26.6.2021 | 23:13
Óvænt tískutrend
Hamingjan yfir covid-afléttingum hefur nú síast inn og bara það að þurfa ekki að bera grímu í strætó er dásamlegt, svona ef ég hugsa út frá sjálfri mér - en grímur fela nú samt hrukkur, ég finn strax mun, fékk mun meiri athygli við kæliborðið í Einarsbúð þegar grímuskyldan stóð sem hæst, svo var alltaf vínlykt af fólki (spritt) sem minnti á sukk og svínarí sem þá var bannað.
Hitinn fór í óbærilegar 12 gráður í dag. Þegar ég settist fyrir framan fyrri EM-leik dagsins, tók ég fjarstýrðu viftuna með og hún bjargaði lífi mínu, takk, Costco. Mér skilst að hafi ríkt gríðarleg stemning á Laugaveginum í Reykjavík í góða veðrinu í dag, Laugavegi sem sumt bílafólk segir að sé ávallt mannlaus ... hér á Skaganum var heilmikið líf og fjör skilst mér, eða á Laugavegi okkar Akurnesinga, Kirkjubraut, eins og sést á meðfylgjandi rammstolinni mynd hér neðar, þar sést GAMLA KAUPFÉLAGIÐ sem býður upp á Akraborgarann. Þegar ég var lítil fór ég í mjólkurbúð í þessu húsi - seinna í kaupfélagið - svo gisti ég þar á Hótel Barbró eftir skemmtilegt árgangsmót. Ég er svo lífsreynd.
Ef mér skjátlast ekki verða Írskir dagar um næstu helgi ... og þá verður nú dásamlega troðið á Skaganum.
Ég hef fengið nokkrar heimsóknir í dag - og fólki fannst ég kyssa það ansi innilega bless (nema nána ættingja, auðvitað), svo mjög að vinkonur Hildu systur hlupu æpandi niður stigana, kunnu ekki gott að meta ... já, og svo voru frekar rólegir (þannig) leikir á EM í dag, nema kannski uppbótartíminn í þeim seinni sem þýddi að ég gat heklað svolítið á milli þess sem ég las. Ég er nánast viss um að yfirheklaðir drullusokkar verði hið óvænta tískutrend í haust og vetur, virt hönnunarverðlaun kannski handan við hornið? Veit ekki hvernig fer með störfin mín þrjú ef þetta bætist við - hver þarf svo sem að sofa í átta, níu tíma á hverri nóttu? Ég mun taka 70 þúsund krónur á hvern yfirheklaðan drullusokk, 67 þúsund ef fólk kaupir sjálft drullusokk og garn. Má panta í gegnum bloggið, auglýsi nánar og mynd kemur fljótlega, er svo langt komin með minn.
Já, Hilda og dásamlegu vinkonur hennar kíktu í kaffi á leiðinni að norðan eftir fínustu skemmtiferð í fárviðrinu í gær sem þá ríkti, minnir mig, hef ekki svo gott veðurminni - en verst fannst mér að gosið hafi ekki sýnt sig á sjóndeildarhringnum því oft sést það ótrúlega vel úr rauða sófanum í stofunni. Það kom í ljós í spjallinu að systir mín hefur hvorki skoðað Facebook-síðu mína né lesið bloggið undanfarið, kannski drukkin, farin að kalka ... Ha, hvaða rabarbaragraut? spurði hún eins og fáviti þegar ég var að hefja mjög áhugaverða sögu um rabarbaragrautinn sem var í matinn alla helgina. Stráksi er að heiman, svo það sé á hreinu.
Nú er búið að samþykkja að nota Eigðu góðan dag. Íslenskuprófessor sem ég tek mikið mark á segir þetta í fínasta lagi og algjör óþarfi að amast við því. Framvegis mun ég segja Sömuleiðis, ekki horfa nístandi augnaráði á afgreiðslufólkið sem ég hef nú aldrei gert.
P.S.-MOLAR
- Ég held með löggunni!
- Gleðilegustu tíðindi dagsins voru að bandaríski ferðamaðurinn fannst heill á húfi. Jú, ég er bakvörður björgunarsveitanna.
- Kláraði að lesa þykkan doðrant í gær og dag, fínan, tveir eftir - byrjuð á bók nr. 2 sem á víst að vera mjög fyndin, hlæ mig kannski í svefn.
- Sammála Svanhildi Hólm, vítaspyrnukeppnir eru viðbjóður.
- Hvað varð um rólegu og skemmtilegu leikina í símanum? Nýjustu sem ég hef dánlódað (mér tekst það stundum) eru með aukafídus sem valda mér streitu. Ég þarf t.d. í einum leiknum að finna fimm villur á 90 sekúndum. Af hverju má ekki leita í rólegheitum, þarf alltaf að vera stress?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 31
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 912
- Frá upphafi: 1518373
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 783
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.