12.10.2021 | 18:19
Að bíta í maríuskonsu í hratt líðandi örfríi ...
Ég hef heitið mér því að hrylla mig aldrei framar (miklu minna) yfir sumum mat á fésbókarsíðunni Gamaldags matur. Þótt líði sennilega áratugir (tveir?) þar til ég fer á dvalarheimili vona ég, ef mér auðnast að lifa fram að því, að fá álíka matráð og er á dvalarheimilinu á Eskifirði. Sú sem stjórnar þar er nefnilega farin að skella inn á síðuna myndum af matnum sem hún býður upp á, og þarna eru líka myndir frá kaffitímum. Ég gat ekki stillt mig um að biðja hana um uppskrift að skonsum, og svo þegar vinkona mín kom alla leiðina úr bænum í gær ákvað ég að prófa í fyrsta sinn á ævinni að baka skonsur. Meira að segja hermdi eftir 735-konunni (kunna ekki allir póstnúmer?) með áleggið og átti því áleggsbréf með reyktum laxi (sem ég á eiginlega aldrei), egg og snilldarost í ísskápnum. Skyldi þetta vera svipuð uppskrift og að ensku hefðarskonsunum? Nice cup of tea og skonsa? En fyrir þá forvitnu, auðvitað beit ég í fyrstu skonsuna sem ég bakaði, Maríuskonsuna sjálfa. Það tryggir að ég baki þær aftur.
Mynd 1: Tveir af þremur múmínbollum sem ég hef fengið í afmælisgjöf á undanförnum árum, Iittala-skál sem vinnan gaf í jólagjöf eitt árið, nýleg stytta frá Sólheimum (efst til vinstri), gamlir diskar og girnilegt meðlæti með súpergóðu kaffi. Takið eftir að osturinn (eða utan um hann-dæmið) er í stíl við sófann. Sjaldséð smekklegheit á íslenskum heimilum. Lillablái múmínbollinn vinstra megin var valinn til að ögra.
Vinkona mín íhugar ábyggilega mjög alvarlega, eða það myndi ég gera í hennar sporum, að kaupa sér íbúð á Akranesi svo hún komist oftar í kaffi til mín. Hviðurnar á Kjalarnesi stoppa hetjustrætó stundum af, hví ekki hetjuvini og -vandamenn, svo það er bara best að flytja hingað.
Og fólkið á Gamaldags matur má borða sína selshreifa í hádeginu fyrir mér, og hræringinn sinn súra á morgnana, reykta ýsu, spagettí soðið í hálftíma, þverskorna ýsu og saltfisk með hömsum fyrir mér, ég fæ bara sálfræðing í lið með mér til að vinna í eitt skipti fyrir öll í þessum matarminningum sem gerðu æsku mína svo erfiða, sérstaklega þegar maður las Enid Blyton meðfram og fékk á þriðju hverri síðu matseðil þeirra, eins og í útilegum, þegar Anna og Dísa útbjuggu hlaðborð á meðan Jonni, Finnur og Kíkí tókust á við glæpamenn. Ég vissi sjö ára gömul hvað flesk var, nokkru áður en ég lærði orðið beikon. Það voru gífurleg heilabrot í æsku og eiginlega rúmlega það, eða eiginlega alveg fram til sextugs að reyna að úthugsa leið til að hafa einhvern á fullorðinsheimili mínu sem eldaði góðan mat án þess að ég þyrfti að gera eins og Georgína í Fimm-bókunum og þykjast heita Guðröður. Það hefur ekki tekist enn en ég held samt í vonina. Bið mín eftir einhverjum sem kann að gera sítrónufrómas er orðin of löng, ef safakúrsorkan helst lengur er alveg möguleiki að ég prófi bara sjálf, þótt ég sé mjög hrædd við matarlímsblöð.
Mynd frá eldhúsgardínugerð minni í fyrra. Ekki bara myndarleg í útliti, heldur einnig í höndunum, eins og mamma orðar það svo snilldarlega. Góð frí geta svo sem líka farið í að hekla, ekki eingöngu samt. Eflaust hægt að hekla lengur á meðan hlustað er á bók. Með stóran þvottabunka nýlega notaði ég aðferð Hildu systur, enn og aftur, og hlustaði á bók sem heitir Elskuleg eiginkona mín, og kláraði bunkann. Eina leiðin, held ég, er frekar löt við að hlusta en hef lesið margar rafbækur á Storytel, það er svo miklu fljótlegra (of stutt líf?). Verð að klára hana fljótlega svo kannski hekla ég tískufatnað úr plötulopa á ættingja mína. Þá er jólagjöfunum reddað. Allt út af því að ég verð að klára hljóðbók ... Finn annað garn fyrir Hildu, hún segist vera með lopaofnæmi ...
Mér gengur ekki alveg nógu vel að lesa, reyndar komin á bls. 108 í Jónínu-bók (sem er enn mjög skemmtileg og verður það eflaust áfram). Húsverk (í alvöru) hafa svolítið tafið mig frá því að klára verkefnið þannig að ég óttast að allt í einu verði litla fríið mitt búið og ég bara upptekin við eitthvað allt annað en kaffidrykkju og bókalestur! Það væri nú sóun á góðu fríi.
Mynd: Þarna erum við Keli á sólríkum haustdegi. Ég hef sennilega verið búin með safakúrinn og varla nema skugginn af sjálfri mér.
Í fyrrakvöld var sýnd fróðleg heimildamynd um iðnaðinn sem hefur skapast í kringum þá sem eru á móti bólusetningum - þetta virðist vera arðbær iðnaður t.d. í Bandaríkjunum fyrir þá sem selja lækningu við covid (D-vítamín, klórblöndu en klórkarlinn var handtekinn fyrir rest) og aðferðirnar sem notaðar eru til að láta fólk halda að það hafi sjálft uppgötvað sannleika sem reynt hefur verið að þagga niður af yfirvöldum ... Læknirinn sem falsaði niðurstöður rannsóknar sinnar um að bólusetningar gætu orsakað einhverfu, er orðinn að hálfgerðri Hollywood-stjörnu, eftir að hafa hrökklast ærurúinn og læknisleyfislaus frá Bretlandi og æsir nú til ótta westra. Hann segist ekki endilega vera á móti bólusetningum, bara að hafa ekki í sömu sprautunni bóluefni gegn þremur barnasjúkdómum, það sé of sterkt, einn í einu væri nóg. Sjálfur var hann búinn að fá einkaleyfi í Bretlandi fyrir einföldum mislingaskömmtum og ef allt hefði gengið upp, hefði hann orðið vel efnaður. Það er greinilega engu að treysta í þessum heimi. Og algjör þöggun um þetta í íslenskum fjölmiðlum ...
Myndin var sem sagt sýnd á Stöð 2 sunnudagskvöld en ég man ekki hvað hún heitir, kann ekki nógu vel að leita ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 82
- Sl. sólarhring: 200
- Sl. viku: 359
- Frá upphafi: 1526239
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 317
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.