1.2.2022 | 12:21
Sættir, skjálfti og sjokkerandi bloggfall
Við systur sættumst heilum sáttum í gær. Þegar hún sagði: Það er bara vetrarríki á Akranesi, heyrði ég það ekki rétt því í rauninni sagði hún: Þú lítur sérdeilis vel út, kæra systir, eins og sumarrós. Sem er auðvitað allt annað. Kettirnir tóku undir þetta með Hildu, ég veit samt ekki hvort ég get treyst því, hún gefur þeim alltaf eitthvað dót eða kisunammi í jólagjöf og það kunna þeir að meta. Eftir að Helga Möller (ekki söngkona) kom í heimsókn um árið með rækjur og fleira góðgæti handa þeim, fá þeir alltaf unaðshroll þegar frænka hennar (HM) syngur í útvarpinu. Þarf ekki meira til.
Myndin er tekin fram í tímann og sýnir þá þróun sem verður á Akranesi, aðeins of mikill gróður (geitungar) fyrir minn smekk, en mér líst vel á.
Rúmið mitt hristist aðeins í gærkvöldi þar sem ég lá og las nýjustu bókina um Veru Stanhope, Lengsta nóttin, ósköp notalegt bara, ég neitaði þeirri hugsun sem upp kom að þetta væri jarðskjálfti, einhver kötturinn að búa sig undir að stökkva upp í eða eitthvað. Onei, þetta var jarðskjálfti en hinum megin frá, Borgarfjarðarskjálfti, sá stærsti í áratugi. Ég nötra svolítið af ánægju yfir að hafa fundið rúmið rugga. Verst að eiga ekki og eignast ekki barnabörn til að geta sagt þeim frá þessu. Ég yrði pottþétt montin amma, ja, sko hún amma ykkar sá gosið 2021 vel út um gluggana hjá sér .... fann stóra skjálftann 2000 og svo aftur 2008, hryllingsskjálftana í undanfara gossins - og lifði af kórónuveiruna (vonandi), börnin góð. Eina sem ég hræddist var að hætta að finna bragð af kaffinu mínu, dúllurnar mínar. Svona getur maður nú verið sjálfhverfur, ekki vera eins og amma!
Mamma er ekki sérlega sátt við mig, finnst ég ekki taka bloggun mína nógu alvarlega, ég hafi sleppt því að blogga í gær sem gæti þýtt að ég ætti mjög erfitt með að endurheimta fimmta sætið. Já, ég féll í gær eða fyrradag úr draumasætinu á topp fimm niður í sjötta, sagði hún mér. Þetta voru tveir sigurdagar sem ég hélt upp á með ýmsum hætti. Eins manns skrúðgangan inn í eldhús að sækja meira kaffi á meðan ég söng ættjarðarlög, verður lengi í minnum höfð en sykurbindindið kom í veg fyrir tertubakstur.
Í gær eldaði ég mexíkóska ýsu með hrísgrjónum og salati (úr tómötum, oggu rauðlauk og þarna kryddjurtin, yfir fór: olía, salt og límónukreist, ekki flóknara). Þvílík dýrð að fá þetta svona næstum tilbúið og bæði gott og hollt. Í kvöld hef ég laxinn og mun þá læra að gera aspasinn, mögulega smjörsósu líka ef hún fylgir ekki með. Stráksi fer sennilega í helgardvöl í Reykjadal ef ég finn út úr flækjustiginu við að borga í nýja og voða sniðuga kerfinu/appinu sem neitar að taka netfangið mitt gilt. Í gær var mér skapi næst að afpanta vegna ómöguleikans (orð: Bjarni Ben) við að greiða. En þá yrðu sumir nú frekar hryggir. Vona það besta, fyrir föstudag. Ég er svolítið fórnarlamb of mikillar aðstoðar í gegnum tíðina, fyrst sonur minn, svo Davíð frændi sem ég þrái stundum að flytji upp á Akranes. Um leið og ég læri hlutina er ekkert mál að gera þá en klaufaskapurinn felst kannski í því að vera rög við að fikta mig áfram og kunna nógu mikið í ensku til að lesa Stephen King en ekki nóg fyrir svona ævintýri.
Ef fólk heldur að allt sé brjálað í hundaræktarheiminum, Spotify-brjálæðinu (Young - Rogan) sem tengist bólusettir vs óbólusettir, ætti það að skoða hannyrðaheiminn þar sem allt logar annað slagið. Hér má ekki setja inn uppskriftir, nei, heldur ekki ókeypis uppskriftir. Hættið að segja: Hér er peysa sem var að detta af prjónunum, maður segir ekki svona. (1.000 athugasemdir, alla vega) Og svo koma líka stundum óttablandnar afsökunarbeiðnir á borð við: Ég biðst innilega forláts á að setja heklverkefni inn á prjónasíðuna. Sú beiðni vakti reyndar mikla lukku (af því að konan sú kann að búa til sítrónufrómas?) og ein svaraði: Ég setti einu sinni mynd af systur minni inn á Pottablóm. Ekki fylgdi sögunni hvort sú var gerð brottræk úr blómahópnum.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 63
- Sl. sólarhring: 194
- Sl. viku: 667
- Frá upphafi: 1523417
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 595
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Undirritaður biðst afsökunar á að hafa gert allt vitlaust með athugasemd á bloggi Magnúsar Sigurðssonar nú í morgun, þannig að karlinn gæti rokið upp vinsældalistann.
Here we go again
Þorsteinn Briem, 1.2.2022 kl. 13:10
Vó, nú verður mamma brjáluð! ;)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2022 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.