21.7.2022 | 18:24
There's Something About Gurrie ...
Í gær fór útför elsku mömmu fram og henni til heiðurs skein sólin glatt og allt gekk upp þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Ég skrifaði stutta minningargrein um hana sem birtist í Morgunblaðinu og það var ekki notað gegn mér að ég skilaði örlítið of seint, takk, frábæra og skilningsríka starfsfólk Mbl. Mánudagur og þriðjudagur voru sérlega annasamir en nú er allt einhvern veginn dottið í dúnalogn. Eða þannig. Var að vinna í allan dag og vann líka í fyrradag og svo eru bara sex vinnudagar eftir hjá Birtíngi. Síðan bara ... ja, alveg nóg að gera.
Myndin var sennilega tekin á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar í ágúst 1986, frekar en 17. júní sama ár. Þarna er ég með mömmu og Einari. Fötin á hann keypti ég í Salzburg, Austurríki ári áður, á kórferðalagi um Evrópu með Kór Langholtskirkju. Ferðalaginu þar sem ég var með þrjár ferðatöskur ... ekki á hjólum. Alla tíð síðan hef ég ferðast mjög, mjög létt.
Í minningargreininni minntist ég á sameiginlega hrifningu okkar mömmu á Stabat Mater eftir Pergolesi (ég elska 8. kaflann, hún amen-ið (12. kafla)). Hef sagt frá því áður að ég var bara átta ára krakkaormur þegar ég elti mömmu á kóræfingar í Akraneskirkju á meðan Stabat Mater var æft og á tónleikana þegar það var flutt. Guðrún Tómasdóttir söng sópran í þessu verki og útför hennar fór fram í gær, eins og mömmu. Ég dáði Guðrúnu, fannst hún ekki bara syngja vel, heldur var hún svo afskaplega falleg líka.
Hvernig fóruð þið að því að fá Oddfellow-salinn (Vonarstræti) fyrir erfidrykkjuna? spurði útfararstjórinn ljúfi (Hálfdán). Það var víst einhver algjör heppni því það eru frí í gangi, presturinn sem jarðsöng mömmu var líka í fríi en gerði þetta samt, hún elsku Karen, dóttir Katrínar vinkonu í Svíþjóð. Það hjálpaðist allt að við að þessi stóri dagur tækist vel.
Mæli ekkert endilega með útförum sem leið til að hitta ættingja og vini en það er samt bjarta og jákvæða hliðin á þeim. Svo var Inga vinkona heldur betur ánægð í hádeginu í dag þegar ég tróð hana fulla af afgöngum úr erfidrykkjunni. Inga komst ekki í gær vegna veikinda en fylgdist með á streyminu.
- - - - - - - - -
Kveikjuþráðurinn var svolítið stuttur á þessum undirbúningstíma útfararinnar, talsvert stress sem ég er óvön og hef forðast mjög vandlega síðustu árin, en mitt í því öllu fékk ég furðulega Facebook-vinabeiðni sem ég hélt fyrst að væri grín.
Gaurinn selur þunglyndi, kvíða, verkjalyf, kynlíf, stera, hörð lyf (sjá mynd). Ég á löggutengdan frænda sem ég sendi skilaboð: Eyða þessu eða láta lögguna vita? Hann svaraði: Eyða. Það væru þúsundir svona síðna í gangi - löggan veit af þeim. Ekki grínsíða, staðfesti hann.
Vantar mig kannski eitthvað? hugsaði ég samt áður en ég eyddi beiðninni. Auðvitað væri gott að eiga sinn eigin díler t.d. til að redda sér 600 mg Íbúfeni sem er lyfseðilsskylt og sleppa við að taka alltaf tvær pillur þegar ég fæ í bakið; aðra 400 mg og hina 200 mg.
Það væri líka geggjað að fá Sanasól - ef þetta er almennilegur díler. En þessi vinabeiðni bjargaði alveg síðustu helgi. Samt fordómar í gangi hjá honum, það bryðja ekki allar kerlingar pillur, kæru dópsalar. Samt skrítið hversu marga sameiginlega vini við eigum, ég og þessi gaur, sennilega samþykkja sumir allar vinabeiðnir án þess að skoða þær. Halda kannski að þetta sé grín, eins og ég fyrst.
..... ..... .....
Ekki nóg með það heldur sótti sjálfur Keanu Reeves leikari um Instagram-vinskap við mig um helgina!!! Væntanleg gæti verið stórmyndin There is Something About Gurrie - ef allt gengur að óskum. Spennt að vita hvað hann vill að ég leggi mikið inn á reikninginn hans ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 480
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.