31.5.2007 | 15:09
27 af stöðinni!
Er að lesa svo voða skemmtilega bók. Þetta er íslenska spennusagan Farþeginn eftir Árna Þórarins. og Pál Kristin. Veit ekki hvers vegna bókin lenti svona neðarlega í bunkanum mínum ... undirmeðvitundin gæti hafa komið henni fyrir þar því að ég hélt að hún gerðist öll um borð í leigubíl. Sá ekki alveg fyrir mér heila sakamálasögu í svo litlum bíl, annað með strætó eða rútu ... Þetta er sannarlega ekki árás hjá mér á leigubílstjóra, þeir eru með mest spennandi mönnum þessa lands ef út í það er farið. Er ekki t.d. fyrrverandi ástkær eiginmaður minn leigubílstjóri? Jú, hefði nú haldið það.
Í fyrsti kafla bókarinnar fer leigubílstjórinn í afar sérstakt útkall, það er allt og sumt. Þetta er hefðbundin spennusaga sem rígheldur og ég er mjög spennt að klára hana nú á eftir.
Hér á Skaga hefur verið moldrok í dag, frétti ég, mikið fannst mér gott að vita að ég hafði ekki sofið af mér hálfan sólskinsdag. Nú er þetta gula farið að glenna sig og orðið erfitt að sitja við tölvuna. Hægri handleggurinn er illilega brenndur, eða væri það ef ekki skildi okkur að glerrúða og peysa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 262
- Sl. sólarhring: 307
- Sl. viku: 925
- Frá upphafi: 1516275
Annað
- Innlit í dag: 212
- Innlit sl. viku: 753
- Gestir í dag: 204
- IP-tölur í dag: 200
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ekki er þetta gula nú að glenna sig mikið hér í höfuðborginni, bara alsherjarrok....... er ekki alveg að kaupa þessa sólbrunasögu þína af Skaganum...... hmm :)
Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 15:16
Held að sólin verði ekki lengi, svart ský nálgast hratt og sjórinn er þrílitur, döikkur, ljósgrænn og grár ... . Sé að það er dimmt yfir elsku höfuðborginni. Til hvers að spá 20 stiga hita með svona leiðindum? Hmmm.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 15:40
Farþeginn er þrusufín bók, ég öfunda þig af því að eiga eftir að lesa hana
Vilborg Valgarðsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:02
Farþeginn er reglulega góð. Ég var líka þokkalega ánægð með Síðasta musterisriddarann. Fannst hún reyndar svolítið langdregin og endirinn svona hálfgerð fljótaskrift, þ.e. eins og verið væri að hnýta saman alla enda eins hratt og hægt væri án þess að velta fyrir sér trúverðugleikanum.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:49
Sammála þér með musterisriddarann, hálfgerð fljótaskrift á endinum. Hefði orðið betri við meiri yfirlegu. Ætla NÚNA að klára Farþegann, finnst hún lofa ansi góðu! Skil ekki hvernig mér datt í hug að hún gerðist öll inni í leigubíl ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:51
Grundarfjörður, ekki satt?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 17:50
þarf að kíkja á þess
Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 18:37
brrrrrr er að koma skítakuldi hér
hvurnig er það... búin að hreinsa útúr pósthólfinu þínu svo þú hafir pláss fyrir fleiri "sæta gaura" ????
Saumakonan, 31.5.2007 kl. 18:41
Er að reyna ... spurning um að senda á gurri@birtingur.is?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 19:30
Ég vildi að ég væri duglegari að lesa bækur. Ótrúlegt að maður eins og ég skuli ekki lesa meira. Ég er jú fyrst og fremst kvikmynda- og tónlistaráhugamaður, en ég hætti næstum því algjörlega að lesa mér til skemmtunar þegar ég byrjaði hjá Máli og menningu 1991. Næstu ellefu árin þóttist ég alltaf ætla að bæta mig en það voru bara örfáar bækur sem hlutu náð fyrir augum mínum. Svo þegar ég flutti norður og hóf störf á bókasafninu ... þá jókst aðeins lesturinn, en alls ekki nóg.
Ég er ekki hrifinn af megrun og vil ekki í svoleiðis alvarlegt átak, þó svo að ég sé búttaður bangsi ... en ég vil gjarnan fara í lestrarátak. Maður eins og ég á að lesa meira!!
Knús að norðan, sæta dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:38
You've got mail.... ehmm... eða ég ætla rétt að vona það!!!
Saumakonan, 31.5.2007 kl. 19:45
hvad er sól á milli vina ... er búin ad vera ad svala sál minni úti og er ordin rjód í framan og út um allt! Vaeri til í ad hlusta á allar zessar baekur Gurrí zví ég er svo lengi ad lesa, samt fljót ad fatta
www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 20:58
Þetta gula er hátt á lofti hjá mér og virðist komið til að vera. Nú eru það stuttbuxur og bolir sem blífa.
Ég las Tíma nornarinnar eftir Árna nú eftir jólin. Fannst það alveg frábær bók og vil því lesa meira eftir Árna. En bækurnar hans eru nú ekki í hverri bókabúð hér vestra. Doddi, lestu Tíma nornarinnar. Það er ein fárra bóka á Íslandi sem gerast á Akureyri. Það þarf að skrifa fleiri bækur sem gerast fyrir norðan. Það er svo skemmtilegt að lesa um eitthvað annað en Reykvískt samfélag þegar maður les íslenskar bækur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:49
Var akkúrat að leggja símann á vinkonu mína, hafði verið að væla: ohhh, ég vildi að ég hefði eitthvað að lesa...hún sagði mér að kíkja í Biblíuna. Ég dauðöfunda þig Gurrý. Stemmarinn er ekki alveg í Biblíuformi sko....
Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 22:56
Það er víst hellingur um ofbeldi og svona í biblíunni ... en vá, svaka góð vinkona, not! Hún á örugglega eftir að reyna að plata þig í fjallgöngu, passaðu þig bara. Bensínstöðvar og bókabúðir eru núna fullar af skemmtilegum kiljum. Sá að nýkomin er ný bók eftir Petterson, "Fimmti eitthvað ..." líst svaka vel á hana.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:05
Þú ert eins og ég Gurrí, ég er með 16 og 17 aldar bækurnar, ég les líka mikið af spennusögum.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.5.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.