Dömuboð og stefnumótaárið mikla 2022

DömuboðÁ nokkurra ára fresti er mér boðið í fínt dömupartí og í dag fór ég í eitt slíkt, reyndar vorum við bara fjórar. Boðið var í kringum fína sítrónuköku úr Gestgjafanum (gömlum) og svo mætti ein okkar með leifar af jólasörum. Sykurskerðing mín var því ögn minni í dag en síðustu daga en ég vona innilega að Mogginn setji ekki á forsíðu hjá sér: Gurrí fallin ... því svo er alls ekki. Ég fór svo auðvitað beinustu leið í meinlætið við heimkomu um kvöldmatarleytið.

 

Margir velta eflaust fyrir sér hver umræðuefni gætu verið í svona fínum boðum (ég var með naglalakk og allt), sennilega bara orðuveitingar á Bessastöðum og annað súperfínt ... en nei, ég verð að hryggja bloggvini mína með því að við ræddum um eftirminnileg fyllirí fyrri ára ... og ég kom að sögunni um fyrstu og síðustu kynni mín af tekíla (þremur staupum) í Ingólfskaffi á síðustu öld og einu alvöruþynnku ævi minnar. Svo óvænt að lenda í þessu og eitthvað sem vinkonur mínar gleyma seint, svo ég get ekki logið upp lauslæti, handtöku eða öðru slíku. Eitthvað var líka talað um giftingar og ég sagði þeim að sá sem gifti mig og fyrsta eiginmann minn hafi verið Ólafur, sá sem síðar varð biskup, og að brúðkaupsveislan hafi verið haldin í sal í Glæsibæ þar sem síðar opnaði Ölver! Er það ekki töff? 

 

Fyrsti þáttur af Ófærð var fínn og restina ætlaði ég að sjá í einni beit nú um jólin, enn jól í hjarta mér ... Sama má segja um Svörtusanda ... fyrsti þáttur fínn og framhaldið bíður þar til síðar. Verbúðin, gaf því korter vegna anna en fær örugglega séns seinna. Hvenær kemur þetta seinna ef ég fæ ekki einu sinni að fara í sóttkví? Allir elska Sky Lagoon, ekki ég, mig langar ekki þangað. Er ég að breytast í pönkara?

 

Framtíðin á hreinuÉg áttaði mig á því í dag að ég steingleymdi að strengja áramótaheit í ástamálum. Eiginlega hef ég ekki hugmynd mig hvað ég vil, sennilega er ekki til einhleypur, huggulegur maður á mínum aldri sem kann að búa til frómas - en elsku Facebook bjargaði öllu. Þar er síða þar sem maður getur kíkt inn í framtíðina, hvernig nýja árið verður í ástamálum.

Og fékk ég ekki bara langsamlega besta valkostinn ... kannski hef ég ekki mikinn tíma til að blogga í ár.

 

Það eru komin 1.725 læk á myndina mína sem ég tók út um stofugluggann, sem ég sagði frá í gær, og ansi mörg komment. Dagurinn hefur mikið farið í að leiðrétta fólk sem heldur að sé svo ótrúlega kalt á Íslandi. Hvernig dirfist fólk?

 

Ljósmyndin mín á View from my Window, (sjá föstudagsbloggið) er vissulega frekar kuldaleg - engin sumarsól - en þýðir það samt að það sé 20 stiga frost? Landafræðikennsla er ekki sérlega góð í útlöndum, held ég, það er sennilega bara fólk sem hefur komið hingað sem túristar sem veit að við erum flest löngu flutt úr snjóhúsunum og alla vega 20 ár síðan allt ísbjarnahald var bannað í þéttbýli. Ég gæti sagt þetta og allir lækarar myndu trúa mér ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 1648
  • Frá upphafi: 1458965

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1398
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband