Viðreynsla hekláhugamanns

teppiÞað var eins og við manninn mælt, nokkrum mínútum eftir að ég skrifaði við mynd af fallegu heklteppi á erlendri fb-síðu: „Very beautiful,“ fékk ég skilaboð sem þurfti að samþykkja af því að viðkomandi var ekki fb-vinur minn: Hello Guoriour I love your comment here on crochet. Áður en ég vissi af hafði ég blokkað manninn, án þess að reyna að svara nokkru ... og nafn hans byrjar á H - hann gæti verið mín sanna ást (sjá bloggið í gær). En samt, hefði ekki verið smartara að dást að fegurð MINNI? Frekar en fögrum orðum mínum í garð heklaðs teppis? Strákar, hvað er að ykkur? Kannski eru útlendingar svona ... trúi því ekki upp á íslensku sjarmörana.

 

Ljósmyndin er af teppinu fagra sem ég hrósaði, mikið væri gaman að geta heklað svona fínirí. Saga mín í hekli snýr fyrst og fremst að afköstum ... ekki mikilli snilld. 

 

Loks í dag, eftir hádegi, komst ég til tannlæknisins, sem lagaði tönn sem brotnað hafði upp úr. Svo nú er ég fullkomin, nánast. Eftir að hafa gengið frá Himnaríki að Skagabraut (5 mín. hægt labb) þar sem hún endar við gamla Skaganesti, var ég orðin hölt, það tóku sig upp vikugömul íþróttameiðsli), og það var sorglega langt í næstu strætóstoppistöð sem hefði hentað (Innnesvegur). Samt var ég á það góðum tíma að ég hefði náð þótt ég hefði skriðið, sem nokkrar mínútur voru í. Sá ég þá ekki elsku Sollu (á bíl) sem gaf mér merki um að fara inn á planið hjá áður Skaganesti og enn síðar Kvikk. Hún er ein af þeim tíu sem ég bauð í afmælið mitt í fyrra, hef ekki séð hana síðan, en við stundum sóttvarnir af krafti þótt við lifum alveg lífinu (mínus djamm, eins og áður). Við náðum að spjalla helling og rúnta í hálftíma áður en hún setti mig út við tannlæknastofuna og sparaði mér sársaukafulla gönguferð. En sykurbindindi gengur fínt og covid-keppurinn hefur minnkað, fannst umfang hans minna í sturtu morgunsins.

 

Snjallræði  1Bloggið mitt er að verða eins og Facebook-fréttir (sjá færslu í gær) en einn fb-vinur velti fyrir sér í dag ... að það væri nú eitt við baráttuna gegn bólusetningum, maður heyrði miklu minna talað um að innflytjendur væru að tortíma heiminum og að loftslagsbreytingar væru blekking. Eins og krafturinn fari úr því annað. Fb-vinur minn var m.a. sakaður um einelti í athugasemd. Það er svolítið vandlifað núna.

 

Blogg„vinkona“ sendir mér reglulega pósta og gerði án miskunnar öll árin (13) sem ég var í bloggpásu, ég kann ekki að stoppa þau, og í þeim nýjasta talar hún um bólusetta sem óhreina, almennilegir karlar í dag vilji alls ekki óhreinar konur, svo þær ættu að sleppa því að fá sprautu svo einhver vilji þær.

 

Af hverju sá ég þetta ekki fyrr? Samkvæmt þessu mun enginn almennilegur maður líta við mér þríbólusettri. Thank you very many, Þórólfur!

 

Neðri myndin tengist innihaldi færslunnar ekki neitt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 129
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1673
  • Frá upphafi: 1453832

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 1388
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband