og fólk þusti út, leitaði skjóls inni í búðum þar sem víða var hágrátandi starfsfólk. Einn og einn slasaðist í flóttanum en ekki alvarlega. Einni íslenskri konu var sagt að skutla sér á magann þar sem hún var að skoða snyrtivörur og hlýddi því. Síðar fór hópurinn hennar bakatil þar sem þau voru læst inni með grátandi starfsfólkinu.

Nokkrum dögum seinna mættum við í mollið til að ljúka við innkaup (keypti jólakúlurnar þá og fleira sniðugt í jólabúðinni) og ákvað í kjölfarið að fara að safna hræðilegum jólakúlum og skreyta ekki með öðru ... sem ég hætti við þegar ég sá jólakúlurnar hennar Tinnu Royal ... (sjá efri mynd) 

Svo fórum við til Juniors og snæddum kvöldverð á staðnum hans. Við fórum að tala um uppákomuna í mollinu og Junior varð skrítinn á svip. Í ljós kom að þetta var alltt saman vandlega planað til að valda ótta ... par þóttist fara að rífast og það sást í byssu, mögulega gervibyssu, í belti mannsins, og þegar byrjaði að grípa um sig ótti, stólar skelltust niður svo þeir sem ekki sáu það héldu að þetta væru byssuhvellir, urðu sturlaðir úr ótta. Þegar allt var orðið tómt fóru nokkrir aðilar um búðirnar og rændu þær og rupluðu - en allt náðist auðvitað á eftirlitsmyndavélar. Flestir ef ekki allir þjófarnir náðust, tjáði Junior okkur.

Seinna hotelidSeinna hótelið var dásamlegt fyrir þá sem elska að vera í sólbaði og busla í útisundlaug - over my dead body - en ég gat alveg setið á barnum með bók og kaffibolla og slakað á. Sannarlega góð afmælisferð sem ég mun aldrei gleyma. Við Hilda gælum við þá hugmynd að skella okkur í siglingu seinna - því nú kunnum við á svona ferðir. Mér fannst t.d. stór galli að allir farþegar hafi verið kallaðir á fund um öryggismál strax við komu í skipið, sá fundur varð til þess að við misstum af brottför skipsins frá Tampa - en að öðru leyti dáist ég að öllu skipulagi um borð. Frábær þjónusta, góður matur og mikil afþreying við allra hæfi. Algjört ævintýri.

 

NEÐRI MYNDIN:

Kaffi og fótbolti þarna á seinna hótelinu, hinir í sundi nokkrum metrum frá, í hina áttina. Ekki sést í Kindle-snilldina sem var alltaf með í för. Ég prófaði einn fínheitakokteil alla ferðina, og einmitt þarna.

Ég pantaði kokteil með mokkabragði, kaffidæmi eitthvað og það voru mistök, maður skemmir ekki kaffi með víni.

Gleðilegan bolludag. Miklu meira gefandi dagur en Valentínusardagurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 628
  • Frá upphafi: 1506027

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband