7.8.2022 | 16:09
Ung-ish, hærri, feig og grennri
Stráksi ekki heima um helgina svo þá gátum við kettirnir aldeilis farið á kreik. Uppþvottavélin brilleraði í gær og þvottavélin í dag svo það er sérdeilis stuð á bæ. Helgin hefur eiginlega farið í að máta aðhaldsflík sem ég freistaðist til að kaupa um daginn. Hún tekur af manni 20 kílóin sem ljósmyndir bæta á mann, og sælgæti og kökur.
Það var þrautin þyngri að koma sér í kvikindið. Saumurinn sem átti að vera aftan á var allt of langt til vinstri eftir fyrsta troð svo ég þurfti að gera aftur. Konan í búðinni (Sassy) vildi meina að þetta ætti að verða eins og hluti af mér, þægilegt og ... eggjandi, ef ég heyrði rétt. Hmmm. En ég kvarta ekki, nema það væri frábært ef fylgdi manneskja með sem hjálpaði til við að tosa upp. En ég bæði grenntist og lengdist talsvert við þetta og það eru engar ýkjur að segja að ég sé bæði há og rennileg í þessum skrifuðum orðum. Meðfylgjandi mynd, sú efri, sýnir aðhaldið í aksjón.
Svona letihelgar ... þá liggur voða lítið á að fara á fætur, eða rífa sig upp fyrir allar aldir (hádegi). Svo margt betra hægt að gera, eins og að sofa eða bara nenna ekki fram úr. Í dag var það jarðskjálfti upp á 4,1 sem kom mér ljúflega á fætur, hann vaggaði rúminu þannig að hugurinn fór rakleitt aftur til haustsins 1958, en mér skilst að skjálftinn hafi verið talsvert hundleiðinlegur á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftar þurfa að fara upp í og yfir fjóra til að finnast hér á Akranesi. Svo hef ég eftir hrinuna 2022 fundið nokkra ímyndunarskjálfta sem er verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðingana í fjölskyldunni. Fín umræðuefni í komandi jólaboðum.
Þriðja covid-afmæliskaffið er í bígerð, aðeins jólakúlunni boðið eins og síðast og þarsíðast. Það er að sjálfsögðu ekki sniðugt að setja lífið á HOLD þótt ríki smitandi drepsótt í heiminum, enda geri ég það alls ekki, þríbólusett skvísan, en heldur ekki sérlega snjallt að láta sem allt sé löngu búið þegar sú er ekki raunin. Bara fámennt og góðmennt. Tíu manns eða svo, sem ég hitti reglulega, bara til að ég fái tilfinningu fyrir því að enn eitt árið hafi bæst við ... og hafi afsökun til að borða kökur.
Eftir útför mömmu í júlí og öll faðmlögin í kringum hana, datt mér helst í hug að ég væri hreinlega ónæm fyrir covid, en svo frétti ég að nú væri akkúrat ónæma fólkið að smitast í hrönnum. Ég fæ þetta eflaust einhvern daginn en vil helst ekki að Himnaríki á afmælinu mínu verði smitbæli. Hetja eða heigull?Gáfuð eða galin? Klár eða klikkuð?
Búin að lofa mér að halda venjulegt stórafmæli að ári, nema verði komin froskaflensa eða eitthvað, þá harðneita ég að eldast fyrr en Bill Gates hættir þessu bulli og Soros líka ...
Neðri myndin var tekin á Akranesi jólin 1981 og sýnir mömmu og Einar. Ég gleymi ekki veseninu við að finna jólaföt á drenginn en þá fengust aðeins flottir jólakjólar í búðunum, strákafötin frekar ljót. Svo rambaði ég á fínustu föt í síðustu búðinni sem mér hugkvæmdist að fara í (í Rvík). Gömul vinkona saumaði og málaði gardínurnar í bakgrunni og gettóblasterinn til hægri var bara forsmekkurinn að þeirri miklu hrifningu á rappi sem sonur minn fylltist síðar og móðir hans reyndar líka - ögn seinna. Mér finnst trúlegt að jólamessan hafi hljómað úr tækinu, svona upp á stemninguna.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ekki eru mörlensk jól án maltesíns, eins og máltækið segir.
Þorsteinn Briem, 7.8.2022 kl. 17:24
Ójá, satt segirðu. Hefur ekkert breyst. Nema nú eru komnar dósir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2022 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.