Hraðar hendur í spennu dagsins ... og bold

espressoÞað er nú ansi rólegt lífið þegar mesta spenna dagsins er sú að vera nógu handfljót til að skella baunum í espressóvélina áður en hún stoppar í mótmælaskyni við baunaskort. Ég lenti í þessu í dag, æsispennandi. Komst að því að ég get haft hraðar hendur.

Rosalega var Simpsonsþáttur kvöldsins góður. Seymour skólastjóri við Ednu sína: „Æ, kemst ekki með þér í rómantísku eplatínsluferðina. Mamma festi hálssepa í rennilás. Ég verð því heima til að kyssa á bágtið. Hér eru nokkur epli handa þér.“ Snilld.
 

Er að hugsa um bæjarferð á morgun. Ekki þó til að fara á kaffihús að reykja. Einhver hvíslaði því að mér að ég gæti tekið Akraborgina í bæinn ... Hún kemur víst í heimsókn á Skagann. Best að leita frétta.

Já, alveg rétt, boldið ... ég eiginlega sofnaði yfir því. Brigdet sem búið er að hrauna yfir síðustu vikur og mánuði er með svo mikinn móral yfir því að hafa logið að Nick að hún hafi farið í fóstureyðingu að hún er á bömmer. Hún notaði þátt dagsins til að rifja upp góðar stundir með honum, þátturinn var svona best of kelirí. Á næstunni mun Nick vera mjög leiðinlegur við hana, hún sakbitin en nær honum ekki aftur. Honum tókst að koma samviskubitinu yfir á hana, klár gaur. Hún er búin að gleyma því að hann elskar mömmu hennar. Nú man hún bara góðu stundirnar ... sorrí, of seint. Nick er nú farinn á bátnum sínum út í tryllt óveður. Hann mun ekki saka. Ég sé fram í tímann.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég sá boldið í fyrsta skipti í langan tíma og mér bara snarbrá! Allir grátandi, konur og kallar, allir harma  mistök í makavali og allt er í tómu tjóni Þvílík spenna. En þú ert vís með að líkna spenntum þar sem þú ert eins forspá og raun ber vitni ?

Vilborg Valgarðsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ja gurri þetta er harmsaga með boldið uff samt brosi gegnum gegnum dárinn

Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega er ég shaky eftir að vera búin að lesa úrdráttinn úr Boldinu.  Ég horfi nefnilega ekki á það og verð að treysta á þig.  Var líka að tryllast úr spenningi yfir kaffibaunaævintýrinu.  Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2007 kl. 00:55

4 identicon

Þetta er nú meira grenjustandið í B&B þessa dagana.  Maður kíkir ekki á þennan þátt þessa dagana öðruvísi en allir séu grenjandi að rifja upp ríðingar sem heyra sögunni til.  Svo er maður límdur yfir þessu......

En ég sé fram í tímann og það er allt að fara í bál og brandog stutt í að allt verði vitlaust....

Ég ætla að fara að sofa

Sigga (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: www.zordis.com

Morgunsopinn er bestur.  Ég kíki í baunakvörnina ádur en ég ýti á takkan zví ég hef lent í zví ad zurfa ad vera ör í snúningum!  Baunapokinn inn í frysti, zvottaklemma til ad halda honum lokudum en gekk upp! 

Ég sigldi eitt sinn med Akraborginni, lítil í raudri kápu og fannst mjög gaman!  Taktu myndir!!!!

www.zordis.com, 1.6.2007 kl. 05:59

6 identicon

Vá, hvað mig langar í kaffi núna! - 35 mínútur!

Hvað er að frétta þá að Ridget og Taylor? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 08:26

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Ridge virðist sjá eftir Brooke, kannski hættur að þola varaþykka geðlækninn hana Taylor sína. Það hlýtur að verða allt vitlaust bráðum, eins og Sigga segir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2007 kl. 11:56

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 Það er svo skondið þegar viðmiðanirnar breytast og svona atriði verða að highlight of the day. Einu sinni var slíkt hjá mér að fara á WC. Það var þegar ég lá (grafkyrr að mestu) á meðgöngudeild Lansans - með WC-leyfi, eins og það hét! (Mig minnir að ég hafi sagt þér frá þessu áður.... en kannski er það deja vú...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 1516316

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 664
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband