Kópavogur og Akranes góð blanda ...

Þetta varð ekki jafnmikill dugnaðardagur og ég hafði vonað enda hálfslösuð á fæti, því allt of lítið um húsverki, meira um kaffi og spjall og það meira að segja á kaffihúsi. Frábæru Kaju. Helmingur gesta frá Kópavogi, hinn af Skaganum. Mjög góð blanda. Endaði meira að segja á því að seinni gesturinn frá Kópavogi fór með mér á rúntinn og ísbíltúr. Sykurlausi ísinn í Frystihúsinu er alveg rosalega góður. Já, sykurminnkun enn í gangi og allt gengur mjög vel.

 

Tölvan og netið eru undir miklu álagi í Himnaríki núna, svona læk-álagi ... ég aulaðist til að setja fínu öldumyndina sem var á blogginu í gær á síðuna View from my Window (eina af nokkrum síðum með þessu nafni) og nú er Ameríka að vakna, vel yfir 900 læk komin og fjölmargar athugasemdir á síðustu þremur tímum eða svo. (Fékk held ég fimm læk á íslenska moggablogginu, takk kærlega) Sýnist að sumir sem kommenta séu hissa á að ég búi ekki í snjóhúsi, að kuldinn hljóti að vera allt að drepa ... en ég fletti upp hvað c.a. 5 stiga C hiti væri og hann er í kringum 40 F svo ég sagði það. Eykur eflaust ferðamannastraum. En fallegar kveðjur samt, ótrúlega margir lýsa yfir ást sinni á okkar fagra landi sem er alltaf svo gaman að heyra. Ég vex aldrei upp úr því að njóta þess þótt ég sé löngu hætt að spyrja: How do you like Iceland? 

 

Elsku frábæri Sigurdór, gamli samstarfsmaður minn af DV, lést fyrir stuttu. Ég vann sem skrifstofuskutla (1982-1989) á þeim tíma en með mikla blaðamannsdrauma sem rættust svo rúmum tíu árum seinna. Ég fór oftast með blaðamönnunum í fyrra miðdegiskaffi á daginn og við sátum flest við sama borðið og spjölluðum. Þá var DV risastórt fyrirtæki og starfsmenn mjög margir. Sigurdór var svo skemmtilegur og gaman að sögunum hans. Hann sagði okkur eitt sinn frá ansi hreint bráðgerum ungum dreng sem var orðinn fluglæs og mikill lestrarhestur áður en hann hóf skólagöngu. Hann hlakkaði mikið til að fara í skólann og fór spenntur í skólann fyrsta daginn. Einhverra hluta vegna seinkaði mömmu hans sem ætlaði aldeilis að taka vel á móti honum þegar hann kæmi heim og fá að vita hvernig honum hefði líkað í skólanum. Hún rauk inn í íbúðina og sá að drengurinn lá uppi í sófa og var að lesa Sálminn um blómið eftir Þórberg. „Hvernig var í skólanum, elskan mín?“ spurði hún. „Mjög skemmtilegt,“ sagði drengurinn. „Hvað lærðuð þið í dag?“ spurði hún. „Við lærðum A,“ svaraði drengurinn stoltur og hélt svo áfram að lesa.

Við Sigurdór vorum Facebook-vinir í mörg ár og hann setti oft inn skemmtilegar vísur þar. Hann var sennilega frægastur fyrir að syngja Þórsmerkurljóð ... sem er hér meðfylgjandi. Mikill heiður að hafa fengið að kynnast þessum frábæra manni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 726
  • Frá upphafi: 1524924

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband