3.8.2022 | 20:22
Hraunverulegt samsæri prjónafólks
Næsta þáttaröð hafin. Gosið á Reykjanesskaga, II. hluti, Merardalir, 2 mánuðir eða 200 ár? Hraunveruleikasjónvarp, eins og það gerist best, eins og sumir orða það, eða hin árlega peysusýning, eins og ég kalla það. Svo virðist sem flestir jarðeðlisfræðingar eigi maka sem bæði hannar og prjónar flottar peysur sem hannyrðafólk á Facebook heldur ekki vatni yfir og vill fá uppskriftina. Fylgikvilli eldgosa, hnussar öfundsjúki heklarinn í Himnaríki sem kann bara að hekla sjöl, trefla og gardínur og dauðlangar í flotta lopapeysu fyrir veturinn. Jú, jú, með jarðeðlisfræðingamynstri, alveg eins. Sennilega eru veðurfræðingar frekar illa giftir því þeir eru yfirleitt ekki í útprjónuðum peysum.
Ég er með eins konar móðurauga fyrir útsýninu mínu yfir hafið og milli klukkan eitt og tvö í dag varð mér litið út um gluggann og fannst eitthvað skrítið í gangi fyrir ofan staðinn þar sem gaus í fyrra, ögn til vinstri þó, nær Keili. Þá var bara að opna gluggann með mbl-vefmyndavélinni og sjá, komið þetta fína gos. Sem vonandi þýðir að jörð hætti alfarið að skjálfa. Missti af þeim síðasta (4,2) sem kom kl. 12 á hádegi í dag, akkúrat þegar ég stóð við kaffivélina og mátti fara að nærast, eða eitthvað að atast. Mæli með þessari aðferð fyrir jarðskjálftahrædda, eða að vera á hreyfingu þegar stórir skjálftar ríða yfir ...
Eitt er mjög, mjög skrítið, eiginlega ógnvekjandi þótt ég eigi að heita öllu vön. Þegar Hilda systir var í sumarbústað með tveimur vinkonum sínum, ónefndum systrum sem voru með okkur í Austurbæjarskóla, fór að gjósa á Reykjanesskaga eftir 800 ára hlé. Sá atburður átti sér stað á síðasta ári, eins og einhverjir muna.
Í dag hófst annað eldgos þegar þessar þrjár konur eru staddar úti á Tenerife, SAMAN á nýjan leik, rétt rúmu ÁRI SEINNA og ... nákvæmlega níu dögum fyrir afmælið mitt. Þessi tilviljun, ef tilviljun skyldi kalla, vekur mér óhug. Ég reyndi að segja sjálfri mér að gosið væri mögulega falsfrétt, runnin undan rifjum Þórólfs sem ætlar að bólusetja okkur með fjórða skammtinum í haust án þess að við verðum vör við það. Ekki viss samt um að ég hafi trúað mér. Mér finnst þó trúlegt að falsgosið tengist prjónakonum á einhvern hátt. Follow the money, á kannski vel við í þessu samhengi?!?
MYND: SAMSKOT Á TENERIFE: Heimildarkona mín ytra náði mynd af systur minni þar sem hún var að safna fé til að komast fyrr heim til Íslands og þannig koma í veg fyrir að fari að gjósa í Kötlu, Heklu og Bárðarbungu. Hún bar sig vel að öðru leyti og var komin í mikið jólaskap.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 27
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 1506014
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 535
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Úr því Þórólfur er nefndur í samhengi við eldgos er rétt að minna á að hann taldi eldgosið í fyrra vera mikla sóttvarnarhættu. Hvað ætli arftaki hans segi? Verður sett grímuskylda í Meradal?
Geir Ágústsson, 4.8.2022 kl. 13:29
Hér á Moggablogginu eru öfgahægrikarlarnir enn á sínum stað, þeir sem ekki eru ellidauðir, og ekkert sem kemur á óvart, nema hvað hrakfallabálkurinn Ómar Ragnarsson hefur ekki ennþá orðið undir smokkasjálfsala í jarðskjálftunum.
Þorsteinn Briem, 4.8.2022 kl. 18:35
Þorsteinn Briem, en óvænt ánægja! Er enn til athugasemdadálkur sem umber ljótt orðbragð þitt um einstaklinga þar sem ferð í manninn en ekki boltann? Samgleðst þér en vona nú samt að þessi siðueigandi moki þér héðan í burtu og inn á samfélagsmiðlana þar sem þú blómstrar vafalaust.
Geir Ágústsson, 4.8.2022 kl. 21:04
Ég var að grínast, Geir, aldrei að trúa öllu sem maður les á netinu ;) Hef ekkert nema gott um Þórólf að segja, hann gerði örugglega sitt besta í covid-inu - mér fannst hann flottur. Hef svo sem enga skoðun á áliti hans í sambandi við eldgosið og sóttvarnarhættu, var ekki eitthvað reipi þarna sem var sameiginlegur snertiflötur fólks? Minnir það.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2022 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.