Tengsl mín við breska kóngafólkið

BrúðkaupsBrúðkaupsafmælið mitt, vissulega eitt af mörgum á almanaksárinu en það eina sem ég man yfirleitt eftir, er runnið upp og vegna hækkandi aldurs verður sífellt erfiðara að muna hverjum eiginmanna minna ég giftist þennan dag fyrir einhverjum árum. Sennilega einum af þeim allra fyrstu þar sem ég var talsvert kornung á þessum tíma.

 

Þegar pappírsbrúðkaup okkar hjóna rann upp ári síðar bjóst ég við að mér yrði færð eins og ein almennileg bók og demantseyrnalokkar með blómvendinum og hnetulausa konfektinu en rak þess í stað upp stór augu. Nei, þessi maður (ekki spyrja mig um nafn, ég rugla þeim öllum saman) mætti óvænt með þungt og stórt, alla vega 20 tomma litsjónvarpstæki í fanginu, handa okkur ... til að fylgjast með í beinni útsendingu brúðkaupi Karls og Díönu nokkrum dögum síðar. Þann 29. minnir mig.

 

ElísabetÞað konunglega hjónaband hélt ekki, frekar en mitt og þegar ég fékk ókunnugan karlmann á rúmstokkinn eina nóttina tíu árum síðar (eins og hún Elísabet Englandsdrottning nokkrum árum áður) varð ég endanlega fullviss um að líf mitt væri á einhvern hátt samofið lífi breska kóngafólksins. Ég bjó meira að segja í London allt árið 1976 sem var ekkert annað en undirbúningur fyrir þetta og keyrði ábyggilega nokkrum sinnum fram hjá Buckingham-höll. Í mínu tilfelli var þetta reyndar indæll eldri maður, ábyggilega um fertugt, eins og Fagan hennar Betu, sem hafði farið útidyravillt þarna í gömlu Verkó á Hringbraut, læsingin niðri biluð og ég hafði gleymt að setja í lás uppi. Hann var góðglaður, rabbaði ögn við mig og klappaði Fjólu kisu sem lá til fóta á meðan ég þakkaði í hljóði fyrir víggirta náttkjólinn minn sem ég hefði getað notað sem vopn hefði maðurinn gerst nærgöngull. Herptur með stáli upp í háls og renndur með rennilás fast við skírlífsbeltið sem bjargaði mér til dæmis alltaf á djamminu þegar ég fékk mér freyðivín ... eftir uppákomuna frægu (sjá Tígulgosann 49. tbl. 1987).

 

EFTIRMÁL:

 

Ísland: Gert við lásinn niðri, sett í lás uppi mun oftar en áður. Nágranni, eldri maður um fertugt, hvarf í mánuð og hefur ekki drukkið síðan. Sendi frá sér bókina Slapp með skrekkinn nokkrum árum síðar.

 

England: Gjörvallur lífvörður drottningar rekinn, líka sá sem heima svaf. Maðurinn (Fagan) fékk viðeigandi hjálp og var eftir það ráðinn sem leiðbeinandi hjá öryggisdeild MI5 og myndirnar Mission Impossible I-XVII eru byggðar lauslega á ævi hans og afrekum. En ... sex árum eftir að Michael Fagan braust inn í höllina, settist á rúmstokk drottningar og spjallaði við hana í tíu mínútur fæddist Beatrice, dóttir Andrésar prins og Söru Ferguson. Fagan þessi fékk hana í fertugsafmælisgjöf þann 8. ágúst 1988 sem getur ekki verið tilviljun. Hefur virkilega enginn áttað sig á þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DV í denn
  • DV í denn
  • DV í denn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband