Engin venjuleg horn

Köttur dagsinsGóđufréttahorniđ: Fínustu fréttir í gćr - neikvćtt sýni hjá manneskju sem kom nálćgt manneskju sem kom ná- ... sjá bloggiđ í gćr. Engin smitgát, ekkert stress ... ţađ yrđi líka frekar fúlt ađ smitast á síđustu metrunum, skömmu fyrir afléttingu og hjarđónćmi og finna kannski ekki bragđ af kaffi vikum saman. Friđrik Ómar söngvari hefur ekki enn endurheimt sitt bragđ- og lyktarskyn eftir annars mild (bólusettur) covid-veikindin í nóvember, hann sagđi ţađ á Instagram í gćr svo ég er ekki ađ skúbba međ neitt. Mikiđ er hann annars skemmtilegur á Instagram (fromarinn?), vara samt hláturmilda viđ, auđvelt er ađ kafna úr hlátri yfir honum. Ég minnist ţess ekki ađ hafa nokkurn tíma fariđ á jólatónleika - en mig dauđlangar á slíka tónleika međ honum fyrir nćstu jól. Eđa jú, ég fór einu sinni og hlustađi á Pál Óskar og Monicu í Háteigskirkju á dásamlegum tónleikum á međan ég bjó enn í bćnum, fyrir utan svo Jólasöngva kórsins míns gamla úr Langholtskirkju. En enga svona poppjólatónleika.

 

Köttur dagsins-horniđ: Mosi kíkir reglulega á Facebook.

 

 

Kóvitahorniđ: Mér fannst málstađur vissra mótmćlenda sem eru á móti vissum sprautum, hrapa enn neđar út af ţessum bćklingi sem varađ var viđ í fréttum í gćr/fyrradag, ţar sem auđvelt hefđi veriđ ađ draga ţá ályktun ađ hann kćmi frá opinberum ađilum sem styđjast viđ vísindi. Ég tók ţetta próf sem auglýst var ţar en svarađi öllu rangt sem ţýđir ađ mér er ekki viđbjargandi, sem er akkúrat ţađ sem ég vil, takk. 

 

Lax dagsinsLax dagsins-horniđ: Laxinn var ansi hreint góđur en Eldum rétt steingleymdi ađ senda basil (ferskt) sem átti ađ fara í basilsósuna ... skeriđ basil, las ég, leitađi út um allt, meira ađ segja í ruslinu ... en eins furđulega og ţađ hljómar, ţá pantađi ég basil-krukku í Einarsbúđ í síđustu viku. Ekki annađ hćgt ţegar til voru bćđi tómatar og ferskur mozzarella-ostur. Ţađ sem ég átti til af basil var rétt botnfylli af útrunnu kryddinu og mér fannst sóun ađ panta ferskt ţví ég vissi ađ ég myndi ekki klára ţađ. Pínku fúlt samt upp á ţetta ađ gera en samt ćđislegt ađ hafa pantađ. Ef ég tryđi á íhlutun ćđri máttar í kryddeign Himnaríkis, myndi ég hikstalaust kenna ţví um en ţetta var alla vega sérlega heppileg tilviljun. Og sósan svona líka ljómandi góđ. Ég steingleymdi alveg loforđi mínu viđ sjálfa mig um ađ vinna mig aldrei áfram í réttri röđ eftir listanum yfir ađferđir, heldur skera niđur allt sem hćgt vćri ađ skera niđur og byrja ađ ţví loknu eldamennskuna. Ég sker ekki jafnhratt og vanir kokkar, enda sker ég mig ekki til blóđs nema á svona tuttugu ára fresti svo ég hef meiri trú á minni ađferđ. Ţetta ţýddi ađ laxinn beiđ í fimm mínútur eftir eldun, hrísgrjónin voru löngu sođin og sósan vel tilbúin ţegar ég var loks búin ađ gera salatiđ. Annars finnst mér ég vera ţvílíkt komin upp á lag međ ţetta og nánast allt leirtau Himnaríkis enn hreint.

 

Íţróttahorniđ: Ósigurinn í dag var alls ekki mér ađ kenna. Ég slökkti á sjónvarpinu ţegar stađan var 0-1, óvininum í hag og hélt ţví ró minni algjörlega. Kíkti ţó einu sinni en ţá var stađan ansi jöfn svo ég slökkti aftur. Sé til međ nćsta leik.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 719
  • Frá upphafi: 1524917

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 615
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband