1.4.2021 | 15:12
Brosað til að lifa af
Gurrí, ekki fara á gosstöðvarnar, bara alls ekki, þetta er svo ofmetið, sagði vinkona mín nýlega. Hún sagði mér að hún hefði nánast dáið við að sjá þetta gos sem væri svo miklu flottara í sjónvarpinu ... svona þegar sést í það fyrir fólki sem veifar og pirrar. (Þetta appelsínugula til vinstri á myndinni er til dæmis ekki eldgos.)
Eldri systir vinkonu minnar skokkaði þetta eldhress og fór síðan í langan hjólreiðatúr um kvöldið á meðan vinkona mín hefur ekki getað ryksugað nú í tvo daga. Þótt ég hefði misst af mér fínu, nýju skóna mína, hefði ég ekki getað tekið þá upp, ég hugsaði bara um að ganga og lifa af, sagði hún. Þessi vinkona mín er í fínu formi, með sixpakk og allt, en vissulega var hvorki vatn né nesti með í för og það nánast drap hana á meðan eldri systir hennar blés ekki úr nös, drakk hvorki né nærðist en hafði nákvæmlega ekkert fyrir þessu. Mögulega eru vélmenni á meðal vor, ég sá Terminator á sínum tíma. Flott heimildamynd.
Í gærkvöldi setti ég inn á Facebook mynd sem tekin var árið 1970 á Langasandinum og Sementsverksmiðjan í baksýn. Frá vinstri: Mía systir, ég, Gummi bró, mamma og Mínerva amma. Hvar varstu, Hilda mín?
Ég minntist á að þarna hefði mamma verið 36 ára, farið í lagningu vikulega og oft gengið með slæðu á höfðinu. Amma dó í febrúar 1971 og í ágúst sama ár fluttum við fjölskyldan til Reykjavíkur - sem eftir á að hyggja var skelfilegt fyrir krakka á þessum aldri - upp á sjálfstraust, einkunnir, félagsskap og fleira.
Það var svo gaman að sjá þessa mynd sem Haraldur frændi frá Ameríku tók í einni heimsókn sinni til landsins, svo fáar til úr æsku, en ég sé að ég var komin með attitjúd þarna, yfirleitt alvarleg á svip, enda lífið ekkert til að grínast með, og var mjög örugg með sjálfa mig. Gekk vel í skóla, átti góða vini og lifði fyrir að lesa þótt þessar tvær bækur sem mátti taka á dag í Bókasafni Akraness á þessum tíma, dygðu mér ekki. (Því var í raun kominn tími á að flytja því Borgarbókasafnið leyfði fólki að taka eins margar að það vildi.)
Þegar við fluttum hvarf einhvern veginn allt sem ég hafði staðið fyrir, ég þurfti að byrja upp á nýtt. Þarna byrjaði ég að brosa - einfaldlega til að halda lífi og gerði mitt besta að fitna svo ég sæist síður. Það mátti alls ekki skera sig úr. Ég gerði það á Króknum 1974-1975 (Álafossúlpa og þröngar niður gallabuxur með heklaðri dúllu á lærinu ... allir í terlínbuxum nema við Óli Matt) og uppskar uppnefnið Mafíuforinginn.
En þarna, nýflutt í bæinn, 13 ára, fékk ég gælunafnið mitt, fyrst Gurra, svo Gurrý og síðan ákvað ég sjálf að hafa það Gurrí og fékk hvetjandi samþykki til þess hjá Orðabók Háskólans sem ég hringdi í þegar vinnufélagi sagði að það ætti að vera ufsilon.
Eftir að einkunnir höfðu lækkað og ég farin að láta henda mér út úr tímum, í leit að minni hillu, hví ekki sem villingur? ákvað Hjalti skólastjóri (og föðurbróðir minn) að færa mig yfir í annan bekk.
(Þriðja myndin: Þarna sést Hilda þar sem hún situr við píanóið, svo er mynd frá Bakkatúni á Akranesi, ein af okkur Míu systur og önnur frá Langasandi)
Í nýja bekknum eignaðist ég góða vinkonu og þá varð allt betra, samt fannst mér þetta aldrei slæmt á meðan á því stóð, bara þegar ég hugsa til baka.
Auðvitað spjaraði ég mig, og við gerðum það öll systkinin þrátt fyrir allt rótleysið, og óvíst að lífið hefði orðið betra þótt við hefðum aldrei flutt frá Akranesi. Kannski hefði ég orðið kennari á Akranesi og væri jafnvel forseti bæjarstjórnar þar í dag, eða kannski farið í bókasafnsfræði eins og mig dreymdi um. En aldrei að segja kannski ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.