Heilaþvottur A-fólks hefur áhrif ...

Mosi og KeliMorgunverkin drjúg? Æ, er það ekki bara heilaþvottur og innræting hjá A-fólki sem þolir ekki þegar við B-urnar náum oft lengri og sennilega værari svefni aðeins aftar í sólarhringnum en það? Rannsóknir (á YouTube?) hafa sannað að aðeins fólk með hreina samvisku getur sofið út! Ég var svo örg út í sjálfa mig í morgun þegar ég drattaðist gegn vilja mínum á fætur rétt upp úr átta. Fjandans vítamín. Ég hefði sennilega átt að enda á því að fara í sturtu en hvernig átti mig að gruna hvað morgunninn bæri í skauti sér?

 

 

Eftir hressandi sturtu fannst mér þurfa að setja í þvottavél ... og skipta á rúmunum svo ég gerði það áður en ég vissi af. Jú, þvo rúmteppin líka sem ég er hálfnuð með ... svo var komið meira drasl í fatahengið (áður þvottahúsið) svo ég druslaðist til að setja dagblöð í einn pokann, þau eru skrambi fín undir kattasandinn þegar búið er að lesa þau, tímaritin í körfu og ganga frá margnota innkaupapokum. Mjög orðið fínt. Og ahhh, jólaburðarpokarnir undan jólagjöfum okkar stráksa þarna í einu horninu á dyngju minni sem ég íhugaði að losa mig við en nýtna Umhverfis-Gurrí vissi að það kæmu jól á eftir þessum. Hafði ekki fyrr en í gærkvöldi fundið besta staðinn fyrir pokana (ég þarf minn tíma) og í morgun kom ég þeim fyrir í tómu ferðatöskunni inni í skáp, engin ferðalög í bráð og í raun hroðaleg eyðsla á plássi allt þetta loft í ferðatöskunni. Þið minnið mig kannski á þetta í byrjun desember?

 

Rómantíkin í himnaríkiKlukkan var ekki orðin tíu og Himnaríki gljáði, það var svo fínt. En þetta A-fólk má nú samt alveg hoppa upp í morgunstundgefurgullímund-kjaftæðið í sér. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegra á morgnana en húsverkjast. Já, og svo tók ég nokkrar hillur í skáp stráksa í gegn ... vona að hann taki ekki eftir því að nokkrir bolir og buxur fóru ofan í poka handa Rauða krossinum.

 

„Af hverju bloggar þú svona lítið þessa dagana, dóttir góð?“ spurði móðir mín í morgun. „Þú ert löngu fallin af topp fimm,“ bætti hún við.

„Jú, af því að ég er í þremur störfum og þarf að gera húsverk þar að auki, mamma mín, ég þarf að kaupa mitt eigið skyr og snyrtivörur, öfugt við aðra áhrifavalda, þyrfti að biðja Ellen frænku að kenna mér betur á Instagram ...“

„Nei, nei,“ skrækti mamma. „Ég á sko nóg með að komast yfir snappið, Facebook, TikTok, Pinterest og Twitter, ásamt RÚV, Stöð 2 og Sjónvarpi Símans, Netflix og Disney og líka Storytel!“

 

Efri myndin er af Mosa og Kela sem kúra oft saman á morgnana/ daginn / kvöldin / nóttunni.

Neðri myndin tengist þessari færslu mjög svo óbeint, líklega ekki neitt, en er lýsandi fyrir ástandið í stefnumótamálum heimilismeðlima Himnaríkis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 915
  • Frá upphafi: 1520798

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 795
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Mínir menn
  • Fyrir og eftir
  • Trump trompar sig

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband