Sukk og svínarí - sumarfrí í aksjón

Stemmningin í strætó í morgunStrætóferðin gekk einstaklega vel í morgun þrátt fyrir þoku og snjóskafla í sunnanverðum göngunum. Tommi lék á als oddi við stýrið og reytti af sér brandarana.

Maður sem kom inn á sætukarlastoppistöðinni þóttist detta á mig og lét samanbrotinn miða detta í fangið á mér. Á miðanum stóð: „Mundu mig, ég man þig, alla tíð og tíma, ef þú þarft að finna mig mundu að ég hef síma XXX XXXX. P.s. Lifðu í lukku en ekki í krukku.“

Þetta er eitthvað það fallegasta sem nokkur maður hefur sagt við mig og þegar ég fór út úr strætó á Vesturlandsveginum lét ég miða falla í kjöltuna á manninum þar sem sagði: „Lifðu á landi en ekki í strandi. P.s. Hættu að glápa eins og eldgömul sápa.“

Yngra fólk sem les þetta mun eflaust klóra sér í hausnum yfir þessarri viðreynslu en í gamla daga var þetta vinsæll siður þegar menn stigu í vænginn við konur. Það sem maðurinn meinti í bréfinu var einfalt: „Þú ert sæt, vildu byrja með mér?“ Svar mitt var líka einfalt: „Þú ert ekki svo ljótur heldur. Svar mitt er já.“ Stemmingin í strætó var ólýsanleg, allir eitthvað svo rómantískir.

Svo „vaknaði“ ég og fattaði að vegna kaffidrykkju gærkvöldsins hafði ég sama og ekkert sofið í nótt og ætla nú að reyna að fara að hátta klukkan átta, eftir nokkrar mínútur. Vona að sólin haldi ekki fyrir mér vöku. Býst við að reyna að vakna á hádegi og fara svo snemma að sofa í kvöld.

Ekki hneykslast, ég er nú einu sinni í sumarfríi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Hvað ég man vel eftir þessu.......

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Saumakonan

LOL njóttu lúrsins...     hér er kalt og engin sól... napur vindurinn næðir inn ef maður vogar sér að opna hurð eða glugga og það er sko EKKI sumarlegt!!   úffff brrrrrrrrrrrr.....

Saumakonan, 31.5.2007 kl. 08:48

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sofa! Ertu brjáluð.. á þessum dýrðardegi!

Nægur tími til að sofa í kvöld

Heiða B. Heiðars, 31.5.2007 kl. 09:29

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alveg frábær manneskja Gurrí mín knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.5.2007 kl. 10:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe kjéddlingin þú ert alltaf að æsa upp í konu nostalgíuna.  Mundu mig ég man þig.  Ohhh þessir dýrðartímar minningabókanna.

Þú ert greinilega umsetin kona.  Var ekki Tommi hættur á strætó, kominn með aðra vinnu og allt?  Ég er viss um að hann hefur ekki haldið út af söknuði yfir þér.  Sofðu vært krúttskí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 11:42

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Alltaf gott að leggja sig á daginn...... hvort eð er skíta rok úti ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 13:33

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhh, náði fimm tímum, það var næs.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 14:40

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha ha ha.....þú ert nú algjör !

 Þetta erum við Óli þegar ég les upphátt úr blogginu þínu um gamalsdagsviðreynsluaðferðir...Hann hlær stórkallalega en ég dömulega.

. Snillingar eiga að vaka á nóttunni og sofa á daginn..svo sofðu vært um miðjan morgun elskið mitt..átt það bara alveg skilið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 18:24

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég elska að lesa um ástarævintýri þín og heimsferðir um göng. Góða nótt, dásamlega kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:53

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 1516316

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 664
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband