15.1.2022 | 17:41
Styrkur gegn sumum freistingum
Samkvæmislífið tók óvæntan kipp í dag þegar síminn hringdi. Jú, Guðrún of Kópavogur á leið á Skagann. Ég viðurkenndi þörf mína fyrir smávegis tilbreytingu frá verkefni sem ég stefni að því að klára um helgina, leynilegt og mjög spennandi, þori ekki að segja meira til að vera hreinlega ekki myrt. Svo við vinkonurnar skruppum í antíkskúrinn og um tíma var ég vörður þar, tengist samt ekki leyniverkefninu, en ég átti að passa að ekki væru fleiri en tíu innandyra. Við vorum tíu inni svo þetta var vægast sagt virkilega taugastrekkjandi. Þegar við þrjú fórum svo út komu aðvífandi þrjár manneskjur, svo ekki mátti miklu muna. Ég er enn með hjartslátt. Svo var það Frystihúsið dásamlega, eða ísbúðin á Akratorgi. Ég held mig við sykurlítið líferni þessi misserin og það er auðvelt þar því sykurlausi ísinn er afar góður.
Ég keypti lítinn, léttan og sætan skemil í antíkskúrnum (sjá mynd). Hann kostaði alveg heilan 3.500 kall, sem er bara grínverð, og spurning hvort hann verði notaður við stólinn góða í stofunni eða bara til þægindaauka annars staðar. Hef nánast ofnæmi fyrir öllu þunglamalegu eftir 2020, endurbæturnar og grisjunina. Ég væri örugglega búin að losa mig við miklu meira ef ég ætti auðveldara með að koma því á nytjamarkaði. Ekki hægt að misnota góðsemi sumra endalaust og svo hefur pestin heldur betur sett strik í reikninginn, víða búið að skella í lás.
Guðrún ólst upp suður með sjó og segir skrítið að keyra um Akranes, þar séu húsin rétt en á röngum stöðum ... alveg eins og mér líður þegar ég fer til Keflavíkur. Fáir arkitektar, sömu teikningar nýttar víða um land, mjög heimilislegt.
Skrítið að hafa eldað eitthvað svakalega hversdagslegt í gær í stað fínheitanna frá Eldum rétt. Þetta voru þrír dagar af jólum, ekki hægt að segja annað. Það var meira að segja hvítvín í kjötbollusósunni og ég þrælfann á mér þegar ég smakkaði sósuna til áður en áfengið gufaði upp. Hænuhaus ... En ég er auðvitað að gantast, þetta var mjög lítið magn og bara hugsað til að bragðbæta sósuna.
Myndin tengist óbeint því sem ég skrifaði um nýlega, að stundum komi eitthvað hrikalega spælandi í veg fyrir bestu áætlanir ... að ætla að hreyfa sig meira og við fyrsta hreyf gerist eitthvað ... skokknámskeiðið í denn, hjólaslysið í árdaga og þetta síðasta; skokka hressilega niður stigann á inniskónum og uppskera helti í viku. Ég var ekkert að ofgera mér en kókoshnetan skall bara á kálfanum á mér.
Eitt sinn skrifaði ég um, að því er virðist, aukinn yndisþokka minn eftir að grímuskylda var tekin upp. Ástríðuþrungið augnaráðið frá körlunum við mjólkurkælinn, svo heitt að ég get varla verið í úlpu í búðum. Ég hélt satt að segja að móða á gleraugum léti mig sjá ofsjónir en nýlega las ég merkilega útkomu rannsóknar sem segir að grímur láti fólk virðast meira aðlaðandi. Allt daður mun sem sagt hætta/minnka um leið og grímuskylda fellur niður. Hversu kvíðvænlegt.
Íþróttameiðslin eru öll að lagast, ég sleit vissulega ekki heilan vöðva í látunum við að hlaupa niður með plast og pappír vikunnar í fanginu á leið í endurvinnslutunnuna. En samt gerðist eitthvað. Ég hef í staðinn dinglað léttu lóðunum úr Rúmfatalagernum til að fá einhverja hreyfingu og hræði drenginn á því að ég verði vöðvatröll á örfáum vikum. Hann skrapp aðeins út í gönguferð, þarf mikið að hreyfa sig ... en ég þekki minn mann.
Ef þú ferð í sjoppu og kaupir sælgæti, viltu passa að ég sjái það ekki, og alls ekki bjóða mér neitt! píndi ég mig til að segja við hann í kveðjuskyni.
Ertu viss? Hann var hlessa yfir því að einhver vildi ekki sælgæti en lofaði. Ég er ekki þroskaðri en þetta, ég myndi sennilega þiggja af honum ef hann byði mér, svo þetta voru mjög áríðandi forvarnaraðgerðir. Ekki veiklyndi, heldur gífurlegur styrkur að koma svona í veg fyrir að freistingar verði til ... Covid-keppurinn skal ekki sigra! En ég þarf einhvern veginn að finna styrk minn þegar ég fer í antíkskúrinn samt!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 6
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 484
- Frá upphafi: 1523838
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 424
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.