19.1.2022 | 23:00
Leynikerfi sumra bílstjóra og endurbótalok fram undan
Stundum tapar maður á því að vera fýlupúki og nenna ekki að horfa á eðalefni í sjónvarpinu. Handbolti, Verbúðin, Ófærð, Svörtusandar. Ég ætlaði sl. sunnudag að horfa á það sem komið væri af síðastnefnda efninu en þá voru bara þriðji og fjórði þáttur sjáanlegir. Ég sá fyrsta þátt í línulegri dagskrá, horfði fúl á þriðja en var meinað að sjá þann fjórða. Finn ég þetta allt annars staðar eða er sem sagt öll Ófærð horfin, fyrri Verbúðarþættir ekki aðgengilegir og handboltamenn komnir með covid svo næstu útsendingar verða ekki jafnfrábærar og leikurinn í gær, samkvæmt fólki á feisbúkk? Get ég farið í mál við lyfjafyrirtækið sem framleiðir reykingalyfin mín? Svona aukaverkanir (sjónvarpsóþol) eru mjög alvarlegar Kannski hjálpar Ivermectin ... djók, en ég get ekki haldið uppi eðlilegum samræðum við fólk og ég hefði sennilega horft á leikinn í gær ef staðan hefði verið tíu mörkum okkur i hag, þetta var of jafnt og ég forðast streitu eins og ég get. Annars sá ég í þætti sem ég, jamm, sá þátt í gær í sjónvarpinu (afvelta, takk, Eldum rétt) um aðferðir til að styrkja ónæmiskerfið. Hæfileg streita er góð stöku sinnum en ekki dagleg eða streita sem stendur lengi yfir í einu.
Frábær þáttur sem sannaði fyrir mér að ég lifi heilbrigðu lífi - og tikkaði í næstum öll boxin yfir réttu hlutina. Nægur svefn, lítil streita og lítil drykkja áfengis, D-vítamín og trefjaríkur matur, en skortir upp á hreyfingu og nudd. Lítil hreyfing hjá mér síðustu mánuði og ekkert nudd síðan sum nuddkona flutti vestur á Ísafjörð fyrir mörgum árum en allt hitt er í fínu lagi. Síðustu ár, til að forðast streitu, hef ég unnið mátulega mikið, reyndar mikið akkúrat núna en ekkert stress samt. Mun nota helgina í að klára, þá verður stráksi að heiman og ég með slökkt á síma og dyrabjöllu. Vonandi verður útsýnið ekki mjög truflandi, eins og í dag ... sjá mynd. Það verður suðvestanátt sem táknar flottan sjó en kannski sést lítið í hafið mitt fyrir snjókomu, hríð? Slík er spáin.
Einarsbúð kom með vörur í dag, kassann alla leið inn í eldhús. Tveir saman þar sem níðþungur costco-kattasandurinn er eins manns burður upp stigana. Ég tók eftir því að ég þakkaði þeim mjög innilega og hjartanlega fyrir, eitthvað sem ég geri ekki þegar kemur bara einn karl - til að styggja hann ekki. Allt til að sendlar lífs míns óttist ekki að ég sé hh-týpan (h-housewife, you know). Í síðustu viku, þegar Eldum rétt kom með kassann, þurfti ég að staulast slösuð niður stigana og sá í skottið á flýjandi sendibílnum að nálgast Garðabraut, en sl. mánudag fékk ég matarkassann upp að dyrum, úr einu brosandi fangi í annað og ekkert nema kærleikur. Þá var ég miklu betri í fætinum og verið auðveldara að skottast niður.
Mögulega eru bílstjórar sem sendast með vörur, með sérstakt kerfi sín á milli. Stórt X á útidyrnar með ósýnilegu bleki sem bara þeir sjá með sérstökum leynigleraugum þýðir Varúð, ekki koma nálægt þessari ... eða stórt N sem þýðir kannski náttúrulaus þessi - sem er vitanlega algjört kjaftæði og rugl, sumar konur eru bara kurteisar og virða karlmenn en líta ekki á þá eingöngu sem holdið heitt.
Þegar ég missti eitthvað ansalegt út úr mér við iðnaðarmennina mína um árið, að allir ættu að eiga eitt stykki af svona æðislegum mönnum ... (hugsaði þetta ekki til enda og meinti bara vá, hvað þið hafið verið snöggir að rífa allt út úr baðherberginu, leggja rafmagn og pípulagnir og flísar) og þeir stirðnuðu upp, sem betur fer margir saman svo ég virtist ekki eins hættuleg. Í einhverju hafa þessar elskur lent. Ég brást í hvelli þannig við að ég sagði eitthvað á borð við: æ, afsakið lélegan húmor, mikið er þetta fínt hjá ykkur. Eftir það óttuðust þeir ekkert og þorðu alveg að koma einir. Oft. Það er bara eitt verk eftir, að klára að mála nokkra glugga. Það þurfti bara að bíða eftir framkvæmdum húsfélagsins sem fóru fram í fyrra. Ég fékk nýja glugga norðanmegin sl. sumar og fyrir skömmu kom nýtt gler í stað móðuglers.
Þegar búið verður að mála er hægt að segja að endurbótum sé lokið í Himnaríki. Nú eru að verða komin tvö ár síðan þetta hófst allt saman (á morgun, minnir mig) og enn er allt eins og nýtt. Ein pínulítil og grunn rispa á eldhúsbekk, sem bara ég sé og þjáist yfir. Eftir lasagne-gerð í fyrra hélt ég að ofninn væri ónýtur, það sem lak á botninn var blýfast. Ég man ekki hvernig ég náði því (sennilega töfrasvampur) en ég setti eftir það álpappír á grindina til að það gerðist ekki aftur, aldrei, og ofninn, mikið notaður er tandurhreinn og fínn. Stundum pússa ég vaskinn með Pink Stuff svo hann gljáir sjúklega mikið, og tek helluborðið með töfrasvampi, þríf ruslaskápinn mjög reglulega ...
... er einhver til í að binda enda á þjáningar mínar? Þetta hljómar hræðilega - ég var ekki svona biluð eftir að ég lét gera Hringbrautina upp. Fjandans D-vítamín.
Fyrsta endurbótamyndin (tekin í austurátt) sýnir inn í gamla eldhúsið, djúpu efri skápana, ísskápshliðina með Hagkaupssloppnum, vinstra megin fatahengi og rétt þar við voru dyrnar inn í þvottahús.
Miðendurbótamyndin sýnir sérlega eftirlitsketti Himnaríkis. Þarna var búið að rífa plastparketið af ganginum og eldhúsið ansi tómlegt eftir dugnað smiðanna. Rauða teppið fauk líka, gangurinn var flotaður áður en nýtt gólfefni fór yfir. Einnig eldhúsið, baðið og skotin tvö, þar sem þvottahúsið var áður og kósíhornið (bækur) við hliðina á baðinu.
Þriðja endurbótamyndin sýnir Himnaríki eins og það er í dag. Vinstra megin er ekki lengur þvottahús til vinstri, heldur var veggur rifinn og nú er þar fatahengi og ýmsar hirslur. Dýrmætt að fá birtu frá norðurglugga á ganginn. En til hægri eru stofa og herbergi. Ég sný baki í baðdyrnar. Þetta voru erfiðir mánuðir en gjörsamlega þess virði.
Síðasta myndin er FYRIR-mynd. Dyrnar inn í þvottahús, Krummi, kommóðan sæta sem Búkolla nytjamarkaður vildi ekki en einn smiðurinn varð ofsakátur að fá.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 14
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 846
- Frá upphafi: 1523228
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 764
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.