16.2.2022 | 15:11
Sigrar og sorgir tæknitrölls í Himnaríki
Hamingjuríkum viðskiptum mínum er nú lokið við Eldum rétt. Ég er greinilega móðgunargjarnari en ég hélt eða þessi tími mánaðarins hjá mér; fyrsti til tuttugasti og áttundi, eða kannski röng manneskja í réttum síma sem svaraði. Ég gleymdi nú um helgina að biðja Ellen frænku um að sýna mér hvernig ég gæti pantað mat hjá ER á netinu án þess að þurfa að setja inn greiðsluupplýsingar í hvert skipti. Ég kemst ekki fram hjá því, sama hvað ég reyni og eftir að hafa fengið að hringja og panta einu sinni og verið sagt þá að það væri minnsta mál í heimi að hringja alltaf, hef ég gert það undanfarnar vikur. Þetta með að þurfa í hvert sinn að setja inn greiðsluupplýsingar, dregur úr gleðinni við að panta, eins og símtalið áðan:
Eldum rétt, góðan dag.
Já, góðan dag, ég ætla að panta mat fyrir næstu viku.
Það er gert á netinu, þú þarft að gera það þar.
Ég kann það ekki nógu vel, ég hef fengið að panta í gegnum síma síðustu vikur, eins og fleiri, skilst mér, af hverju er það ekki hægt núna?
Þú hefur þá fyrir einhverja tilviljun hitt á fólk sem getur tekið við pöntuninni.
Mér var sagt að ég mætti alltaf hringja og ég hef fram að þessu fengið ljúft viðmót, hvað hefur breyst?
Ég get svo sem reynt að finna einhvern til að hri-
Nei, veistu, sleppum þessu bara, sagði ég og lagði á. Reif síðan fína miðann með girnilegu réttunum sem hægt var að panta fyrir næstu viku og henti honum í endurvinnslupokann. Var virkilega svona erfitt að segja: Ég get ekki tekið við pöntuninni en ég skal láta einhvern sem getur það, hringja í þig. Þess í stað leið mér eins og algjörum fávita fyrir að kunna ekki að panta á netinu. Svo drengurinn verður að þola mína eldamennsku framvegis en ég hef vissulega lært sitt af hverju á þessum vikum, aðallega varðandi ofnbakaðar kartöflur, og á líka nokkrar dásamlegar matreiðslubækur sem ættu heldur betur að gefa mér hugmyndir. Netið er sniðugt og veit uppskriftina en þá þarf að vera á hreinu hvað maður ætlar að elda. Skemmtilegra að fletta matreiðslubók upp á hugmyndir að gera.
Það hlýtur samt að vera vont fyrir fyrirtæki að missa fastakúnna sem borgar yfir 40 þúsund kall á mánuði. Já, það er ýmislegt hægt að veita sér þegar búið er að drepa í, ég á tveggja ára reykingaleysisafmæli í apríl.
Myndin að ofan sýnir aldeilis gómsætan ER-lax gærkvöldsins.
Uppi í rúmi í gær kíkti ég á Facebook sem ég geri iðulega á kvöldin og eins og svo oft áður var ákveðið þema í gangi, stutt vídjó inn á milli færslna fb-vinanna. Núna endurbætur, DIY (do it youself) á alls konar.
Nú kann ég að flísaleggja gólf og veggi, leggja hitaleiðslur í gólf og flota yfir, byggja kofa frá grunni úti í skógi og taka baðherbergi í nefið.
Hefði nú verið gott og verulega hentugt að kunna þetta áður en ég lét taka Himnaríki í gegn fyrir tveimur árum. Vissulega voru þessar stuttu myndir sýndar mjög hratt svo ég verð sennilega að fara á YouTube til að læra listina enn betur.
Þetta er sko ekkert mál, sýnist mér. Bara tímasóun að hanga í skóla í einhver ár þegar allt fyrirfinnst á netinu ... Held meira að segja að ég gæti skipt um glugga hér ein og hjálparlaust og myndi gera það til að sanna það fyrir bloggvinunum ef ekki væri búið að því. Verst að ekkert er að Himnaríki eftir að Diddi smiður lagaði opnanlegu fögin svo þau lokuðust almennilega og hann er búinn að panta blikk-dæmi eitthvað til að vernda litlusvaladyrnar svo eigi geti lekið þar inn í verstu lægðunum hér við hafið - en kannski þiggur hann hjálp mína þegar hann fer í að gera þetta.
Svo ... ef ykkur vantar fb-menntaða iðnaðarkonu ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 95
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 1210
- Frá upphafi: 1521198
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 987
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Birtist hér nú ferleg frétt,
fiskinn má ei vanta,
alltaf vill hún elda rétt,
en ekki kann að panta.
Þorsteinn Briem, 16.2.2022 kl. 16:20
hahahahah
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2022 kl. 16:26
Sæl. Gott að vanda.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.2.2022 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.