4.12.2021 | 23:50
Sushi-svik, seleb í Costco og Mozart á miðnætti
Sérlega hentugt að hafa komist í bæinn í morgun og í Costco áður en óveðrið skellur á í fyrramálið. Meira að segja búið að aflýsa strætóferðum milli Reykjavíkur og Akraness. Það var hægt að kaupa alls konar vistir; rafhlöður, álpoka, áttavita, stuttbuxur, trasistor-útvarp, regnhlíf og landakort en ég geri nú samt ráð fyrir að Himnaríki standi af sér veðrið. Veðurfræðingur í gær talaði um leiðindaveður, það eru fordómar. Þetta er spennandi veður. Þegar maður er inni og gluggar lokaðir.
Myndin hefði getað verið tekið í Costco í dag, nema þetta eru karlmenn. Ég var ekki leðurklædd og sú sem ég dáist að og fylgi á Instagram ekki í stuttbuxum. Að öðru leyti allt rétt.
Það er alltaf gaman að fara í Costco. Þar voru nokkrir sem ég þekkti, eins og Guðrún E. í leit að ákveðnu þvottaefni og fann ekki, ekki ég heldur þegar ég skannaði búðina. Hún þarf að koma á Skagann og við fara í Einarsbúð. Svo mætti ég nokkrum sinnum pari sem mér fannst kunnuglegt - en við Jón Gnarr eigum það sameiginlegt að vera ekki alveg nógu góð að þekkja ef nef- og munnsvip vantar. Í þriðja eða fjórða gangi hittumst við í þriðja eða fjórða sinn og þá vatt konan sér að mér og spurði: Fyrirgefðu, hvað heitir þú?
Gurrí ... en þú?
Hún kynnti sig, dró niður grímuna og ég missti mig af spenningi, þetta var eitt af aðalseleb-unum mínum (áhrifavöldum, fræga fólkinu) á Instagram og snappinu ... sem ég hef fylgst með í nokkur ár í gegnum súrt og sætt, frá búsetu þeirra á Spáni til Kópavogs í dag og komin með tvö ofsasæt börn ... enn með tvo hunda og hún þekkti MIG?!?
Bíddu, hún er svo ung, getur varla hafa verið fædd þegar ég var útvarpsstjarna barnanna 1986, hugsaði ég með sjálfri mér, hún á kannski eldra systkini sem tók alla þættina upp á teip og ... en gleðin og ofsamontið stóð stutt:
Við erum Facebook-vinkonur, sagði hún glaðlega og ég varð að hrósa henni virkilega fyrir að hafa þekkt mig af nokkurra ára gamalli mynd af mér farðaðri - og með grímu þarna, og þar fyrir utan bætir MichelinMan-úlpan mín á mig 20-30 kílóum.
Ég lenti líka í svipuðu með Evu Ruzu fyrir þremur árum eða svo, hún er mjög fyndin og skemmtileg á Instagram sem ég vissi ekki þá. Hún var að skemmta einhvers staðar þar sem ég var og kvaðst kannast svo voðalega við mig. Frægð mín stóð þó ekki lengi. Þegar við Hjörtur Howser vorum saman með morgunþátt á Aðalstöðinni á síðustu öld fengum við okkur stundum hádegismat saman og matsölustaður ættar hennar, Svarta kaffið, varð oft fyrir valinu, flott súpa og stundum chili con carne í brauði - og hún var að vinna þarna stundum. Ég áttaði mig á því þegar ég fór að fylgja henni á Instagram. Já, við áhrifavaldar ...
Mér líður samt svolítið eins og ég sé eltihrellir. Hitti báðar Systur og maka-systurnar á einum og sama deginum nýlega, Kristu reyndar viljandi (með hennar samþykki, að sjálfsögðu), Kötlu óvænt, og nú þetta! Kannski standa áhrifavaldar svona svakalega saman og ég farin að öðlast viðurkenningu án þess að hafa áttað mig á því. Sem veit á rándýrar gjafir sem fara að berast mér. Sem er samt hræðilegt því dyrabjallan er enn biluð. Ekki bara ástamálin sem fara í rúst, sumir rafvirkjar hafa helst til of mikið á samviskunni.
Einhver sem hefur lesið sálfræði gæti ímyndað sér að kaup mín á sítrónusandkökunni í Costco hafi stafað af vonbrigðum mínum þegar ég komst loksins í Krónuna í gær til að kaupa geggjað sushi sem verður hér eftir alla föstudaga í boði, rétt upp úr hádegi, og þegar ég mætti um fimm, hálfsex, var allt búið. Ákaflega sárt að þurfa að horfa upp á óvænta græðgi Skagamanna sem hafa hingað til ekki sýnt þá hlið á sér. Ég hafði boðið Ingu í mat, í sushi og þurfti að redda þessu einhvern veginn. Ég fann krukku með Chili con Carne, einhverju voða hollu og góðu (frá Happi?) sauð hrísgrjón og bar þetta á borð. Inga starði á mig. Er ég orðin eitthvað rugluð? spurði hún. Í stað þess að gaslýsa hana og segja að ég hefði aldrei minnst á sushi, sagði ég henni að ég væri léleg í því að bera fram heiti á erlendum matvælum. Ég bæri iðulega fram orðið pasta sem lax og jú, það hefði oft valdið sárum misskilningi og vonbrigðum, sérstaklega þegar kæmi að matarboðum. Inga gleypti þetta og líka dásamlega chili con carne-ið sem dugði okkur þremur og rúmlega það. Virkilega þægilegur og fljótlegur matur sem ég sagðist hafa eldað frá grunni. Í ástum, matseld og stríði er víst allt leyfilegt.
Jæja, Mozart á miðnætti á RÚV - ætla ekki að missa af því. Fregnir af veðri koma strax á morgun, kannski eldgosi líka, það er allt í gangi núna.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 18
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 575
- Frá upphafi: 1525331
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 500
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.