Heimsókn með afleiðingum ...

Mosi frægiSeptembermánuður í fyrra byrjaði ansi vel en þá komu tvær bandarískar konur í heimsókn í himnaríki. Kynni mín við aðra þeirra hófust í gegnum köttinn Mosa sem sat fyrir á mynd sem ég sendi síðar í Facebook-hóp kallaðan The view from YOUR window. Eitthvað slíkt, nokkrir slíkir hópar eru til.

Myndin góða sýnir vel landhelgi himnaríkis og þar með talið veðrið sem getur ríkt þar og kostað brim og stórsjói annað slagið. Sjá áhrifamikla mynd þar sem Mosi var að hjálpa mér við vinnuna. Ég skrapp fram til að sækja mér kaffi, var að vinna eins og svo oft áður, og þegar ég kom til baka sat Mosi svona, eins og hann væri að bíða eftir flottu myndbandi, eins og ég sýni honum stundum, okkur báðum til mikillar gleði og hamingju. Ekki bara kattamyndbönd samt. Hann er hrifinn af nánast öllu sem hreyfist.

 

Susan HillAnne var ein af þeim 1,5K sem skildu eftir komment við myndina og sagðist m.a. hafa komið til Íslands og myndi koma aftur. Svo kom hún, þarna fyrst í september og tók Susan vinkonu sína með, kennara sem nú hefur komið Íslandi á kortið, alla vega í vissum skóla þarna úti sem heitir Altamont Creek Elementary School.

 

Susan skrifaði við færslu sína á fb: Presenting Iceland ... never did this when I was in elementary school. Guess it´s never too late to do a cchool project.

 

Ekki nóg með það, heldur er þarna í kynningunni hjá henni mynd af Kela mínum, þarna til hægri á myndinni af Susan (neðarlega) þar sem hann situr úti í glugga og svo sést í eldgos handan hafsins, eins og svo oft síðustu misserin). Slík mynd, án kattar þó, sést í fasteignamyndunum af himnaríki en eini gallinn er að hlekkurinn verður sífellt óvirkur á síðu fasteignasölunnar og það þarf að fara inn á fasteignir.is, setja inn Jaðarsbraut og þá kemur öll dýrðin. Ég vona að sem flestir kíki á opna húsið á þriðjudaginn. Hér má sjá hlekkinn, ég varð að prófa ... tæknitröllið sjálft, þessi ætti að vera í lagi:

https://fasteignir.visir.is/property/597816/imagelist  

 

Gestirnir ásamt InguAnne og Susan voru mjög skemmtilegar og gaman að fá Ingu vinkonu líka. Ég bauð þeim upp á gamaldags íslenskan mat. Og áður en þið farið að æsa ykkur, þá var þetta ekki hræringur, súrt slátur, svið eða annað hræðilegt, heldur flatkökur með hangikjöti, hraun og æði, minnir mig, kaffi frá Te og kaffi eða Kaffitári, kleinur, reyktan lax á ristuðu brauði, malt og appelsín - ekta gamaldags íslenskt án alls hryllings.

 

 

Skemmtilegur dagur með þeim sem bæði sýnir hvað kettir sameina fólk, einnig ljósmyndir, fb-síður, og órólegur og sérlega flottur sjór. Sumir eru hrifnastir af rólegum sjó að sumri til, seglbátar, sjóþotur og hlæjandi börn á sandinum ... jú, það er næs, en úfinn og trylltur sjór er það sem ég er hrifnust af. Suðvestanáttin á fljúgandi ferð gefur og gefur ...    


Bloggfærslur 14. apríl 2024

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 1952
  • Frá upphafi: 1454826

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1583
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband