Berdreymin á barmi þeirrar seinni

ÚpsMig dreymdi í nótt að ég hefði fengið boð um að koma í bólusetningu á miðvikudag og kíkti á símann þegar ég vaknaði en ekkert var komið. Ég veit núna að ég er greinilega sérlega berdreymin því undir hádegi kom langþráð SMS og bólusett verður á miðvikudag eftir hádegi hér á hlaðinu. Og auðvitað var Tommi bílstjóri boðaður á sama tíma. Ekki að spyrja að völdum systur hans hér á Akranesi. 

Sannarlega ekki einu gleðifréttir dagsins ... það á að flytja kjörstað hingað til mín, í íþróttamannvirkin við Jaðarsbakka (hlaðið) og þar verður kosið í haust. Ekki í gamla skólanum mínum, Brekkubæjarskóla. Ég veit ekki hverjum ég svaf ekki hjá til að þessi dásemd gerðist. Mér hafði ekki einu sinni hugkvæmst þetta en auðvitað er þetta algjör snilld. Svo erum við orðin svo mörg í bænum að heil kjördeild bætist við, sú fjórða (leiðrétt, ekki fimmta). Ég vann við það í síðustu kosningum (forseta) að vera ein af þeim sem spurði kurteislega um lögheimili og merkti svo við. Mjög gaman en glettilega erfitt samt, þurfti bilaða einbeitingu. 

Matarblogg með hannyrðaívafiMaðurinn sem ég hitti í gær og snæddi kvöldverð með, kann að búa til sítrónufrómas, nema hann hafi gúglað mig og skilyrði mín ... en hann mætti undarlega vel undirbúinn á stefnumótið sem gerði að verkum að ég kom illa út, stundum eins og fáviti. Þegar hann spurði mig til dæmis hvar ég héldi að ég væri stödd í lífinu eftir þrjú ár svaraði ég: „Það væri gaman að komast á topp fimm á Moggablogginu.“

„Er það markmið þitt í lífinu?“ spurði hann gáttaður og veit greinilega ekki neitt um bloggheima og að margir fyrir framan mig eru hrifnir af Trump, sem ég er ekki og tapa á því.

„Uuu, nei, nei, ég var að gantast. Það gæti aldrei gerst.“ Ég var hálfklökk en hann tók ekki eftir því.

Við ætlum að hittast aftur og þá verð ég búin að koma mér upp vel æfðum svörum: „Stefni að því að hafa fengið fálkaorðuna fyrir störf mín að xxx málefni (ég þarf að finna eitthvað), eða ... ég verð sennilega búin með masterinn í xxx eða ... sennilega metsöluhöfundur sem hefur setið í fyrsta sæti í fjörutíu vikur á lista Pennans-Eymundsson, og Balti í samstarfi við Netflix búinn að kaupa kvikmyndaréttinn ... Þetta gæti samt verið yfirdrifið og kannski skynsamlegra að stefna að því að bæta tölvukunnáttuna ... læra að elda flókna rétti og breyta þessu í alvörublogg um matar- og kökugerð með hannyrða- og ástarívafi (hekli og stefnumótum) og gera Skagaskonurnar Mömmur.is og Evu Laufeyju brjálaðar. Þær hafa ekkert tjáð sig opinberlega um kanil í hakk og spaghettí, einhver þöggun í gangi. En mér mun detta eitthvað í hug. Lofa að taka stefnumótið upp á segulband (ok, símann minn) og birta „best of“ fyrir trygga lesendur ástarbloggsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.2.): 11
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 892
  • Frá upphafi: 1518353

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 768
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Alvörugaldrar
  • Móðgandi sturtusápa
  • Nýja heimilið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband